Friday, December 26, 2008

Annar í jólum

Í dag verður bara hellings myndablogg þar sem ég var að hlaða niður myndum af vélinni minni.
Í dag fór ég með Fannar litla í heimsókn til Kristínar og við fórum í smá labbitúr ásamt Maríönnu og Töru.

Aris greyið þurfti að vera ein eftir heima með skerminn enda enn með saumana.

En Snotra fékk að fljóta með


Fannar Snær sætilíus og ofur prakkari



Svo mikið bjútí


Með snjó á nebbanum sínum


Fannar og Snotra taka sprettinn

Sóldís lóða kelling

Sóldís og Kristín

Eftir gönguna kíktum við heim til Kristínar og Fjóla kom þangað með Mola sinn sem er búinn að vera veikur í maganum síðan á jóladag, grey kallinn.


Svo fá að sjálfsögðu að fljóta með nokkrar myndir frá aðfangadagskvöldinu
Kári og Lára

María Erla til í slaginn


Kári Partý ljón

Fannar ofursætur með jólaslaufu

Fannar að kyssa Helgu frænku

Gamla settið

María og Kári

Fannar sofnaður eftir öll lætin

María, Kári og Fannar litli


Hópfaðm


Mæðgurnar

María með Fannar sinn


Jólatréið okkar
Eins og sést á þessari mynd var nóg af pökkum fyrir alla, ég var rosalega ánægð með allt sem ég fékk og þakka kærlega fyrir mig!!!


Namminamm.... hamborgarhyggurinn

Ég er allavega bara að njóta þess að vera heima í faðmi fjölskyldu og vina þessi jól og vona að tíminn verði ekki alltof fljótur að líða.

Wednesday, December 24, 2008

Gleðileg jól

Þá er dagur daganna upp runninn! Ég biðst afsökunar á þessu blogghallæri nú á síðustu dögum fyrir jól. En ég er komin á klakann góða og tilbúinn að halda jól með fjölskyldunni. María systir mín er hæstánægð með litla skæruliðann, hann Fannar Snæ, en hann hefur gefið okkur öllum eitthvað fyrir stafni með prakkarastrikum og hvolpalátum. En hann er algjört yndi og æðislegt að hafa lítinn ferfætling með sér yfir hátíðarnar. Ég sakna auðvitað hans Fróða míns alveg hræðilega og ömurlegt að hafa hann ekki hjá mér um jólin. En hann er í góðu yfirlæti hjá Camillu vinkonu minni úti í Noregi og fær kjúklingafille og rjómaís í kvöld, auk þess sem hann á nokkra pakka undir tréinu.
Í dag hafa allir verið á þönum eins og venja er fyrir hver jól og ég búin að skúra allt og taka til og gera fínt fyrir jólin á meðan hamborgarahryggurinn mallar í pottinum inní eldhúsi.
Ég óska ykkur öllum gleði og friðar þessi jól og bið Guð að blessa ykkur og gefa ykkur góða jólahátíð.

Tuesday, December 16, 2008

Saumaklúbbur og leynigestur


Sæl og blessuð! Ég er alveg að springa úr spenningi enda kem ég heim ekki á morgun heldur hinn!!!!
Gærdagurinn var svo alveg draumur í dós. Ég var með saumaklúbbinn og Halla, Henriette, Marte og Camilla komu. Við prjónuðum, kjöftuðum og átum heitar bollur með geitaost og piparkökur. Ég gerði svo heitt súkkulaði handa okkur og það var algert nammi.
Það voru teknar nokkrar myndir - klikkið á þær til að sjá þær stærri!

Frá vinstri: Henriette, ég og Fróði, Camilla og Marte að súpa kakó

Ég og Fróði, Camilla, Marte og Henriette - takið eftir svipnum á Fróða

Ég og Fróði, Camilla, Marte og Henriette

Halla og Fróði, Camilla, Marte og Henriette

Það kom svo leynigestur sem krassaði kúbbinn okkar, en leynigesturinn var enginn annar en pabbi. Hann þurfti að koma hingað út vegna vinnunnar og hafði tíma í gær til að heimsækja mig sem var bara geggjað. Við spjölluðum helling saman og eftir kúbbinn fórum ég og pabbi í bæinn í smá jólagjafarinnkaup. Ég fékk að velja gjafirnar mínar í Bok og Media á meðan pabbi dottaði í stól í búðinni. Ég var auðvitað ekki lengi að finna hrúgu af bókum og geisladiskum. Stærstu gjöfina fékk ég svo fyrirfram til að þurfa ekki að dröslast með hana á milli landa. Það er semsagt Norsk Studie Bibel og hún er geggjað flott! Innbundin í ekta leður og myndskreytt með helling af nytsamlegum upplýsingum og vísunum fram og til baka. Ég er svaka ánægð með hana og tek hana með útum allt til að monta mig af henni. Eftir verslunaræðið fórum ég og pabbi á Akerbrygge á Big Horn Steak House og fengum okkur svakalega góða mexíkanska piparsteik og lauksúpu í forrétt. Við áttum alveg frábæran dag saman! Alveg æðislegt að rölta um Osló með pabba og kíkja í búðirnar og á jólaskrautið.
Í dag fór ég í MF að skrifa undir einhvern pappír því ég fæ lánað hjá þeim peninga til að borga leiguna mína 1. jan. Námslánin fæ ég nebbla ekki fyrr en eftir að ég hef fengið einkunn frá MF, sem er 8. janúar. Það er nottla bara ótrúlegt að skólinn sé bara til í að lána mér þessa peninga og enginn deadline eða vextir!!! Ég hélt ég gæti ekki orðið ánægðari með skólann minn, en hann verður sko bara betri og betri!!!
Á morgun skelli ég Fróða í jólabaðið og pakka ofan í tösku fyrir hann. Svo tek ég tvo strætóa til Bøler þar sem Camilla býr. Ég verð í mat hjá henni og fer svo heim Fróðalaus. Ég á sko eftir að sakna litla stubbsins alveg hræðilega yfir jólin. En ég veit að Fróði mun hafa það svaka gott hjá henni Camillu og verður sko í svaka dekri hjá henni um jólin.
Það er allt búið að ganga eins og í lygasögu með litla tjúahvolpinn sem María mín á að fá. Hann fer í Rabies sprautu á morgun og verður svo í pössun hjá mömmu og svo Fjólu þangað til ég kem heim. Ég hlakka ekkert smá til að sjá litla stúfinn. Ég kem heim ekki á morgun heldur hinn og ég bara hreinlega get ekki beðið eftir að hitta ykkur öll!!!!

Sunday, December 14, 2008

JÓLAMYNDIR

Dagurinn í dag var mjög fínn. Ég og Halla keyrðum til Frederikstad þar sem við höfðum jólaball fyrir sunnadagaskóla Íslenska söfnuðarins í Noregi. Það var svaka gaman. Ég byrjaði reyndar á því að pynta hann Fróða minn soldið með nokkrum jólamyndum. Ég setti svona þær bestu hingað inn og gaman væri að vita hverja þeirra ykkur líst best á. Ég er búin að númera myndirnar og svo getið þið tekið þátt í könnunni vinstra megin og kosið þar um bestu myndina. Endilega tjáið ykkur svo um valið ykkar!
(Myndirnar sem eru láréttar þarf að klikka á til að sjá í fullri stærð)

MYND NR. 1

MYND NR. 2

MYND NR. 3

MYND NR. 4

MYND NR. 5

MYND NR. 6

MYND NR. 7

MYND NR. 8

MYND NR. 9

MYND NR. 10



Svo í lokin nokkrar myndir af jólaballinu:

Allir fengu jólanammi frá Nóa Siríus


Jólasveinninn.... hmmm.... hver ætli þetta gæti verið


Fróði að vera voða næs svo hann fái nú gott í skóinn.


Skreyta piparkökur!!!


Fróði og litla frænka hennar Höllu


Stelpan sem vinnur í Sunnudagaskólanum með Höllu


Jólamynd af mér og Fróðamúsinni

Jæja, nú ætla ég í háttinn. Þarf að vakna snemma því ég þarf að þvo þvott og taka til áður en stelpurnar koma í saumaklúbbinn!!!
Jólakveðjur frá mér og Fróðamús