Monday, June 22, 2009

Fróði fær að koma með í vinnuna!!!

Nú er ég flutt yfir í litla herbergið mitt hér í Berg þar sem ég mun vera næstu fjórar vikurnar. Ég deili eldhúsi og salerni með dýralæknunum tveim sem hér búa svo það ætti nú ekki að væsa um Fróða. Kata hjálpaði mér með flutningana í gær, sem betur fer! Þetta var rosa vinna en gekk vel enda lánaði Elsa okkur bílinn sinn til að fara með dótið á milli. Þetta er svoleiðis rétt hjá íbúðinni minni að það tekur innan við 5 mínútur að keyra á milli. Í gær og í dag hefur verið sól og geggjað sumarveður, næstum of heitt samt. Ég fór niður í vinnu í dag í töskubúðina til að athuga hvenær ég ætti að koma næst og hafði Fróða með. Linda, yfirmaðurinn, varð strax hrifin af Fróða og við fórum að spjalla. Ég var dauðfegin þegar hún sagði mér að ég fái einhverja aura frá búðinni um mánaðarmótin, enda vel þörf á því! Linda skrapp frá þegar Martine kom sem átti að vera með kvöldvaktina. Martine spurði mig hvort ég hefði spurt hvort Fróði mætti koma með og sagði ég ætti að spurja hana þegar hún kæmi til baka því þá gæti hún hjálpað mér að sannfæra hana. Þegar Linda kom aftur sagðist ég ætla að spurja hana að svolitlu. Ég byrjaði á að útskýra að Fróði ætti erfitt að vera einn heima og áður en ég náði að ljúka máli mínu sagði Linda: "Taktu hann með!" Ég átti ekki stakt orð. Fróði má bara vera með í búðinni og rölta þar um einsog kóngur í ríki sínu svo fremi sem hann merkir ekki inni! Ég er svo þakklát og ánægð að ég á bara ekki orð. Guð er svo stórkostlegur og hann hugsar fyrir öllu! Nú er ég komin í þá stöðu að ég hef úr svo mörgum vinnum að velja með skólanum þar sem ég mætti hafa Fróða að ég þarf að velja og hafna! Ég spjallaði svo aðeins við Örnu í dag þar sem hún var svona að kanna möguleikann hvort ég gæti eitthvað létt undir með þeim í söfnuðinum einn dag í viku með að svara í símann og svona. Ég sagðist vera til, en það á bara eftir að koma í ljós hvort af þessu verður.
Ég er núna á leið að sjóða mér pulsur hér á nýja staðnum enda löngu kominn tími á Middag!
Eigið góðan dag :)

Friday, June 19, 2009

Fyrsti vinnudagurinn

Fyrsti vinnudagurinn er nú yfirstaðinn og brátt tekur annar við. Ég þurfti því miður að skilja Fróða eftir í búrinu áður en ég hélt í vinnuna þar sem engin pössun fékkst. Þetta gekk bara nokkuð vel þó ég ætti oft erfitt með að skilja yfirmanninn minn en hún kemur frá Gautaborg og talar þess vegna blöndu af sænsku og norsku með sænskum hreim. Ég fékk allsherjar kynningu á Samsonite ferðatöskum og Fericci handtöskum og Bjorn Borg bakpokum meðal annars. Ég var svoldið óörugg í fyrstu enda vissi ég ekki mikið meira en kúnninn um vöruna og Linda, yfirmaðurinn, var mjög ýtin að ég þyrfti að fara og selja strax. Um fjögurleytið fór hún þó og 18 ára stelpa tók við. Hún útskýrði allt betur fyrir mér og þannig að ég skyldi það og setti enga pressu á mig. Það fannst mér miklu betra og ég gat loks farið að slaka á og verða öruggari að tala við kúnnann. Við töluðum svo helling um Chihuahua þegar búðin var tóm, þar sem hana langar í einn svoleiðis. Við tókum svo sama strætó heim og ég hraðaði mér eins og ég gat heim til Fróða míns. Hann hafði auðvitað verið ofurstressaður og ég fór í labbitúr með hann. Í dag vaknaði ég snemma og er að þvo tonn af þvotti sem ég þarf að hengja út á snúru áður en ég fer í vinnuna. Ég er byrjuð að pakka fötunum mínum og öllu brothættu enda er ég að flytja úr íbúðinni um helgina þar sem dóttir Elsu og börnin hennar flytja inní hana í næstu viku. Það verður því nóg að gera um helgina þar sem ég þarf líka að þrífa í forlaginu. Ég var að senda uppsagnarmail rétt í þessu enda hef ég úr nóg af vinnum að velja með skólanum næsta haust.
Ég ætla að fara í labbitúr með Fróða aftur áður en ég fer, en ég hreinlega hata að þurfa að skilja hann eftir einan í íbúðinni, en það vill svo óheppilega til að enginn getur passað hann fyrir mig. Ég ætla að spurja yfirmanninn í dag hvort það sé möguleiki fyrir mig að hafa hann í bakherberginu þegar ég er á vakt. Þið megið endilega biðja fyrir að hún taki vel í það.
Hafið það gott i dag!

Monday, June 15, 2009

Komin með sumarvinnu :)

Jæja, nú hef ég ekki bloggað almennilega í heila eilífð en betra er seint en aldrei. Ég fór í atvinnuviðtal í töskubúð í dag þar sem ég hafði áður skilið eftir ferilsrkánna mína. Eigandinn er sænsk og henni leist voða vel á mig og bauð mér strax vinnuna! Ég er rosalega ánægð og byrja á fimmtudaginn í opplæring. Ég kunni reyndar ekki við að spurja strax hvort Fróði mætti koma með í vinnuna, en þangað til verður hann í pössun hér og þar. Ég veit ekki hversu mikil vinna þetta verður, en ég ætti þó allavega að þéna nóg til að borga leiguna og eiga smá auka. Á morgun fer ég svo í annað atvinnuviðtal. Konan sem Kata er að vinna hjá sem svona einskonar félagslegur stuðningur (hún er fötluð) vantar einhvern til að leysa Kötu af þegar hún fer aftur til Íslands. Það er fín vinna og hún er hrifin af hundum svo Fróði fær að koma með. Ég ætla þess vegna að segja upp þrifa vinnunni minni í forlaginu á morgun og vinna þar bara fram að hausti. Í gær var ég svo að mála hundrað lítil andlit á þjóðhátíðarfögnuði Íslendinga í Noregi. Það var steikjandi hiti og ég fékk rosalegan sólsting, enda hafði ég ekki tíma til að fara inn og fá mér vatn.
Það er annars fátt fleira að frétta, nema ég og Elsa erum komnar með nýja þvottavél, enda var hin alveg hætt að þvo. Það verður svo nóg að gera þessa viku og næstu helgi flyt ég úr íbúðinni í herbergið hennar Miriam. Hún er farin heim til Trondelag en leigir annars herbergi í íbúð ekki langt undan með tveim ungum stelpum sem eru dýralæknar. Þær eru báðar mjög indælar og önnur þeirra á þrjá stóra hunda. Hún verður samt lítið heima svo það ætti ekki að vera vandamál með Fróða. Halla er farinheim og ég sakna þess að geta ekki hangsað með henni eða kjaftað við hana í símanum um allt og ekkert. En ég vona hún hafi það gott á Hólavatni. Hjalti bróðir útskrifaðist svo með BS í hugbúnaðarverkfræði á laugardaginn og ég er rosa stolt af honum. Ég lætþetta duga í bili en lofa að koma með frekari fréttir fljótlega!

Wednesday, June 10, 2009

Komin i sumarfri

Vuhu, eg er buin ad taka profid og ta er fyrsta arinu i MF lokid. Eg held tetta hafi bara gengid sæmilega. Eg tok profid a norsku og hefdi eiginlega turft meiri tima tessvegna. Eg skrifadi 5 sidna ritgerd um innganginn ad romverjabrefinu, jibby. Soldid spes prof, en eg hafdi to allavega eitthvad ad segja.
Nu er eg i MF ad misnota adstodu mina og prenta ut ferilskrar i tugatali. Svo fer eg i budirnar ad snikja vinnu, soldid einsog a øskudaginn, nema eg held tad hjalpi ekki ad syngja.
Eigid godan dag og takk fyrir bænirnar.

Monday, June 08, 2009

Próf á morgun

Ætla bara að skrifa hér örfá orð þar sem ég hef ekkert bloggað undanfarið. Það hefur vægast sagt verið vitlaust að gera hjá mér undanfarna daga og ég hef verið í endalausum próflestri. Ég fer í próf á morgun klukkan hálfníu úr nær öllu efni vetrarins og væri vel þegið ef þið vilduð biðja fyrir mér.
Lofa að koma með blogg aftur fljótlega, væntanlega annað kvöld.