Thursday, May 28, 2009

Búin að skila verkefnamöppu!

Jæja, þá er víst kominn tími að sinna þessu vanrækta bloggi mínu. Ég hef haft í nógu að snúast síðustu daga eins og alltaf. Á þriðjudaginn skilaði ég af mér verkefnamöppu sem gildir um 70% Henni átti að skila fyrir 2 og ég lenti nottla í vandræðum með prentarann og náði ekki að lesa almennilega yfir verkefnið og endaði á að ég þurfti að hlaupa í skólann! Vanalega er þetta svona 30 mín. labb og klukkan var hálftvö þegar ég fór að heiman. Ég hélt ég myndi deyja en ég var komin í skólann korter í 2 og náði að prenta út verkefnin í skólatölvunni með hjálp Camillu. Nú er bara að vona að ég fái eitthvað sæmilegt fyrir þetta því ekki veit ég hvernig fer með prófið. Á morgun fer ég að vinna sem sjálfboðaliði á Oslo Hundeshow sem er mjög stór hundafimikeppni sem haldin er árlega á vegum Stovner hundeklubb sem við Fróði þjálfum hjá. Um fjögurleytið fer ég svo með Kötu og Höllu uppí Norefjell þar sem verður fjölskylduhelgi á vegum íslenska safnaðarins. Við sjáum um að elda og vera með barnastarfið svo það verður fjör. Ég vona bara að ég geti komið próflestrinum að einhverstaðar. Daginn í dag þarf ég allavega að nýta vel. Í gær þreif ég allt hátt og lágt og hitti svo Höllu í Elkó þar sem ég keypti nýjan rouder fyrir netið og rosa góðan blandara á 299.
Svo bökuðum ég og Halla pizzu saman. Það gekk reyndar ekki áfallalaust þar sem okkur tókst að klúðra uppskriftinni fyrir deigið, en þetta slapp allt fyrir horn. Við fórum svo í labbitúr um hverfið mitt og fundum video leigu. Það er sko hægara sagt en gert í þessu landi. Þetta er önnur videóleigan sem ég hef komið inní síðan ég flutti hingað. Hún var reyndar rosa flott með hellings úrval af myndum, svona svipað og maður mundi sjá á Íslandi. Við Halla misstum okkur og leigðum 3, enda sú þriðja frí. Svo horfðum við á Revolutionary Road. Við enntumst þó ekki til að horfa á hana alla, því þó hún væri vel leikin og stútfull af fallegu fólki þá höfðu þau ekki mikið áhugavert fyrir stafni.
En nú þarf ég að kíkja í bækurnar. Eigið góðan dag.

Tuesday, May 19, 2009

Grand Prix og 17. maí

Jæja gott fólk, þá er víst kominn tími á blogg. Ykkar viku/mánaðarlega fix, ekki satt :þ Þetta blogg á sér sterkan 3 manna aðdáendahóp sem missa ekki af færslu (þar af einn sem ekki kann að skrifa komment) og betra er að valda ykkur ekki vonbrigðum, kæru vinir. Ég átti alveg frábæra helgi. Á laugardeginum fór ég með Höllu heim til Miriam þar sem við horfðum á Grand Prix (Eurovision fyrir ykkur sem ekki eruð veraldarvön). Í laginu sem kom á undan norska laginu rofnaði útsending norska ríkissjónvarpssins og við sáum bara snjókorn. Það varð uppi fótur og fit og í snarræði skipaði ég Miriam að ná í tölvuna sína. Ég hakkaði mig inn í gagnabanka norska ríkissjónvarpsins svo við gátum horft á restina af keppninni á 13" fartölvuskjá. Þetta var að engu síður spennandi og ég tók að mér að benda á hversu hallærisleg flest lögin voru, fyrir utan Ísland auðvitað. Ég velti því reyndar fyrir mér í hljóði hversu margir bláir Ringneck páfagaukar hefðu látið lífið til að búa til kjólinn hennar Jóhönnu. Ég var svo alveg í skýjunum með úrslitin auðvitað og ætlaði varla að trúa því að við hefðum lent í 2. sæti. Hér er rifist um hvar eigi að halda Eurovision á næsta ári, en fólk er þó með þó nokkrar tillögur.
Á sunnudeginum fórum ég og Halla niður í bæ enda þjóðhátíðardagur Norðmanna. Þar voru tugþúsundir manna með fána og í norska þjóðbúningnum. Skrúðgöngur liðuðust niður Karl Johan meira og minna allan daginn, troðfullar af börnum og unglingum sem sungu "I'm in love with a fairytaile" við undirleik lúðrasveitanna.
Veðrið var einsog best verður á kosið, um 25 stiga hiti, heiðskýrt og sól.

Þetta er neðarlega á Karl Johan. Ég og Halla vorum bara einsog pulsur í brauði inní mannfjöldanum og flutum niður Karl Johan.
Á myndinni, ofarlega til hægri má sjá fólk á svölunum með fána.
Hér er Halla mínútu áður en hún var troðin undir af mannhafinu.


Ég held að náunginn við hliðina á henni hafi ekki verið sáttur við að sjá Íslenska fánann, allavega gaf hann honum hornauga

Við stöllurnar

Þessi sæta stelpa í þjóðbúning kom að heilsa uppá Fróða þar sem við lágum í sólbaði í Slottsparken, á meðan konungsfjölskyldan veifaði af svölum hallarinnar fyrir framan okkur.

Halla fánaberi

Ég og Fróði fyrir framan konungshöllina

Akerbrygga var troðin af fólki


Fróði fékk að vera fánaberi

Við rákumst svo á Kötu og félaga hennar úr Alfa hópnum. Kata var hæstánægð að hafa fengið tilefni til að nota húfuna sem hún saumaði.

Alfa hópurinn

Við príluðum uppá hæð hjá Aker Festning þar sem við gátum horft yfir alla Akerbrygge
Kata að taka mynd af mér

Það var bara þverhnípi fyrir neðan okkur, maður hefði örugglega verið um 5 mínútur að falla þarna niður til jarðar.

Halla sæta

Halla og Fróði í sólbaði, einsog sést á myndinni var Fróði alveg að kafna

Halla, Fróði og ég

Fróði sæti

Halla og Fróði sem er kominn með nóg af þessari myndatöku

Kata og Trine vinkona hennar úr Alfa hópnum

Fróði að vera þverhaus, hann nennti ekki að labba lengur í þessum hita og lagðist í jörðina.

Halla hjá Aker Festning




Fína hárgreiðslan sem Halla gerði í mig

Eftir æðislegan dag fórum við heim og ég málaði plötuna sem var verið að festa aftan á eldhúsinnréttinguna mína áður en við fengum okkur Camembert bringur og ís í eftirrétt.



Í gær fór ég með Fróða í hundafimi í hellidembu. Fyrst ætlaði hann nú ekkert að hlýða mér og stakk af um leið og ég tók af honum tauminn. Ég var alveg miður mín og við það að gefast uppá þessu öllu saman þegar Fróði ákvað allt í einu að brillera bara og hljóp brautina alla án vandræða einsog hann hafi aldrei gert annað.
Í dag hef ég verið að læra og þrífa svo í forlaginu og á morgun heldur lærdómurinn áfram, Vúhú!

Thursday, May 14, 2009

Grillveisla og atvinnuleit

Ég hef haft í nógu að snúast undanfarið, eins og vanalega. Um helgina fékk ég stelpurnar til mín í grill til að halda uppá 25 ára afmælið mitt. Við vorum ekkert alltof heppnar með veður, en það komu stöku skúrir yfir daginn og ég var hrædd um að við þyrftum að flýja inn. En þegar þær komu lét sólin sjá sig og við fengum bara ágætis veður meðan við sátum úti og snæddum ljúffeng lambalæri sem mamma kom með að heiman.

Eins og sést á myndinni var Kata sett í að grilla eftir að ég hafði forsteikt kjötið í ofninum. Á myndinni situr Henriette i rólunni og Camilla er í grænum jakka og situr við hliðina á Miriam.

Fróði fékk að vera með að sjálfsögðu og fékk að naga beinin á eftir.

Kata stóð sig með prýði við grillið

Miriam fær sér af kjötinu

Ég og Henriette sem fær sér af ljúffenga kartöflusallatinu sem Miriam kom með.

Hérna er ég að opna gjöfina mína frá Henriette. Hún hafði skrifað handa mér vers á blað og skreytt, mjög fallegt. Í fanginu er ég líka með svaka sætann blómadúk sem Miriam gaf mér. Til vinstri á myndinni er svo Marte sem hafði föndrað fyrir mig krukku með pestó.

Hér erum við allar nema Halla því hún var ljósmyndarinn þetta kvöld.

Halla tók að sér að skera restina af kjötinu til að setja inní frysti og geyma. Hún notaði allfrumlega aðferð við þetta.

Miriam, Camilla, Fróði og Marte ræða málin í sófanum.

Svo í lokin ein af hetjum kvöldsins, Höllu og Kötu sem hjálpuðu með eldamennskuna og tiltektina. Takk stelpur, þið eruð bestar :D

Þessi vika hefur svo einkennst af prófalestri, verkefnapælingum, ásamt kvíða og hausverkjum. Ég hef enn ekki fengið sumarvinnu, en mér bauðst að vinna við blaðaútburð í Aftenposten fyrir örfáa aura á mánuði, en ég ákvað eftir mikla íhugun að ég vildi ekki þiggja það. Það hefði þýtt að vinna 6 daga vikunnar í líkamlega erfiðri vinnu fyrir afar lág laun. Ég verð að treysta því að Guð hafi eitthvað betra handa mér, en Marte bekkjarsystir mín lét atvinnuveitandann sinn hafa símanúmerið mitt. Það vantar fólk í 3 vikur í sumar í sumarbúðum fyrir fötluð börn, líklegast síðustu vikuna í júní og fyrstu 2 vikurnar í ágúst. Ég ætla að láta Mörtu fá ferilskrána mína á morgun svo hún geti komið henni áleiðis til yfirmannsins í næstu viku.
Þið megið gjarnan biðja fyrir því að ég fái vinnu í sumar sem hentar vel og að allt leysist með Fróða líka, að hann þurfi ekki að vera mikið einn.
María Erla kynnti Mastersverkefnið sitt í lyfjafræði í dag og gekk ljómandi vel og ég óska henni til hamingju með það :D
Ég ætla að fá Henriette í mat á morgun og við ætlum að horfa á vídjó, svo það verður örugglega stuð. Eins og flestir vita (nema kannski Fjóla :þ) þá er Eurovision um helgina, eða Grand Prix eins og Norðmennirnir kalla það af einhverjum ástæðum. Mér og Höllu er boðið í partý til Miriam svo það verður örugglega rosalega gaman. Á sunnudaginn er svo 17 maí og hellings dagskrá niðrí bæ. Ég veit ekki ennþá hvað ég ætla að gera eða hvað ég verð, en það verður örugglega rosa gaman.
Nú ætla ég hins vegar fljótlega í háttinn enda skóli og lestur á morgun.

Thursday, May 07, 2009

Mamma í heimsókn

Jæja gott fólk. Ég var víst búin að lofa myndafærslu og hér kemur hún. Margt hefur borið á síðustu daga enda mamma í heimsókn var nottla bara æðislegt, en fyrst koma myndir frá 25 ára afmælisdeginum mínum.

Þetta var m.a. í pakkanum sem kom til mín frá Fjólu, þvottaklútur í laginu einsog páskaegg, bara snilld.

Hér er afmælisbarnið sjálft með medalíuna sem ég fékk frá Höllu og Kötu

Halla að útbúa kjúklingabringurnar handa okkur

Ég með súkkulaðibænahendurnar frá Fjólu

Og svo The What Would Jesus Eat Cookbook, og plattann sem á stendur: I may not be perfect but my dog loves me.

Hér er svo pakkinn frá Kötu og Höllu, Halla föndraði kassann og kortið. Í bakgrunni eru blómin sem ég fékk frá Elsu.

Mamma kom svo til mín á fimmtudeginum fyrir viku og það var bara geggjað. Veðrið var æðislegt og við settumst út í sólina á Nationaltheatret.

Mamma sæta

Fróði alveg uppgefinn en hann var svo glaður að fá ömmu sína aftur. Dansaði svoleðis í kringum hana villt og galið þegar hann sá hana á brautarpallinum.
Við versluðum smá föt á mig þetta kvöld (afmælisdekur) og fórum svo að borða á Ruby Tuesday á Akerbrygge, sem var bara æðislegt.

Á föstudeginum hitti Halla okkur niður á Akerbrygge í ennþá betra veðri. Yfir tuttugu stiga hita og sól. Við urðum nottla að fá okkur ís...

....og Fróði fékk smá ís líka að sjálfsögðu

Ég og mamma með Akershus festning í bakgrunni

Halla og mamma

Þetta var auðvitað á fyrsta maí og svakaleg skrúðganga í bænum, ég hef aldrei á ævinni séð jafn mikið af fólki samankomið á einum stað.


Þessi vildi ólmur heilsa upp á Fróða

Gamall slökkviliðsbíll

Halla að taka vídjó af mömmu sem þið getið séð á blogginu hennar

Lúðrasveit lögreglunnar var rosa flott, en það voru örugglega um 30 lúðrasveitir í skrúðgöngunni. Við stóðum og horfðum á fólksfjöldanum labba framhjá í rúman hálftíma, en misstum þó af byrjun og enda skrúðgöngunnar. Þetta var bara heilt Ísland!
Eftir hátíðarhöldin fórum ég og Halla í Tusenfryd á meðan mamma heilsaði uppá Klöru í Ski. Það var alveg hreint æðislegt að fara í skemmtigarðinn og við fórum í fullt af brjáluðum tækjum, svona einsog Speedmonster. Halla tók nokkrar myndir, en ég þorði ekki að hafa myndavélina með. Hún setti myndir á fésbókina sína, en ég ætla að setja þær hingað inn þegar ég hef rænt þeim þaðan.
Um kvöldið fórum við í mat til Klöru og því miður gleymdist alveg að taka myndir þar, en við sátum úti á veröndinni þeirra og borðuðum góðan mat og höfðum það gott.

Á laugardeginum mældum við okkur mót við Kötu og fórum svo um borð í ferju sem siglir til eyjanna í Oslófjörðinum. Maður notar bara strætókortið sitt innan Osló og þarf ekkert að borga meir, sem er bara snilld.

Mamma og Fróði í ferjunni, en það var ekkert sérstakt veður heldur rok og skýjað.

Kata kúlisti


Ég og mútta

Bad hairday

Hér erum við komnar á fyrstu eyjuna, Gressholmen. Þar er víst allt morandi í kanínum en við sáum bara maura. Göngustígarnir bókstaflega hreyfðust og ég kramdi svona 10 maura í hvert sinn sem ég drap niður fæti.

Mamma að horfa útyfir Oslófjörðinn


Sést aðeins í aðra eyju sem ég man ekkert hvað heitir :þ

Kata að reyna að komast að því hvaða eyja þetta er

Fróði var sáttur að liggja undir kortinu og grafa eftir maurum

Fróði að módelast

Hér tókum við svo ferjuna aftur

Næsta eyja var Hovedøya en þar voru meðal annars rústir gamals nunnuklausturs og við príluðum auðvitað uppí hæsta turninn


Ég prílaði upp til Kötu og treysti mömmu til að taka fína mynd sem myndi gera allt erfiðið þess virði, þetta var árangurinn:

Hér erum mamma svo á leið heim í bananum

Við stoppuðum í matvörubúðinni og keyptum helling af mat og nytjavörum sem mamma gaf mér. Við ákváðum að ræna kerrunni úr búðinni og rúlla þessu öllu heim. Okkur leið einsog stórglæpamönnum og áttum von á að vera stoppuð af löggunni eða móðum búðarstarfsmanni hvað á hverju.
Við fórum svo á Dolly Dimples sem er pizzastaður og fengum okkur góða pizzu í kvöldmat.

Á sunnudeginum fórum við í messu í Storsalen og svo tókum svo banann til Sognsvann og gengum hringinn kringum vatnið.
Mamma útá bryggju með Fróða


Ég og Fróði sem var ekki par hrifinn af að standa svona nálægt vatninu

Stress geisp

Súrt módel

Þegar við komum heim um fjögurleytið sátu Elsa og Þóra vinkona hennar úti í garði með stráhatta og sötruðu hvítvín. Þóra hefur búið hér í rúm 50 ár. Við settumst með þeim út og fengum köku og kaffi og spjölluðum helling.
Eftir spjallið kom Kata og við elduðum saman ljúffengan mat.

Á mánudeginum hittum við Camillu í Grorud og löbbuðum saman til Lilleroseter sem er 3 og hálfs tíma labb. Við smelltum auðvitað af nokkrum myndum á toppnum.
Ég og Camilla með Fróða sem ætlaði varla að nenna að drattast þetta

Ég og mútta með prinsinn
Við fórum svo í vöfflukaffi til Höllu og Örnu áður en ferðinni var haldið áfram á hundafimiæfingu. Eftir að villast svoldið fundum við skólann sem æfingin var í.
Fróði stóð sig með ljóma og hoppaði gegnum hjólið einsog ekkert væri. Mamma var auðvitað of sein að smella af svo þið verðið bara að taka mig á orðinu.

Vippuna er hann enn að taka í sátt en við náðum miklum árangri og hann labbaði sjálfur uppá hana og yfir meðan hún var látin síga löturhægt niður.

Svo flaug hann upp mønen einsog ekkert væri, ekkert smá flinkur

Ég læt þetta duga í bili og ætla að skríða upp í rúm. Kem með frekari fréttir fljótlega.