Tuesday, September 22, 2009

Nóg að gera

Já það er kannski komið nóg af þessu bloggsvelti. Eins og vanalega get ég ekki sagt að mér leiðist, enda nóg að gera í námi og vinnu. Ég gaf mér þó tíma til að fara á föndurkvöld á laugardagskvöldi, milli vinnu og prófalesturs og það var mjög gaman. Miriam og Vibekke, dýralæknanemi voru á svæðinu og svo annar dýralæknir og maðurinn hennar, hjúkrunarfræðinemi og að lokum vinur hennar Vibekke. Já og Fróði. Við borðuðum köku og föndruðum alls kyns listaverk. Dagurinn í dag var ósköp venjulegur. Examen Facultatum fyrirlestur frá 9-11, svo próflestur og próf frá 12-14. Þarnæst 30 mínútna samtal við tryggingarsölumann hjá Vis Agria, sem ég keypti tryggingu hjá handa Fróða sem ég er mjög ánægð með. Þvínæst töskubúðin, taka upp vörur, selja, þrífa, uppgjör, loka búðinni og heim með tvo fulla matarpoka úr Meny.
Á morgun er grískuheimalærdómur, grískutími, lestur fyrir ExFac og svo heimsókn til Camillu og að lokum vinna og skóli á fimmtudag og föstudag. Í öðrum orðum nóg að gera. Sem er bara ágætt, þá líður tíminn hratt og fyrr en varir verð ég komin heim á klakanna í heimsókn. Ég hlakka þó til helgarinnar, sem er ótrúlegt en satt, ennþá laus, þá er spurning hvað við Fróði gerum af okkur :p