Nóa, eða Tíbráar Tinda Blue Poppy einsog hann heitir í ættbók, var ég svo heppin að fá að ættleiða frá Auði hjá Tíbráar Tind ræktun. Nói er æðislegur félagi. Hann er tryggur og glaður tíbbi sem elskar að fara í laaanga göngutúra og hlaupa laus með voffavinum sínum. Hann elskar líka bangsa og bolta og tekur reglulega uppá allskonar prakkarstrikum, enda er hugvitið í lagi.
Nói er af afar góðum ættum og hefur systkinum hans gengið vel á sýningum og Nói hefur verið sýndur nokkrum sinnum og alltaf fengið fyrstu einkunn og góðan dóm. Fallegur og ljúfur voffi sem er frábær fulltrúi sinnar tegundar. Ég er æfinlega þakklát fyrir að hafa fengið hann Nóa minn og vona við eigum mörg góð ár framundan.
No comments:
Post a Comment