Thursday, August 01, 2013

Spennandi tímar framundan


Ég er búin að vera í Noregi í 2 mánuði núna og ekkert lítið sem ég hef upplifað og lært hér á þessum tíma. Móttökurnar hér hafa verið mjög góðar og samstarfsfélagarnir eru frábærir. Vikurnar frá síðustu færslu hef ég fengið að takast á við ýmsar áskoranir, en hefur þó gengið vel. Ég átti afslappandi og góða helgi með Siggu, æskuvinkonu minni í Arjeplog í Svíþjóð í upphafi mánaðarins, sem reyndist alveg bráðnauðsynleg til að hlaða aðeins batteríin fyrir vikurnar famundan. Ég hef fengið mikið hrós fyrir hvernig ég hef staðið mig og átti ánægjulegan fund með prófastinum i dag sem kom með spennandi tilboð handa mér: Óopinbert loforð um vígslu og fastráðningu sem sóknarprestur i Hattfjelldal gegn því að ég hafi samband við háskólann í Tromsö og taki praktikum þaðan með vinnunni. Þá verður allt gert til að ég fái það frí sem ég þarf til að sinna náminu en sé samt á fullum launum. 
Ég á erfitt með að afþakka svona tilboð, og reikna því með að doka aðeins við hér í Helgeland. Planið er þá að vera í Mosjöen framá næsta vor, í nýju íbúðinni sem ég flutti í um helgina og er svaklega fín og miðsvæðis, og fá á þeim tíma leiðsögn og stuðning frá prestunum hér en flytja svo í nýuppgert prestsetur í Hattfjelldal næsta vor. Það verður því spennandi að sjá hvað framtíðin ber i skauti sér. 
Annars eru líka spennandi hlutir í nánustu framtíð: eftir tvær vikur fer ég að heimsækja stóra brósa og Maríu Erlu og Alexander litla frænda í Gautaborg eftir tvær vikur (og kem kannski heim með lítinn laumufarþega í farteskinu).
Svo í lok mánaðarins tek ég lestina til Oppdal, suður af Þrándheimi, til hennar Bente og við ætlum saman á Hundefestivalen í Þrándheimi, þar sem Nói verður sýndur á laugardeginum og sunnudeginum :)

Sigga með Nóa :)

1 comment:

Anonymous said...

Gaman að fá blogg.
Mjög spennandi tímar framundan :)

Knús Kristín