Wednesday, July 10, 2013

Mánuður í Mosjöen

Ótrúlegt en satt þá er í dag mánuður liðinn frá því ég kom til Mosjøen og hóf störf sem afleysingaprestur hér. Á þeim tíma hef ég séð um/ tekið þátt í 3 guðsþjónustum, skírt eitt barn, verið með tvö skírnarsamtöl, og á morgun verð ég með mína þriðju jarðaför. Allt hefur gengið vonum framar, og ég hef fengið gott feedback frá samstarfsfólki og öðrum. Ég hef nú fengið mitt erfiðasta verkefni á borðið hingað til, en í næstu viku mun ég jarða unga stúlku sem dó úr krabbameini. Það er óhætt að segja að þetta sé mest krefjandi starf sem ég hef sinnt hingað til, en um leið er það gefandi og spennandi.

Um helgina tók ég smá hlé frá látunum í vinnunni og keyrði 400 km suður til Þrándheims á hundasýningu. Það var alveg ágætis ferð og þrátt fyrir leiðinda veður á sunnudeginum naut ég þess að hitta aðra tíbbaeigendur og rölta á milli sölubásanna.

Þessa helgi á ég frí og eftir jarðaförina á morgun keyri ég aðra eins vegalengd, eða um 360 kílómetra, yfir landamærin til Svíþjóðar og til Arjeplog, þar sem ég heimsæki Siggu og við ætlum að fara á tónlistarhátíð í litlum bæ um 2.5 tíma frá Arjeplog, sem heitir Lileå. Það er því ekkert lítið sem Silfurslapi þarf að keyra nú í sumar.

Annars hef ég nú fengið íbúð, sem ég get flutt inní 25 júlí. Hún er um 40 fermetrar og í göngufæri frá vinnunni minni og kostar um 5000 norskar á mánuði, en þá er rafmagn, internet og kabel tv innifalið :)

Auk jarðafararinnar í næstu viku verð ég með Guðsþjónustu 21. júlí í Hattfjelldal kirkju þar sem ég mun skíra tvö börn. Það er því engin hætta á að mér muni leiðast hérna á næstunni ;)

4 comments:

Kári said...

Jahérna! Það er greinilega brjálað að gera hjá þér!

Dauðöfunda þig af þessum endalausu roadtrip-um. Er ekki flott að keyra þarna? Þú ert væntanlega orðin fluglæs á kort og búin að henda GPS-inu í ruslið.

Frábært með íbúðina :)

Helga said...

Haha já það má segja það :D En manni líður ekkert alltaf einsog maður sé í vinnunni :) Kort já hehemm hósthóst. Eg er orðin mjög flink að lesa GPSið mitt kæra :D
Annars er fínt að keyra hérna, ég bið reyndar ennþá eftir að sjá Elg við vegakantinn eða hreindýr en það hlýtur að fara að koma að því :p

Anonymous said...

Vá mér finnst eins og það sé mikið meira en mánuður síðan þú fórst :(
Greinilega nóg að gera hjá þér og ég veit að þú stendur þig með prýði :)

Knús Kristín

Helga said...

Takk fyrir það Kristín min. :) Já, þetta líður bæði hægt og hratt. Vildi ég gæti bara skroppið heim um helgar og verið með fjölskyldu og vinum.