Thursday, April 14, 2011

4 vikna praksís lokið

Jæja, það hlýtur að vera við hæfi að blogga nákvæmlega einum mánuði eftir síðasta blogg. Margt hefur gengið á og síðastliðnar 4 vikur hef ég verið í praksís í Oppsal kirkju hér í Osló. Það var ofsalega skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Ég var stundum svo uppgefin eftir heilan dag, frá morgni til kvölds í kirkjunni, að ég rétt skreið innum dyrnar og uppí rúm. Sem betur fer Hjálpuðu og Halldóra og Ingvar mér með hana Emmu, þegar dagarnir voru svona langir. Annars fékk nú prinsessan nokkrum sinnum að koma með og vakti mikla lukku, sérstaklega hjá prestinum. Presturinn sem við Petter, bekkjarbróðir minn, fylgdum í 4 vikur var rosalega fínn, svakalegur drifkraftur í honum og hann tók rosalega vel á móti okkur. Það var samt frekar skondið að hann er nauðalíkur pabba mínum, sló mig alveg útaf laginu fyrsta daginn, en ég lét Petter taka mynd af okkur saman á símann minn sem ég set hérna inn þegar ég finn snúruna sem tengir símann í tölvuna :p
Ég predikaði svo í fyrsta sinn sunnudaginn 3. apríl. Það var alveg ofsalega skemmtileg reynsla og ég fékk alveg frábær viðbrögð hjá þeim sem hlustuðu. Það er engin miskunn í MF og strax á mánudag byrjaði skólinn aftur, daginn eftir síðasta dag í praksís. Og ekki nóg með það heldur eru 3 verkefnaskil í vikunni, auk fyrirlestra. Ég náði að klára tvö þeirra í dag, svo núna er bara eitt eftir áður en ég er komin í páskafrí! Ég vildi ég gæti farið heim um páskana, en ég mun þó njóta þess að vera í vorblíðunni hérna í Osló og njóta páskanna með Ingvari og Halldóru. Halldóra ætlar meira að segja að koma með páskaegg handa mér :D
Ég er búin að senda inn umsókn í Háskólann í Mag. Teol námið og nú er bara að biðja að ég komist inn. Ég hlakka svooo mikið til að koma heim í haust.
En ég læt fylgja með nokkrar myndir einsog vanalega.
Hundastelpurnar, ég, Saf og Halldóra
 Ingvar með Emmsið
Skuld fínasta sem var í pössun hjá mér meðan hún var að lóða
Emma að vera fín líka
Svo ein af vinkonunum
Læt þetta duga í bili, með loforð um að vera duglegri bloggari einsog vanalega :D