Monday, January 26, 2009

Ég flyt í lok mars!!!

Helgin hjá mér fór nú fyrst og fremst í próflestur og þrif. Ég veit, JOY. Á laugardeginum hittumst ég og Kata niðrí bæ þegar ég var búin að þrífa. Það er búið að snjóa svoleiðis heilan helling hérna í Osló þannig að allt var á kafi í hvítum snjó. Við Kata tókum Trikken eitthvert út í buskann til að finna verslun þar sem við gætum keypt spasl og málningu og það sem þarf til að laga dyrakarminn hjá mér sem Fróði ÁT þegar hann var einn heima. Við löbbuðum í marga hringi í snjónum þar til við loksins fundum Ekebergveien 158 þar sem umrædd verslun átti að vera til húsa. Þar var þó ekkert annað en einbýlishús svo þetta var orðin hin mesta fýluferð. Við fundum þó flotta dýrabúð þar sem ég keypti 500 grömm af svaka góðu hundanammi handa Fróða. Það er alveg í fullkominni bitastærð og Fróði elskar það. Svo ég var bara nokkuð sátt, en þó ekki Kata þar sem hún borðar ekki hundanammi. Við tókum Trikken svo að endastöðinni sem er þó í hálftíma göngufjarlægð frá heimilinu mínu svo við þurftum að vaða snjóinn aftur. Þegar við vorum rétt lagðar af stað rákum við þó augun í Málningavöruverslun. Við fórum nottla beint þangað inn og ég sagði afgreiðslumanninum að hundurinn minn hefði étið dyrakarminn hjá mér og hvað hann ætti til að laga það. Fyrst horfði hann bara forviða á mig og Fróða til skiftis, en hristi hann bara hausinn og fann til það sem við þurftum.
Þegar við komum svo heim gátum við hafið verkið, en það má bara bera 4 mm af spaslinu á í einu og svo þarf það að þorna í 24 tíma áður en maður má setja næsta lag svo þetta tekur soldinn tíma.
Á sunnudag fór ég aftur í Forlagið að þrífa og svo heim að lesa fyrir prófið og horfa á Life svona inná milli. Í dag hélt próflesturinn áfram auk þess sem ég þvoði hálft tonn af þvotti. Ég sendi Liv meil á laugardag þar sem ég sagði upp íbúðinni og bauðst til að auglýsa íbúðina fyrir hana í skólanum. Liv tók ekkert illa í þetta, bara mun betur en ég átti von á og þáði með þökkum að ég myndi auglýsa hana og þá á 650 norskum krónum minna á mánuði en það sem ég hef verið að borga. Hún bauð mér líka að vera áfram gegn því að lækka leiguna en ég er ákveðin í að flytja.
Þannig að það er orðið opinbert, ég flyt síðustu vikuna í mars og ég get ekki beðið :D


Friday, January 23, 2009

Búin að sjá íbúðina!!!

Ég hef verið á kafi í próflestri þessa viku, enda próf á miðvikudaginn. Því miður er lestrarbókin fremur þur og ruglingslega uppsett svoleiðis að mér finnst ég næstum skilja minn við að lesa þetta allt saman. Síminn minn tók uppá því að bila, enda algert drasl frá upphafi svo ekki var við öðru að búast. Camilla var svo indæl að gefa mér gamla símann sinn, sem ég er rosalega ánægð og þakklát fyrir. Í dag hringdi Elsa í mig, konan sem er með íbúðina og spurði hvort ég gæti komið í dag frekar. Ég sló bara til og fór til hennar eftir skóla, því miður ekki með myndavél með mér. En íbúðin er GEGGJUÐ!!! Þetta er risíbúð á efri hæðinni í gömlu húsi. Það er afar hátt til lofts og fyrir utan baðherbergi og geymslu er hún 42 fermetrar!!! Íbúðin er staðsett í Ullevåll sem er afar fallegt og gamalt hverfi rétt útfyrir miðbæinn. Í íbúðinni er eldavél, ísskápur, risastór frystikista, flestallt sem þarf til baksturs, þvottavél (sem ég deili með Elsu), GEÐVEIKUR hornsófi sem rúmar ca 8manns!!!! Glersófaborð, borðstofuborð og stólar, geymsla, þvottagrind.............Þetta er semsagt bara of fullkomið. Leigan er bara 4000 norskar á mánuði og tryggingin bara einn mánuður. Þar sem ég þarf að flytja úr íbúðinni 26.júní til 1.ágúst borga ég bara hálfan mánuð í júní og ekkert fyrir júlí. Ég flyt inn síðustu vikuna í mars og þá viku förum ég og Elsa í IKEA því hún ætlar að leyfa mér að velja matarstell, kerti, dúka og svona dúllerí fyrir íbúðina sem mig langar í og hún borgar!!!!!! Fróði er nottla velkominn einsog alltaf og hún bauðst jafnvel til að passa hann fyrir mig :D
Ég er sko að farast úr spenningi, það verður æði að flytja í þetta húsnæði. Ég ætla svo að semja bréf til Liv á morgun og segja upp íbúðinni formlega.
Ég veit ekki alveg hvað ég ætla að gera í júlí, þegar ég verð heimilislaus, en Camilla er búin að bjóðast til að passa Fróða ef ég fer eitthvað af landinu :þ
Hef þetta ekki lengra, en Guð er yndislegur!!!

Tuesday, January 20, 2009

Mamma búin í aðgerðinni og námslánið á leiðinni

Helgin var ágæt hjá mér en ég stóð þó í þrifum bæði föstudag, laugardag og sunnudag. Í gær hitti ég Kötu eftir skóla og við fórum í smá verslunarleiðangur að kaupa bækur til að skrifa í og penna. Þegar við vorum staddar inní stærstu verslunarmiðstöðinni í bænum heyrðist allt í einu rosalegur hávaði í hátalarakerfinu var okkur tilkynnt að eldur hefði komið upp og allir ættu að yfirgefa bygginguna. Við þurftum bara að leggja frá okkur það sem við höfðum verið að skoða og afgreiðslufólkið gekk frá kassanum í miðri afgreiðslu. Það myndaðist auðvitað örtröð við alla útgangana en það var þó enginn sem panikkaði og það gekk alveg fáránlega hratt að tæma þessa risabyggingu. Ég er nú ekki að sjá neitt svona fyrir mér heima á klakanum, það hefði enginn hreyft sig þó eitthvað brunavarnakerfi færi í gang! Þetta reyndist ekkert alvarlegt og það var búið að opna verslunarmiðstöðina aftur innan við klukkutíma síðar svo ég og Kata gátum klárað innkaupin og fórum svo heim til Kötu og elduðum saman mat.
Ég hringdi í bankann í dag og nú ætti lánið mitt loks að vera á leiðinni inná norska reikninginn minn og ég vona það gerist fyrir helgi. Mamma fór í aðgerðina á hnénu í gær og það gekk bara rosa vel. Hún var vakandi í aðgerðinni svo Kári lánaði henni ipodinn sinn og pabbi lét hana hafa einhver svaka hágæða heyrnartól svo hún hlustaði bara á klasíska tónlist í toppgæðum á meðan á aðgerðinni stóð. Hún var nefnilega búin að vera með áhyggjur af að þurfa að heyra eitthvað þegar þeir væru að saga í beinið, sem ég skil mjög vel. Núna liggur hún inni, alveg uppdópuð á verkjalyfjum en fær væntanlega að fara heim fyrir helgi. Ég hef samt doldlar áhyggjur af henni því það er svo mikið af stigum heima og hún verður ein um helgina, svo endilega hafið hana í bænum ykkar.
Ég hringdi í Örnu, íslendingaprestinn, í dag að þakka henni fyrir að gefa mér svona góð meðmæli við Elsu og benda mér á íbúðina sem hún er að leigja út. Hún bauð mér í mat svo ég og Fróði erum á leiðinni þangað á eftir, en það verður bara mjög gaman að hitta hana aftur.
Guð veri með ykkur.

Friday, January 16, 2009

Óvænt símtal

Í dag var annar dagurinn í nýju vinnunni minni hjá bókaforlaginu. Ég mætti með Fróða klukkan 10 í morgun og þá tók María á móti mér. Það tók ca 3 tíma að þvo, enda þurftum við stundum að bíða eftir að geta þrifið skrifstofurnar þar sem allir rithöfundarnir og útgefendurnir voru í vinnunni. Fróði vakti mikla aðdáun hjá einum rithöfundinum sem var mjög fyndinn og furðulegur. Á einni skrifstofunni voru ca 10 bækur í ruslinu sem átti að henda svo ég hirti tvær þeirra sem virtust áhugaverðar. Þegar ég var búin að þvo hringdi Elsa í mig, sú sem á íbúðina sem ég ætla að flytja í. Þá hafa aðstæður breyst og íbúðin verður laus um miðjan mars í staðinn fyrir ágúst!!! Svoleiðis að Elsa bauð mér að koma þá, þó er sá hængur á að í júlí var hún búin að lofa dóttur sinni að vera í íbúðinni á meðan hún væri í heimsókn. Það þýðir að í júlí yrðum ég og Fróði heimilislaus og spurning hvernig ég leysi það. Ég sagðist ætla að tala við leigusalann minn og hugsa málið, en ég fer og hitti Elsu á laugardag í næstu viku. Ég er enn í smá sjokki, enda kom þetta heldur flatt uppá mig. Ég er samt alveg til í að flytja þangað, enda er þetta helmingi stærra, 1200 norskum krónum ódýrara og í göngufjarlægð frá skólanum. Vandamálið er þó að ég set Liv, leigusalann minn í vonda stöðu með því að segja upp íbúðinni núna, sem mér er afar illa við. Ég hringdi í hana í kvöld og lét hana vita hvað ég væri að spá og hún var auðvitað ekki ánægð að heyra það.
Ég er alveg ringluð hvað ég á að gera, en þið megið endilega biðja fyrir þessu.
Eftir þetta ruglingslega símtal hitti ég Camillu á Nationaltheatret og hún bauð mér í súpu og brauð á kaffihúsi niðrí bæ sem var mjög kósí.
Ég bíð enn eftir að geta millifært námslánin mín en vonandi verður það hægt í næstu viku.
Á morgun þarf ég að vakna snemma aftur þar sem ég fer til hennar Klöru að þrífa hjá henni.
Það verður fínt að hitta hana aftur og spjalla og ég ætla líka að leggja þessi íbúðarmál fyrir hana.
Guð blessi ykkur

Thursday, January 15, 2009

Peysan tilbúin!!!

Jæja, þá hef ég lokið við meistaraverkið! Þetta tók á og ég hefði ekki getað þetta án Kötu, míns dygga aðstoðarmanns, en ég er bara nokkuð ánægð með árangurinn.
Ég komst semsagt að því þegar ég var rétt byrjuð á prjónaskapnum að peysan yrði aðeins dýrari en ég hélt þar sem garnið er 100% norsk ull og ekki alveg gefins!

Peysan var nottla vígð í dag og eftir skóla fór ég með Fróða í labbitúr í skóginn með myndavélina meðferðis.


Hann er nottla bara flottasta módelið sko :þ



Ég fann svo nokkrar myndir til viðbótar á vélinni sem ég læt fylgja með af okkur hundavinkonunum, eða frá kvöldinu áður en ég kom hingað út aftur:

Ég og elsku bestasta Fjóla mín
Fjóla og Fannar sætilíus

Gengið: Fjóla, Kristín og ég ásamt voffunum


Ég sakna ykkar svo hrikalega bara við að skoða þessar myndir :(
En nú erum ég og Kata að fara að elda einhverskonar pasta úr ódýru stúdenta matreiðslubókinni svo ég læt þetta duga í bili.
Guð veri með ykkur!

Wednesday, January 14, 2009

Fyrsti skoladagurinn

Bara nokkur ord herna tar sem fyrsti skoladagurinn er hafinn! I gaer heldum eg og Kata uppa afmælid hennar med tvi ad elda kjuklingarettinn fræga og borda jolagotteri. Eg gaf henni rosa sæt nattføt sem eg keypti a januarutsølunni herna uti. Eg sit nu i tølvuherberginu i skolanum med Henriette, Marte og Camillu. Tad er bara mjøg fint ad vera byrjud aftur og hitta allar frabæru vinkonurnar minar herna i MF. Eftir skola fer eg svo og kaupi einn garnhnykil til vidbotar svo eg og Kata getum lokid vid peysuna sem vid erum ad prjona handa Froda. Hun verdur sko geggjad flott ef hun heppnast vel, en eg lofa ad setja myndir tegar hun er tilbuin. Eg hef tetta ekki lengra i bili enda byrjar næsti timi von bradar, en knus a linuna og takk fyrir sidast.

Monday, January 12, 2009

HELLINGUR AF MYNDUM FRÁ GAMLÁRSKVÖLDI!!!!

Þetta hefur verið ágætis helgi. Í gær var soldill letidagur, en Kata kom til mín eftir hádegi og við elduðum saman kartöflurétt úr stúdenta matreiðslubókinni. Í dag hitti ég Camillu og við fórum saman í göngutúr í skóginum með Fróða. Það var mjög fínt, en reyndar flughált svo við fórum bara stuttan hring. Svo fór ég til Kötu og við fengum okkur pizzu og spiluðum og spjölluðum svo restina af kvöldinu. Ég fékk símhringingu frá Elsu sem á íbúðina sem ég vil endilega flytja í í ágúst. Elsu leist rosa vel á mig og ég fer vonandi fljótlega að skoða íbúðina sem er 42 fermetrar, eða 60% stærri en sú sem ég bý í núna. Þetta verður þó ekki fyrr en í ágúst, en ég er rosa spennt nú þegar.
Ég notaði svo restina af kvöldinu í að fara í gegnum allar myndirnar frá gamlárskvöldi og henda þeim hér inn í fullum gæðum, svo njótið vel :D

Pabbi og mamma með blys útí garði

Lára, mamma og ég:


María Erla

Mamma og Lára

Ég og Kári litli brósi

Hjalti og pabbi sætastir

Feðgarnir allir saman

Kári og pabbi

María Erla og Hjalti

Við systurnar

Gamla settið


Pabbi, Kári og María

Ég og María Erla

María, ég, pabbi, María og Lára (Kári í bakgrunn)


Útsýnið úr garðinum okkar

Stjörnuljósið hennar mömmu

Smá svona fönkí mynd af Láru í ljósinu frá flugeldunum

Kári og Lára

Hjalti

Smá svona artí



Ég og pabbi

Skötuhjúin

Hin hefðbundna gamlárspizza

Hjalti og María

Kári og Lára

Lára, Kári og María

Svo nokkrar frá öðrum í jólum:

Kári með lokuð augun...AGAIN



Jæja, held þetta sé feikinóg í bili, farin að sofa. Góða nótt!

Friday, January 09, 2009

Gleðilegt nýtt ár

Jæja, þetta er nú vægast sagt agaleg blogg frammistaða. En þetta er fyrsta bloggið á nýju ári svo ég óska ykkur öllum góðs nýs árs. Eftir æðislegan tíma á Íslandinu góða í faðmi fjölskyldu og vina er ég nú aftur komin á vit ævintýranna í Noregi. Ég var svo heppin að Kata vinkona var samferða mér, en hún verður skiptinemi í Háskólanum í Oslo í eina önn. Það er nottla bara geggjað. Þrátt fyrir söknuðinn og sársaukann sem fylgdi því að kveðja fjölskylduna mína og vinina heima á Íslandi er ég nú full eftirvæntingar, tilbúin að takast á við nýja önn í mínum frábæra skóla. Ég og Kata komum hingað vel klyfjaðar enda hafði ég fyrir því að taka hjólið mitt með. Við erum svo búnar að vera á fullu í að útrétta síðan við komum út, ég sótti um skattkortið mitt í dag og í gær fór ég í skólann að ná í einkunnina mína og senda til Íslands. Ég er ekkert smá ánægð með árangur síðustu annar en ég fék B!!!! Þetta er nottla ofar öllum vonum og ég þakka bara Guði fyrir þessa frábæru einkunn, enda á Hann allan heiður skilinn fyrir hana. Nú svo er auðvitað bara stefnt á A fyrir næstu önn :þ
Það er svo líka æðislegt að vera búin að fá Fróða kallinn aftur til mín. Hann fagnaði mér ekkert smá og svo var hann bara uppgefinn og lagðist í fangið á mér og sofnaði þegar ég og Kata fórum að ná í hann heima hjá Camillu í fyrradag.
Arna, Íslendingapresturinn hér úti, hringdi í mig í gær og bauð mér vinnu annahvern sunnudag í íslensku kennslunni á vegum íslenska safnaðarins hér úti. Ég þáði auðvitað með þökkum, enda frábært að geta orðið að einhverju liði. Til viðbótar sagði hún mér að íslensk kona sem er að vinna með henni sé að leita að leigjanda í risíbúð í ágúst og sagðist hafa mælt með mér. Íbúðin er nokkuð stærri en mín og mun nær skólanum og kostar bara 4000 kr. á mánuði með straum og öllu sem er 1150 kr. minna en það sem ég er að borga fyrir íbúðina mína. Ég sagðist auðvitað vera til en Arna gaf henni númerið mitt svo nú bíð ég bara eftir að heyra frá henni.
Á morgun er planið að taka því aðeins rólega og heyra kannski í Camillu og fara með henni í labbitúr og bjóða Kötu með.
Það er svo hellingur af myndum frá jólunum og áramótunum sem ég ætla henda hér inn á næstu dögum :D
Guð blessi ykkur og gefi ykkur frábært nýtt ár hvar sem þið eruð í heiminum stödd!!!