Friday, January 23, 2009

Búin að sjá íbúðina!!!

Ég hef verið á kafi í próflestri þessa viku, enda próf á miðvikudaginn. Því miður er lestrarbókin fremur þur og ruglingslega uppsett svoleiðis að mér finnst ég næstum skilja minn við að lesa þetta allt saman. Síminn minn tók uppá því að bila, enda algert drasl frá upphafi svo ekki var við öðru að búast. Camilla var svo indæl að gefa mér gamla símann sinn, sem ég er rosalega ánægð og þakklát fyrir. Í dag hringdi Elsa í mig, konan sem er með íbúðina og spurði hvort ég gæti komið í dag frekar. Ég sló bara til og fór til hennar eftir skóla, því miður ekki með myndavél með mér. En íbúðin er GEGGJUÐ!!! Þetta er risíbúð á efri hæðinni í gömlu húsi. Það er afar hátt til lofts og fyrir utan baðherbergi og geymslu er hún 42 fermetrar!!! Íbúðin er staðsett í Ullevåll sem er afar fallegt og gamalt hverfi rétt útfyrir miðbæinn. Í íbúðinni er eldavél, ísskápur, risastór frystikista, flestallt sem þarf til baksturs, þvottavél (sem ég deili með Elsu), GEÐVEIKUR hornsófi sem rúmar ca 8manns!!!! Glersófaborð, borðstofuborð og stólar, geymsla, þvottagrind.............Þetta er semsagt bara of fullkomið. Leigan er bara 4000 norskar á mánuði og tryggingin bara einn mánuður. Þar sem ég þarf að flytja úr íbúðinni 26.júní til 1.ágúst borga ég bara hálfan mánuð í júní og ekkert fyrir júlí. Ég flyt inn síðustu vikuna í mars og þá viku förum ég og Elsa í IKEA því hún ætlar að leyfa mér að velja matarstell, kerti, dúka og svona dúllerí fyrir íbúðina sem mig langar í og hún borgar!!!!!! Fróði er nottla velkominn einsog alltaf og hún bauðst jafnvel til að passa hann fyrir mig :D
Ég er sko að farast úr spenningi, það verður æði að flytja í þetta húsnæði. Ég ætla svo að semja bréf til Liv á morgun og segja upp íbúðinni formlega.
Ég veit ekki alveg hvað ég ætla að gera í júlí, þegar ég verð heimilislaus, en Camilla er búin að bjóðast til að passa Fróða ef ég fer eitthvað af landinu :þ
Hef þetta ekki lengra, en Guð er yndislegur!!!

3 comments:

Fjóla Dögg said...

vá gegjað Helga til hamingju með þetta. Þú átt þetta svo sannarlega skilið elsku dúllan mín.
Sakna ykkar

Kv Fjóla, Davið og Moli

Anonymous said...

Þetta hljómar nú ansi vel hlakka til að sjá íbúðina :D Mér þætti það ekkert leiðinlegt ef þú kæmir til Íslands í júlí ;)Ég er í fríi á leikskólanum 20-30júlí þannig ég tek bara auka frí til að koma til þín og Fjólu ;)

Kristín

Helga said...

Takk fyrir það Fjóla mín :D
Já, ég hlakka ekkert smá til að þú komir og sjáir íbúðina, Kristín. Það verður bara geggjað :D