Thursday, January 15, 2009

Peysan tilbúin!!!

Jæja, þá hef ég lokið við meistaraverkið! Þetta tók á og ég hefði ekki getað þetta án Kötu, míns dygga aðstoðarmanns, en ég er bara nokkuð ánægð með árangurinn.
Ég komst semsagt að því þegar ég var rétt byrjuð á prjónaskapnum að peysan yrði aðeins dýrari en ég hélt þar sem garnið er 100% norsk ull og ekki alveg gefins!

Peysan var nottla vígð í dag og eftir skóla fór ég með Fróða í labbitúr í skóginn með myndavélina meðferðis.


Hann er nottla bara flottasta módelið sko :þ



Ég fann svo nokkrar myndir til viðbótar á vélinni sem ég læt fylgja með af okkur hundavinkonunum, eða frá kvöldinu áður en ég kom hingað út aftur:

Ég og elsku bestasta Fjóla mín
Fjóla og Fannar sætilíus

Gengið: Fjóla, Kristín og ég ásamt voffunum


Ég sakna ykkar svo hrikalega bara við að skoða þessar myndir :(
En nú erum ég og Kata að fara að elda einhverskonar pasta úr ódýru stúdenta matreiðslubókinni svo ég læt þetta duga í bili.
Guð veri með ykkur!

9 comments:

Fjóla Dögg said...

oh gaman gaman myndir. Vá hvað Fróði er flottur í peysuni ekkert smá mikill töffari ;).
Ég á líka erfitt með að sjá þessar mynri af okkur þríeikinu og verða ekki hálf blaut í kringum augun. Sakna ykkar beggja svo svo svo mikið.
En vissir þú að Kristín er að spá í að koma um páskana til mín og var að spá hvort þú kæmist þá?

kvær kveðja Fjóla og Moli

Helga said...

Oh, það væri sko bara draumur í dós get ég sagt þér ef ég gæti komið í heimsókn um páskana. Hvenær eru páskarnir í ár? Ég gæti fundið tíma og pössun fyrir Fróða og mögulega frí frá vinnunni en þá vantar bara pening :(
Knús frá mér og Fróðamús

Fjóla Dögg said...

Við skulum hugsa þetta með Páskana og sjá með Kristínu

Kv Fjóla og Moli

Davíð Örn said...

Stórfín peysa hjá þér! Mér finnst lélegt að Norðmennirnir gefi ekki ullina sína, sérstaklega þegar það á að nota hana í svona fína peysu!

Helga said...

Takk fyrir það :D Haha, já, þetta er nú frekar lélegt af þessum nossurum, bætir allavega ekki ímynd þeirra í hinu alþjóða samfélagi :þ

Anonymous said...

Já mér líst nátturulega rosalega vel á þessa peysu. Ekkert smá flott. það verður bara fjöldarfamleiðsla á Tíba peysum og selt dýrum dómum, og þá er Helga komin með $ fyri Flórídaferð. En án als gríns, Það kemur að því fyrr eða síðar að Helga fari til USA að heimsækja ykkur Fjólu og Davíð ég er VISS um það.

Anonymous said...

Rosa flott peysa og Fróði notlega flottastur í henni :D
En með páskana þá kemst ég ekki ef það verða hvolpar þeir verða svo litir í apríl þegar páskarnir eru.. svo er systir mín að fermast þannig það er aðeins erfiðara en ég kæmist þá ekki fyrr en 6.apíl (mánudagur) en sjáum til ég fer með Sóldísi í sónar í lok mánaðarins :)

Kristín

Anonymous said...

[B]NZBsRus.com[/B]
Escape Slow Downloads With NZB Downloads You Can Instantly Find HD Movies, Console Games, MP3 Albums, Software & Download Them at Rapid Rates

[URL=http://www.nzbsrus.com][B]Newsgroup Search[/B][/URL]

Anonymous said...

You could easily be making money online in the underground world of [URL=http://www.www.blackhatmoneymaker.com]blackhat team[/URL], You are far from alone if you haven’t heard of it before. Blackhat marketing uses alternative or little-understood avenues to build an income online.