Friday, January 09, 2009

Gleðilegt nýtt ár

Jæja, þetta er nú vægast sagt agaleg blogg frammistaða. En þetta er fyrsta bloggið á nýju ári svo ég óska ykkur öllum góðs nýs árs. Eftir æðislegan tíma á Íslandinu góða í faðmi fjölskyldu og vina er ég nú aftur komin á vit ævintýranna í Noregi. Ég var svo heppin að Kata vinkona var samferða mér, en hún verður skiptinemi í Háskólanum í Oslo í eina önn. Það er nottla bara geggjað. Þrátt fyrir söknuðinn og sársaukann sem fylgdi því að kveðja fjölskylduna mína og vinina heima á Íslandi er ég nú full eftirvæntingar, tilbúin að takast á við nýja önn í mínum frábæra skóla. Ég og Kata komum hingað vel klyfjaðar enda hafði ég fyrir því að taka hjólið mitt með. Við erum svo búnar að vera á fullu í að útrétta síðan við komum út, ég sótti um skattkortið mitt í dag og í gær fór ég í skólann að ná í einkunnina mína og senda til Íslands. Ég er ekkert smá ánægð með árangur síðustu annar en ég fék B!!!! Þetta er nottla ofar öllum vonum og ég þakka bara Guði fyrir þessa frábæru einkunn, enda á Hann allan heiður skilinn fyrir hana. Nú svo er auðvitað bara stefnt á A fyrir næstu önn :þ
Það er svo líka æðislegt að vera búin að fá Fróða kallinn aftur til mín. Hann fagnaði mér ekkert smá og svo var hann bara uppgefinn og lagðist í fangið á mér og sofnaði þegar ég og Kata fórum að ná í hann heima hjá Camillu í fyrradag.
Arna, Íslendingapresturinn hér úti, hringdi í mig í gær og bauð mér vinnu annahvern sunnudag í íslensku kennslunni á vegum íslenska safnaðarins hér úti. Ég þáði auðvitað með þökkum, enda frábært að geta orðið að einhverju liði. Til viðbótar sagði hún mér að íslensk kona sem er að vinna með henni sé að leita að leigjanda í risíbúð í ágúst og sagðist hafa mælt með mér. Íbúðin er nokkuð stærri en mín og mun nær skólanum og kostar bara 4000 kr. á mánuði með straum og öllu sem er 1150 kr. minna en það sem ég er að borga fyrir íbúðina mína. Ég sagðist auðvitað vera til en Arna gaf henni númerið mitt svo nú bíð ég bara eftir að heyra frá henni.
Á morgun er planið að taka því aðeins rólega og heyra kannski í Camillu og fara með henni í labbitúr og bjóða Kötu með.
Það er svo hellingur af myndum frá jólunum og áramótunum sem ég ætla henda hér inn á næstu dögum :D
Guð blessi ykkur og gefi ykkur frábært nýtt ár hvar sem þið eruð í heiminum stödd!!!

1 comment:

Fjóla Dögg said...

Hæ hæ Helga

Allt gengur vel hjá mér og hlakka til að heyra meira frá þér.

kv Fjóla og Moli á Flórída