Helgin var ágæt hjá mér en ég stóð þó í þrifum bæði föstudag, laugardag og sunnudag. Í gær hitti ég Kötu eftir skóla og við fórum í smá verslunarleiðangur að kaupa bækur til að skrifa í og penna. Þegar við vorum staddar inní stærstu verslunarmiðstöðinni í bænum heyrðist allt í einu rosalegur hávaði í hátalarakerfinu var okkur tilkynnt að eldur hefði komið upp og allir ættu að yfirgefa bygginguna. Við þurftum bara að leggja frá okkur það sem við höfðum verið að skoða og afgreiðslufólkið gekk frá kassanum í miðri afgreiðslu. Það myndaðist auðvitað örtröð við alla útgangana en það var þó enginn sem panikkaði og það gekk alveg fáránlega hratt að tæma þessa risabyggingu. Ég er nú ekki að sjá neitt svona fyrir mér heima á klakanum, það hefði enginn hreyft sig þó eitthvað brunavarnakerfi færi í gang! Þetta reyndist ekkert alvarlegt og það var búið að opna verslunarmiðstöðina aftur innan við klukkutíma síðar svo ég og Kata gátum klárað innkaupin og fórum svo heim til Kötu og elduðum saman mat.
Ég hringdi í bankann í dag og nú ætti lánið mitt loks að vera á leiðinni inná norska reikninginn minn og ég vona það gerist fyrir helgi. Mamma fór í aðgerðina á hnénu í gær og það gekk bara rosa vel. Hún var vakandi í aðgerðinni svo Kári lánaði henni ipodinn sinn og pabbi lét hana hafa einhver svaka hágæða heyrnartól svo hún hlustaði bara á klasíska tónlist í toppgæðum á meðan á aðgerðinni stóð. Hún var nefnilega búin að vera með áhyggjur af að þurfa að heyra eitthvað þegar þeir væru að saga í beinið, sem ég skil mjög vel. Núna liggur hún inni, alveg uppdópuð á verkjalyfjum en fær væntanlega að fara heim fyrir helgi. Ég hef samt doldlar áhyggjur af henni því það er svo mikið af stigum heima og hún verður ein um helgina, svo endilega hafið hana í bænum ykkar.
Ég hringdi í Örnu, íslendingaprestinn, í dag að þakka henni fyrir að gefa mér svona góð meðmæli við Elsu og benda mér á íbúðina sem hún er að leigja út. Hún bauð mér í mat svo ég og Fróði erum á leiðinni þangað á eftir, en það verður bara mjög gaman að hitta hana aftur.
Guð veri með ykkur.
Ég hringdi í bankann í dag og nú ætti lánið mitt loks að vera á leiðinni inná norska reikninginn minn og ég vona það gerist fyrir helgi. Mamma fór í aðgerðina á hnénu í gær og það gekk bara rosa vel. Hún var vakandi í aðgerðinni svo Kári lánaði henni ipodinn sinn og pabbi lét hana hafa einhver svaka hágæða heyrnartól svo hún hlustaði bara á klasíska tónlist í toppgæðum á meðan á aðgerðinni stóð. Hún var nefnilega búin að vera með áhyggjur af að þurfa að heyra eitthvað þegar þeir væru að saga í beinið, sem ég skil mjög vel. Núna liggur hún inni, alveg uppdópuð á verkjalyfjum en fær væntanlega að fara heim fyrir helgi. Ég hef samt doldlar áhyggjur af henni því það er svo mikið af stigum heima og hún verður ein um helgina, svo endilega hafið hana í bænum ykkar.
Ég hringdi í Örnu, íslendingaprestinn, í dag að þakka henni fyrir að gefa mér svona góð meðmæli við Elsu og benda mér á íbúðina sem hún er að leigja út. Hún bauð mér í mat svo ég og Fróði erum á leiðinni þangað á eftir, en það verður bara mjög gaman að hitta hana aftur.
Guð veri með ykkur.
3 comments:
Gott að allt gekk vel með mömmu þína. og já með brunavarnarkefið ég er ekki viss um að við Islendingar myndum hreifa okkur þótt eld tungurnar væru farnar að sleikja á okkur rassin ;D.
En ég get ekki beðið að sjá myndir af nýju íbúðinni þegar þú loksins flitur og þú ert svo dugleg að vinna, ég er svo stolt af þér.
Lov ya Fjóla, Davíð og Moli
Nóg að gera hjá þér :)
Frábært að aðgeðrin gekk svona vel :)
Kristín
Nei, við Kata vorum nokkuð sammála um það að heima myndi enginn hreyfa sig. Ég get sjálf ekki beðið eftir að fara og sjá íbúðina á laugardag heldur, ég ætla að taka myndavélina með og taka myndir ef ég má :D
Já, ég var rosa ánægð að heyra hvað þetta gekk vel, vildi bara ég gæti farið á spítalann og heimsótt hana múttu og dekrað smá við hana þegar hún verður komin heim :(
Og já, það er sko nóg að gera :D
Knús og kveðjur á ykkur báðar
Post a Comment