Monday, January 26, 2009

Ég flyt í lok mars!!!

Helgin hjá mér fór nú fyrst og fremst í próflestur og þrif. Ég veit, JOY. Á laugardeginum hittumst ég og Kata niðrí bæ þegar ég var búin að þrífa. Það er búið að snjóa svoleiðis heilan helling hérna í Osló þannig að allt var á kafi í hvítum snjó. Við Kata tókum Trikken eitthvert út í buskann til að finna verslun þar sem við gætum keypt spasl og málningu og það sem þarf til að laga dyrakarminn hjá mér sem Fróði ÁT þegar hann var einn heima. Við löbbuðum í marga hringi í snjónum þar til við loksins fundum Ekebergveien 158 þar sem umrædd verslun átti að vera til húsa. Þar var þó ekkert annað en einbýlishús svo þetta var orðin hin mesta fýluferð. Við fundum þó flotta dýrabúð þar sem ég keypti 500 grömm af svaka góðu hundanammi handa Fróða. Það er alveg í fullkominni bitastærð og Fróði elskar það. Svo ég var bara nokkuð sátt, en þó ekki Kata þar sem hún borðar ekki hundanammi. Við tókum Trikken svo að endastöðinni sem er þó í hálftíma göngufjarlægð frá heimilinu mínu svo við þurftum að vaða snjóinn aftur. Þegar við vorum rétt lagðar af stað rákum við þó augun í Málningavöruverslun. Við fórum nottla beint þangað inn og ég sagði afgreiðslumanninum að hundurinn minn hefði étið dyrakarminn hjá mér og hvað hann ætti til að laga það. Fyrst horfði hann bara forviða á mig og Fróða til skiftis, en hristi hann bara hausinn og fann til það sem við þurftum.
Þegar við komum svo heim gátum við hafið verkið, en það má bara bera 4 mm af spaslinu á í einu og svo þarf það að þorna í 24 tíma áður en maður má setja næsta lag svo þetta tekur soldinn tíma.
Á sunnudag fór ég aftur í Forlagið að þrífa og svo heim að lesa fyrir prófið og horfa á Life svona inná milli. Í dag hélt próflesturinn áfram auk þess sem ég þvoði hálft tonn af þvotti. Ég sendi Liv meil á laugardag þar sem ég sagði upp íbúðinni og bauðst til að auglýsa íbúðina fyrir hana í skólanum. Liv tók ekkert illa í þetta, bara mun betur en ég átti von á og þáði með þökkum að ég myndi auglýsa hana og þá á 650 norskum krónum minna á mánuði en það sem ég hef verið að borga. Hún bauð mér líka að vera áfram gegn því að lækka leiguna en ég er ákveðin í að flytja.
Þannig að það er orðið opinbert, ég flyt síðustu vikuna í mars og ég get ekki beðið :D


4 comments:

Anonymous said...

Nice til hamingju með það. :D

Helga said...

Takk fyrir það :D
Svo er nottla skylda að koma og heimsækja systur þína við tækifæri, þegar hún verður komin í svona stóra og fína íbúð ;)

Fjóla Dögg said...

til hamingju með íbúðina Hela mín.

Kári said...

Já, það fer samt eftir aðstöðunni. Hvaða dagskrá hefuru fyrir gesti þína? hve margrir fermetrar er gestaálman? Hvaða stöðvar nást í bíósalnum í gestaálmunni? Hver er matseðillinn?