Monday, February 02, 2009

Hundafimi er æði

Það er alltof langt liðið frá síðustu færslu, en það orsakast bæði af netleysi og annríki síðustu viku. Í síðustu viku fór ég í Elkjøp, sem er það sama og Elkó heima og keypti prentara og DVD tæki með usb tengi svo ég get spilað efni af tölvunni minni í sjónvarpinu sem er bara snilld. Prentarinn kostaði bara 499 krónur, enda sá ódýrasti og einfaldasti frá HP. Það kom svo á daginn að prentarinn sem ég var búin að kaupa var ekki til á lager og eftir svoldið vesen endaði þetta á því að ég fékk í staðinn mun flottari týpu af HP ljósmyndaprentara með skanna og öllum græjum á sama verði, en hann hafði verið á tilboði á 999 krónur!!!! Ég er nottla hæstánægð með þessi kaup og lengi þráð að hafa prentara og DVD tæki.
Um helgina fór ég á grunnnámskeið í hundafimi með Fróða og það var ÆÐI. Ég var búin að vera stressuð hvernig Fróði mundi bregðast við hinum hundunum á námskeiðinu, en það var óþarfi þar sem hann var einsog engill næstum allan tímann. Á námskeiðinu voru ca 15 hundar og eigendur þeirra, allir nema 2 voru smáhundar, sem var rosa fínt. Milli þess sem yfirþjálfarinn var með fyrirlestra vorum við að þjálfa í smágrúppum, en námskeiðið fór fram í svona einskonar bragga í Hellerudsletta, sem er ca hálftíma frá miðbæ Oslóar. Það var reyndar ÍSkalt inní þessum bragga, eflaust svona mínus 10 á selsíus svo það var eins gott að halda sér á hreyfingu til að frjósa ekki innað beini. Fróði var svo duglegur og góður næstum allan tímann. Hann var meira og minna laus í hæl innanum alla þessa hunda, sem ég hélt væri bara ekki mögulegt!!! Á sunnudeginum, þegar það var að líða að lokum vorum við bæði orðin úrvinda og Fróði ákvað að stinga af úr brautinni og hljóp með gelti og látum að hundi sem var nýkominn inní braggann. Ég var nottla eldrauð af skömm og hljóp á eftir honum, alveg miður mín. En þjálfarinn sagði ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu, ég mundi ná þessu úr honum með þjálfun. Í lokin þurftu svo allir að fara brautina og ég fór með Fróða í taum, útaf fyrrnefndri óþekkt, og hann kláraði sig rosa vel, nema hann fraus aðeins á toppnum á hæsta plankanum (sem er eins og A í laginu) en yfirþjálfarinn kom og hjálpaði mér að lokka hann niður. Svo við fengum skirteini og ég er svo stolt og ánægð með okkur bæði. Þjálfararnir voru allir alveg æðislegir, rosalega almennilegir og þolinmóðir. Jón, yfirþjálfarinn sá strax að Fróði væri þrjóskupúki og það kom stöku sinnum fyrir að Fróði ákvað að hann ætlaði sko ekki inní einhver göng, eða tæki og þá kom Jón mér til aðstoðar. Hann sagði að ég þyrfti að vera þrjóskari en Fróði, en ég efaðist þó um að geta orðið að ósk hans.
Það var svo einn af þjálfurunum sem var svo elskuleg að skutla mér á strætóstöð eftir tímann og við spjölluðum aðeins á leiðinni og hún sagði mér að það væru svaka fínir þjálfarar í Nybegynners grúppunni sem ég er að fara að byrja í. Svo ég og Fróði mætum galvösk í braggann næsta mánudag og ég hlakka rosa til.
Í dag fór ég að þrífa hjá forlaginu eftir skóla og á morgun fer ég að heimsækja hana Höllu mína sem er komin til Noregs aftur!!! Á miðvikudaginn er mér og Elinu svo boðið í mat til Emilie en við vorum allar þrjár saman á Capernwray biblíuskólanum svo það verður örugglega rosalega gaman.

2 comments:

Anonymous said...

Æðislegt að það gekk svona vel :D
Þú og Fjóla bara báðar í hundafimi á mánudögum :D
Heyrumst fljótlega

Kristín

Fjóla Dögg said...

oh Helga þetta hljómar allt svo spennandi og skemmtilegt hjá ykkur. Við söknum ykkar og vildu msvo rosalega fá þig til okkar í sumar eða páskana eða eitthvað en ég verð bara ða sætta mig við það og ég geri það ekki málið :).

Knús Dúllur Love you bouth