Ég predikaði svo í fyrsta sinn sunnudaginn 3. apríl. Það var alveg ofsalega skemmtileg reynsla og ég fékk alveg frábær viðbrögð hjá þeim sem hlustuðu. Það er engin miskunn í MF og strax á mánudag byrjaði skólinn aftur, daginn eftir síðasta dag í praksís. Og ekki nóg með það heldur eru 3 verkefnaskil í vikunni, auk fyrirlestra. Ég náði að klára tvö þeirra í dag, svo núna er bara eitt eftir áður en ég er komin í páskafrí! Ég vildi ég gæti farið heim um páskana, en ég mun þó njóta þess að vera í vorblíðunni hérna í Osló og njóta páskanna með Ingvari og Halldóru. Halldóra ætlar meira að segja að koma með páskaegg handa mér :D
Ég er búin að senda inn umsókn í Háskólann í Mag. Teol námið og nú er bara að biðja að ég komist inn. Ég hlakka svooo mikið til að koma heim í haust.
En ég læt fylgja með nokkrar myndir einsog vanalega.
Hundastelpurnar, ég, Saf og Halldóra
Ingvar með Emmsið
Skuld fínasta sem var í pössun hjá mér meðan hún var að lóða
Emma að vera fín líka
Svo ein af vinkonunum
Læt þetta duga í bili, með loforð um að vera duglegri bloggari einsog vanalega :D