Jæja, þá er víst kominn tími að sinna þessu vanrækta bloggi mínu. Ég hef haft í nógu að snúast síðustu daga eins og alltaf. Á þriðjudaginn skilaði ég af mér verkefnamöppu sem gildir um 70% Henni átti að skila fyrir 2 og ég lenti nottla í vandræðum með prentarann og náði ekki að lesa almennilega yfir verkefnið og endaði á að ég þurfti að hlaupa í skólann! Vanalega er þetta svona 30 mín. labb og klukkan var hálftvö þegar ég fór að heiman. Ég hélt ég myndi deyja en ég var komin í skólann korter í 2 og náði að prenta út verkefnin í skólatölvunni með hjálp Camillu. Nú er bara að vona að ég fái eitthvað sæmilegt fyrir þetta því ekki veit ég hvernig fer með prófið. Á morgun fer ég að vinna sem sjálfboðaliði á Oslo Hundeshow sem er mjög stór hundafimikeppni sem haldin er árlega á vegum Stovner hundeklubb sem við Fróði þjálfum hjá. Um fjögurleytið fer ég svo með Kötu og Höllu uppí Norefjell þar sem verður fjölskylduhelgi á vegum íslenska safnaðarins. Við sjáum um að elda og vera með barnastarfið svo það verður fjör. Ég vona bara að ég geti komið próflestrinum að einhverstaðar. Daginn í dag þarf ég allavega að nýta vel. Í gær þreif ég allt hátt og lágt og hitti svo Höllu í Elkó þar sem ég keypti nýjan rouder fyrir netið og rosa góðan blandara á 299.
Svo bökuðum ég og Halla pizzu saman. Það gekk reyndar ekki áfallalaust þar sem okkur tókst að klúðra uppskriftinni fyrir deigið, en þetta slapp allt fyrir horn. Við fórum svo í labbitúr um hverfið mitt og fundum video leigu. Það er sko hægara sagt en gert í þessu landi. Þetta er önnur videóleigan sem ég hef komið inní síðan ég flutti hingað. Hún var reyndar rosa flott með hellings úrval af myndum, svona svipað og maður mundi sjá á Íslandi. Við Halla misstum okkur og leigðum 3, enda sú þriðja frí. Svo horfðum við á Revolutionary Road. Við enntumst þó ekki til að horfa á hana alla, því þó hún væri vel leikin og stútfull af fallegu fólki þá höfðu þau ekki mikið áhugavert fyrir stafni.
En nú þarf ég að kíkja í bækurnar. Eigið góðan dag.
Svo bökuðum ég og Halla pizzu saman. Það gekk reyndar ekki áfallalaust þar sem okkur tókst að klúðra uppskriftinni fyrir deigið, en þetta slapp allt fyrir horn. Við fórum svo í labbitúr um hverfið mitt og fundum video leigu. Það er sko hægara sagt en gert í þessu landi. Þetta er önnur videóleigan sem ég hef komið inní síðan ég flutti hingað. Hún var reyndar rosa flott með hellings úrval af myndum, svona svipað og maður mundi sjá á Íslandi. Við Halla misstum okkur og leigðum 3, enda sú þriðja frí. Svo horfðum við á Revolutionary Road. Við enntumst þó ekki til að horfa á hana alla, því þó hún væri vel leikin og stútfull af fallegu fólki þá höfðu þau ekki mikið áhugavert fyrir stafni.
En nú þarf ég að kíkja í bækurnar. Eigið góðan dag.
6 comments:
ok flott að vera búin að skila þessu verkefni ji. Já ég væri hálf handalaus ef ég gæti ekki farið út um alt og leikt mér dvd. Hérna eru svona dvd kassar í Walmart og flestum matvörubúðum þar sem diskurinn kostar bara $1 að leigja þannig að maður sleppir sér alveg :D
Hérna er hitin að skríða upp í 30°c þar sem það er búið ða vera svo mikil rigning en núna fer hitin bara upp og við erum öll að kafna.
Kær kveðja Fjóla og co
Já, ég er rosa fegin að vera búin með verkefnin, enda gildir þetta stærstan hluta af annareinkunninni. Vá ég væri sko alltaf að leigja DVD ef þetta væri svona ódýrt og aðgengilegt hér. Hér kostar um 118 krónur að leigja 3 dvd diska svo maður gerir þetta nú ekki oft, ef maður á annað borð finnur leigu.
En hér á hitinn að vera um 25 gráður um helgina og mér finnst nú alveg nóg um það, held ég myndi ekki lifa af 30 gráðurnar og hvað þá Fróði.
Vá hvað það er orðið heitt hjá ykkur... hér er 13°c hehe ;)
En frábært að verkefnin séu komin til skila :) Hvenar klárast skólinn hjá þér?
Kristín
Já, það er alveg steik þegar sólin skín hérna. Alveg hreint gufubað inni hjá mér sko. En prófið sem ég fer í er 9. júní og eftir það fer ég í frí :)
hei sakna þín þarf að ná sambandi við þig þegar þú ert búin í prófum... já bíddu er þetta ekkert aðvera búið hjá þér????
Kv Fjóla
Hæ, sorrí var bara að kíkja hérna inn núna fyrst, er búin að vera á haus í próflestri. En ég fer í síðasta prófið á morgun. Verð heima um kvöldmatarleiti hugsa ég.
Knús og kveðjur, Helga
Post a Comment