Tuesday, May 19, 2009

Grand Prix og 17. maí

Jæja gott fólk, þá er víst kominn tími á blogg. Ykkar viku/mánaðarlega fix, ekki satt :þ Þetta blogg á sér sterkan 3 manna aðdáendahóp sem missa ekki af færslu (þar af einn sem ekki kann að skrifa komment) og betra er að valda ykkur ekki vonbrigðum, kæru vinir. Ég átti alveg frábæra helgi. Á laugardeginum fór ég með Höllu heim til Miriam þar sem við horfðum á Grand Prix (Eurovision fyrir ykkur sem ekki eruð veraldarvön). Í laginu sem kom á undan norska laginu rofnaði útsending norska ríkissjónvarpssins og við sáum bara snjókorn. Það varð uppi fótur og fit og í snarræði skipaði ég Miriam að ná í tölvuna sína. Ég hakkaði mig inn í gagnabanka norska ríkissjónvarpsins svo við gátum horft á restina af keppninni á 13" fartölvuskjá. Þetta var að engu síður spennandi og ég tók að mér að benda á hversu hallærisleg flest lögin voru, fyrir utan Ísland auðvitað. Ég velti því reyndar fyrir mér í hljóði hversu margir bláir Ringneck páfagaukar hefðu látið lífið til að búa til kjólinn hennar Jóhönnu. Ég var svo alveg í skýjunum með úrslitin auðvitað og ætlaði varla að trúa því að við hefðum lent í 2. sæti. Hér er rifist um hvar eigi að halda Eurovision á næsta ári, en fólk er þó með þó nokkrar tillögur.
Á sunnudeginum fórum ég og Halla niður í bæ enda þjóðhátíðardagur Norðmanna. Þar voru tugþúsundir manna með fána og í norska þjóðbúningnum. Skrúðgöngur liðuðust niður Karl Johan meira og minna allan daginn, troðfullar af börnum og unglingum sem sungu "I'm in love with a fairytaile" við undirleik lúðrasveitanna.
Veðrið var einsog best verður á kosið, um 25 stiga hiti, heiðskýrt og sól.

Þetta er neðarlega á Karl Johan. Ég og Halla vorum bara einsog pulsur í brauði inní mannfjöldanum og flutum niður Karl Johan.
Á myndinni, ofarlega til hægri má sjá fólk á svölunum með fána.
Hér er Halla mínútu áður en hún var troðin undir af mannhafinu.


Ég held að náunginn við hliðina á henni hafi ekki verið sáttur við að sjá Íslenska fánann, allavega gaf hann honum hornauga

Við stöllurnar

Þessi sæta stelpa í þjóðbúning kom að heilsa uppá Fróða þar sem við lágum í sólbaði í Slottsparken, á meðan konungsfjölskyldan veifaði af svölum hallarinnar fyrir framan okkur.

Halla fánaberi

Ég og Fróði fyrir framan konungshöllina

Akerbrygga var troðin af fólki


Fróði fékk að vera fánaberi

Við rákumst svo á Kötu og félaga hennar úr Alfa hópnum. Kata var hæstánægð að hafa fengið tilefni til að nota húfuna sem hún saumaði.

Alfa hópurinn

Við príluðum uppá hæð hjá Aker Festning þar sem við gátum horft yfir alla Akerbrygge
Kata að taka mynd af mér

Það var bara þverhnípi fyrir neðan okkur, maður hefði örugglega verið um 5 mínútur að falla þarna niður til jarðar.

Halla sæta

Halla og Fróði í sólbaði, einsog sést á myndinni var Fróði alveg að kafna

Halla, Fróði og ég

Fróði sæti

Halla og Fróði sem er kominn með nóg af þessari myndatöku

Kata og Trine vinkona hennar úr Alfa hópnum

Fróði að vera þverhaus, hann nennti ekki að labba lengur í þessum hita og lagðist í jörðina.

Halla hjá Aker Festning




Fína hárgreiðslan sem Halla gerði í mig

Eftir æðislegan dag fórum við heim og ég málaði plötuna sem var verið að festa aftan á eldhúsinnréttinguna mína áður en við fengum okkur Camembert bringur og ís í eftirrétt.



Í gær fór ég með Fróða í hundafimi í hellidembu. Fyrst ætlaði hann nú ekkert að hlýða mér og stakk af um leið og ég tók af honum tauminn. Ég var alveg miður mín og við það að gefast uppá þessu öllu saman þegar Fróði ákvað allt í einu að brillera bara og hljóp brautina alla án vandræða einsog hann hafi aldrei gert annað.
Í dag hef ég verið að læra og þrífa svo í forlaginu og á morgun heldur lærdómurinn áfram, Vúhú!

2 comments:

Anonymous said...

Vá þú ert komin með sítt hár :D
Ég væri nú alveg til í að sjá Fróða í hundafimi öruglega flottur :)

Kristin

Fjóla Dögg said...

oh gaman gaman að fá myndir :D. Ég fæ alveg svona noskan fyðring þegar ég skoða þessar myndir frá þjóðhátíðardeginum og hefði haft svo gaman að því að vera þarna :D.

En knúsar frá mér og Mola