Ég hef haft í nógu að snúast undanfarið, eins og vanalega. Um helgina fékk ég stelpurnar til mín í grill til að halda uppá 25 ára afmælið mitt. Við vorum ekkert alltof heppnar með veður, en það komu stöku skúrir yfir daginn og ég var hrædd um að við þyrftum að flýja inn. En þegar þær komu lét sólin sjá sig og við fengum bara ágætis veður meðan við sátum úti og snæddum ljúffeng lambalæri sem mamma kom með að heiman.
Eins og sést á myndinni var Kata sett í að grilla eftir að ég hafði forsteikt kjötið í ofninum. Á myndinni situr Henriette i rólunni og Camilla er í grænum jakka og situr við hliðina á Miriam.
Eins og sést á myndinni var Kata sett í að grilla eftir að ég hafði forsteikt kjötið í ofninum. Á myndinni situr Henriette i rólunni og Camilla er í grænum jakka og situr við hliðina á Miriam.
Hérna er ég að opna gjöfina mína frá Henriette. Hún hafði skrifað handa mér vers á blað og skreytt, mjög fallegt. Í fanginu er ég líka með svaka sætann blómadúk sem Miriam gaf mér. Til vinstri á myndinni er svo Marte sem hafði föndrað fyrir mig krukku með pestó.
Halla tók að sér að skera restina af kjötinu til að setja inní frysti og geyma. Hún notaði allfrumlega aðferð við þetta.
Svo í lokin ein af hetjum kvöldsins, Höllu og Kötu sem hjálpuðu með eldamennskuna og tiltektina. Takk stelpur, þið eruð bestar :D
Þessi vika hefur svo einkennst af prófalestri, verkefnapælingum, ásamt kvíða og hausverkjum. Ég hef enn ekki fengið sumarvinnu, en mér bauðst að vinna við blaðaútburð í Aftenposten fyrir örfáa aura á mánuði, en ég ákvað eftir mikla íhugun að ég vildi ekki þiggja það. Það hefði þýtt að vinna 6 daga vikunnar í líkamlega erfiðri vinnu fyrir afar lág laun. Ég verð að treysta því að Guð hafi eitthvað betra handa mér, en Marte bekkjarsystir mín lét atvinnuveitandann sinn hafa símanúmerið mitt. Það vantar fólk í 3 vikur í sumar í sumarbúðum fyrir fötluð börn, líklegast síðustu vikuna í júní og fyrstu 2 vikurnar í ágúst. Ég ætla að láta Mörtu fá ferilskrána mína á morgun svo hún geti komið henni áleiðis til yfirmannsins í næstu viku.
Þið megið gjarnan biðja fyrir því að ég fái vinnu í sumar sem hentar vel og að allt leysist með Fróða líka, að hann þurfi ekki að vera mikið einn.
María Erla kynnti Mastersverkefnið sitt í lyfjafræði í dag og gekk ljómandi vel og ég óska henni til hamingju með það :D
Ég ætla að fá Henriette í mat á morgun og við ætlum að horfa á vídjó, svo það verður örugglega stuð. Eins og flestir vita (nema kannski Fjóla :þ) þá er Eurovision um helgina, eða Grand Prix eins og Norðmennirnir kalla það af einhverjum ástæðum. Mér og Höllu er boðið í partý til Miriam svo það verður örugglega rosalega gaman. Á sunnudaginn er svo 17 maí og hellings dagskrá niðrí bæ. Ég veit ekki ennþá hvað ég ætla að gera eða hvað ég verð, en það verður örugglega rosa gaman.
Nú ætla ég hins vegar fljótlega í háttinn enda skóli og lestur á morgun.
5 comments:
HA er Eurovision um helgina !!!!!!!!!! ;).
Helga ég huksa alltaf til þín og vona að þú fáir alveg frábæra vinnu sem mynnir mig á soldið sem hún Joyce vinkona okkar segir alltaf "Ef þú gerir allt sem þú getur þá mun Guð sjá um restina" þannig að ef þú sækir um á sem flestum stöðum og spirð á sem flestum stöðum þá mun guð sjá til þess að þú fáir vinnu sem hentar þér (ég er líka soldið að segja þetta við sjálfa mig því ég þarf að gera þetta inan skams sjál :S) En ég elska þig dúlla og sakna þín mikið. Svo er bara að biðja fyrir því að Noregur vinni svo ég geti komið til þín á næsta ári og farið á keppnina :D.
Heyja Norge ;9.
Takk fyrir bænirnar Fjóla mín. Ég er að vonast til að fá vinnu á sumarbúðum fyrir fötluð börn í 3 vikur í sumar, þar sem Marte er að vinna. Ég sendi hana með CV mitt í vinnuna eftir helgi.
Elska þig og sakna þín líka, ég mun að sjálfsögðu gera allt í mínu valdi til að Norge vinni ef það er nóg til að fá þig hingað :þ
Bestu kveðjur og knús frá mér og Fróða.
P.S. Joyce er snillingur
Ég er að koma á næsta ári :D Ég er að springa :D!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég er búin að pannta plás hjá þér í nokkra daga lámark í maí 2010 :D
jejj fullt af myndum :D Les bloggið seinna ;)
Kristín
Æi vona svo innilega að þú fáir einhverja frábæra vinnu :)
Knús Kristín
Post a Comment