Jæja gott fólk. Ég var víst búin að lofa myndafærslu og hér kemur hún. Margt hefur borið á síðustu daga enda mamma í heimsókn var nottla bara æðislegt, en fyrst koma myndir frá 25 ára afmælisdeginum mínum.
Þetta var m.a. í pakkanum sem kom til mín frá Fjólu, þvottaklútur í laginu einsog páskaegg, bara snilld.
Þetta var m.a. í pakkanum sem kom til mín frá Fjólu, þvottaklútur í laginu einsog páskaegg, bara snilld.
Og svo The What Would Jesus Eat Cookbook, og plattann sem á stendur: I may not be perfect but my dog loves me.
Hér er svo pakkinn frá Kötu og Höllu, Halla föndraði kassann og kortið. Í bakgrunni eru blómin sem ég fékk frá Elsu.
Mamma kom svo til mín á fimmtudeginum fyrir viku og það var bara geggjað. Veðrið var æðislegt og við settumst út í sólina á Nationaltheatret.
Fróði alveg uppgefinn en hann var svo glaður að fá ömmu sína aftur. Dansaði svoleðis í kringum hana villt og galið þegar hann sá hana á brautarpallinum.
Við versluðum smá föt á mig þetta kvöld (afmælisdekur) og fórum svo að borða á Ruby Tuesday á Akerbrygge, sem var bara æðislegt.
Á föstudeginum hitti Halla okkur niður á Akerbrygge í ennþá betra veðri. Yfir tuttugu stiga hita og sól. Við urðum nottla að fá okkur ís...
Á föstudeginum hitti Halla okkur niður á Akerbrygge í ennþá betra veðri. Yfir tuttugu stiga hita og sól. Við urðum nottla að fá okkur ís...
Þetta var auðvitað á fyrsta maí og svakaleg skrúðganga í bænum, ég hef aldrei á ævinni séð jafn mikið af fólki samankomið á einum stað.
Lúðrasveit lögreglunnar var rosa flott, en það voru örugglega um 30 lúðrasveitir í skrúðgöngunni. Við stóðum og horfðum á fólksfjöldanum labba framhjá í rúman hálftíma, en misstum þó af byrjun og enda skrúðgöngunnar. Þetta var bara heilt Ísland!
Eftir hátíðarhöldin fórum ég og Halla í Tusenfryd á meðan mamma heilsaði uppá Klöru í Ski. Það var alveg hreint æðislegt að fara í skemmtigarðinn og við fórum í fullt af brjáluðum tækjum, svona einsog Speedmonster. Halla tók nokkrar myndir, en ég þorði ekki að hafa myndavélina með. Hún setti myndir á fésbókina sína, en ég ætla að setja þær hingað inn þegar ég hef rænt þeim þaðan.
Um kvöldið fórum við í mat til Klöru og því miður gleymdist alveg að taka myndir þar, en við sátum úti á veröndinni þeirra og borðuðum góðan mat og höfðum það gott.
Á laugardeginum mældum við okkur mót við Kötu og fórum svo um borð í ferju sem siglir til eyjanna í Oslófjörðinum. Maður notar bara strætókortið sitt innan Osló og þarf ekkert að borga meir, sem er bara snilld.
Mamma og Fróði í ferjunni, en það var ekkert sérstakt veður heldur rok og skýjað.
Um kvöldið fórum við í mat til Klöru og því miður gleymdist alveg að taka myndir þar, en við sátum úti á veröndinni þeirra og borðuðum góðan mat og höfðum það gott.
Á laugardeginum mældum við okkur mót við Kötu og fórum svo um borð í ferju sem siglir til eyjanna í Oslófjörðinum. Maður notar bara strætókortið sitt innan Osló og þarf ekkert að borga meir, sem er bara snilld.
Mamma og Fróði í ferjunni, en það var ekkert sérstakt veður heldur rok og skýjað.
Hér erum við komnar á fyrstu eyjuna, Gressholmen. Þar er víst allt morandi í kanínum en við sáum bara maura. Göngustígarnir bókstaflega hreyfðust og ég kramdi svona 10 maura í hvert sinn sem ég drap niður fæti.
Næsta eyja var Hovedøya en þar voru meðal annars rústir gamals nunnuklausturs og við príluðum auðvitað uppí hæsta turninn
Ég prílaði upp til Kötu og treysti mömmu til að taka fína mynd sem myndi gera allt erfiðið þess virði, þetta var árangurinn:
Við stoppuðum í matvörubúðinni og keyptum helling af mat og nytjavörum sem mamma gaf mér. Við ákváðum að ræna kerrunni úr búðinni og rúlla þessu öllu heim. Okkur leið einsog stórglæpamönnum og áttum von á að vera stoppuð af löggunni eða móðum búðarstarfsmanni hvað á hverju.
Við fórum svo á Dolly Dimples sem er pizzastaður og fengum okkur góða pizzu í kvöldmat.
Á sunnudeginum fórum við í messu í Storsalen og svo tókum svo banann til Sognsvann og gengum hringinn kringum vatnið.
Mamma útá bryggju með Fróða
Á sunnudeginum fórum við í messu í Storsalen og svo tókum svo banann til Sognsvann og gengum hringinn kringum vatnið.
Mamma útá bryggju með Fróða
Þegar við komum heim um fjögurleytið sátu Elsa og Þóra vinkona hennar úti í garði með stráhatta og sötruðu hvítvín. Þóra hefur búið hér í rúm 50 ár. Við settumst með þeim út og fengum köku og kaffi og spjölluðum helling.
Eftir spjallið kom Kata og við elduðum saman ljúffengan mat.
Á mánudeginum hittum við Camillu í Grorud og löbbuðum saman til Lilleroseter sem er 3 og hálfs tíma labb. Við smelltum auðvitað af nokkrum myndum á toppnum.
Ég og Camilla með Fróða sem ætlaði varla að nenna að drattast þetta
Á mánudeginum hittum við Camillu í Grorud og löbbuðum saman til Lilleroseter sem er 3 og hálfs tíma labb. Við smelltum auðvitað af nokkrum myndum á toppnum.
Ég og Camilla með Fróða sem ætlaði varla að nenna að drattast þetta
Við fórum svo í vöfflukaffi til Höllu og Örnu áður en ferðinni var haldið áfram á hundafimiæfingu. Eftir að villast svoldið fundum við skólann sem æfingin var í.
Fróði stóð sig með ljóma og hoppaði gegnum hjólið einsog ekkert væri. Mamma var auðvitað of sein að smella af svo þið verðið bara að taka mig á orðinu.
Fróði stóð sig með ljóma og hoppaði gegnum hjólið einsog ekkert væri. Mamma var auðvitað of sein að smella af svo þið verðið bara að taka mig á orðinu.
3 comments:
VÁ vað er gaman að fá allar þessar myndir. Ég sakna svo mömmu þinnar þegr ég sé myndir af henni hjá þér þú verður að skila alveg rosalega góðri kveðju frá mér og Mola sem saknar hennar líka eins og ég ;).
En ég hlakka til að shjá meiri myndir.
Knús frá okkur í Flóró
Vá gaman að fá svona myndablogg greinilega markt sem þið hafið gert saman :D Æði hvað það er komið gott veður hjá ykkur ;)
Knús Kristín
Skemmtileg færsla og flottar myndir :D og sumarlegur bakgrunnur :)
kv. Maria Erla og Hjalti
Post a Comment