Nú er ég komin aftur til Noregs eftir frábæra, en alltof stutta heimsókn til Íslands. Ég hafði í nógu að snúast heima og biðst afsökunar á bloggleysinu. Það var svo gott að fá voffana mína aftur þegar ég kom heim, en annars hefur það verið soldið erfitt. Alltaf smá skellur þegar maður fer frá að vera umkringdur fjölskyldu og vinum allan sólarhringinn í að vera ein með voffunum allan daginn, eða hangsa ein í vinnunni þar sem allt er í rugli. Það lýtur út fyrir að ég þurfi að finna aðra vinnu með haustinu, svo mikil óvissa í vinnunni einsog er. Vandinn er bara að finna vinnu þar sem ég má hafa hundana og er á jafn ídeal stað og þessi búð.
Þrátt fyrir að hafa hlakkað til að fá frí frá skólanum, er ég farin að hlakka til að hann byrji aftur svo heilinn minn fáinú einhverja jákvæða örvun. Ætlunin var svo að heimsækja Miriam vinkonu mína í Leksvik, en það lítur ekki út fyrir að það geti orðið sökum peningaskorts. Í staðinn fer ég til Lærdal í næsta mánuði að heimsækja Siggu vinkonu sem er að vinna á kaffihúsi þar í sumar. Það verður vonandi gaman, þó ég þurfi að setja voffana í pössun á meðan.
Mér tókst svo að gleyma húslyklunum heima á Íslandi svo yfirmaður minn þurfti að koma í vinnuna og hleypa mér inn, snemma á laugardagsmorgni, en þeir eru nú á leiðinni með hraðpósti frá Íslandi. Ég ætla svo að skrá Emmu á sýininguna hér í Osló 15 ágúst, sem ég hlakka mikið til.
En það er ekkert mikið meira að frétt af mér í bili, en ég set inn nokkrar myndir frá íslandsheimsókninni:
Mamma og María sætar í Elliðaárdalnum
Flottustu brúðhjónin
Við Halla
Svo að lokum ein af Helgafellinu
Læt þetta duga í bili en svo er hellingur af myndum á fésinu :D
4 comments:
ohhgaman að fá blogg aftur. Ég vona að þú fáir meiri vinnu eða betri vinnu svo þú getir kasnki einhverntíman kíkt á mog áður en ég flit frá usa :D.
knúsar og Guð veri með þér.
Fjóla
Velkomin heim skvís hlakka til að sjá þig aftur í nóvember :)
Knús Kristín
Fjóla: ohh, ég VERÐ að geta heimsótt þig fljótlega!
Knúsar tilbaka til þín :D
Kristín:
Takk :D og sömuleiðis :D
Knúsar
Bíddu ferðu svona snemma til Íslands alveg í Nóvember?????
Kv Fjóla
Post a Comment