Monday, February 07, 2011

Meiri snjór

Þá er viðburðarrík helgi liðin undir lok og vikan tekin við. Netsambandið hefur verið vægast sagt skrautlegt undanfarna daga, en vonandi fæ ég bætt úr því í vikunni.
Ég smellti af nokkrum myndum um helgina og læt þær tala sínu máli. 
Fróði og Emma fengu að leika sér í rúminu mínu og nutu þess í botn.
Á laugardaginn fórum við Halldóra á hundasýningu í Hellerudsletta og ég tók örfáar myndir.
Þessi var ekkert smá afslappaður á snyrtiborðinu.
 Ég er alveg rosalega hrifin af þessum sæta hvolpi og smellti mynd af honum inní hring.
Á sunnudag fór ég í ægilega skemmtilega fjölskyldumessu og svo í kaffi til Halldóru og Ingvars. Fróðinn minn er soldið að koma til, orðinn betri í bakinu finnst mér. Í kvöld fór ég út með voffana í smá miðnætturgöngu í nýföllnum snjó og þá fékk Fróði að hlaupa laus í fyrsta sinn í langan tíma.
Ég fór uppí íbúð aftur að ná í myndavélina, enda ekki annað hægt en að smella af nokkrum í svona veðri. Vildi ég gæti bara skrópað í skólann á morgun og verið úti allan daginn með voffana.


Ég og María systir erum svo að stefna á að fara og sjá Cesar Milan í Osló spektrum í maí! (Fjóla, þér er að sjálfsögðu boðið með :p)
Klukkan er orðin alltof margt og ég fer í tvöföldan GT tíma á morgun svo ég bíð góða nótt! 











1 comment:

Fjóla Dögg said...

Oh CESAR vá spennó :D.
Annars vorum við að koma heim úr eiðimörkinni ;D og ég er skom með 900 myndir að velja úr ;D þannig að það verður nóg að skoða á blogginu mínu næstu dag ;D