Vá, ég er ekki búin að vera að standa mig með bloggið. Eins og þið, mínir dyggu lesendur, vitið, þá kvaddi ég hann Fróða minn fyrir þrem vikum síðan. Ég sakna hans svooo og síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar. Mamma mín skrifaði svo falleg ljóð um prinsinn minn sem ég ætla að deila hér.
Fróði
Fróði nú er ferðin þín á enda
friður Guðs er yfir brottför þinni
Helga er til himins þig að senda
hugrökk, svo að verkjum þínum linni
Tilvist þín var góð og falleg Fróði
fórstu oftast þínar eigin slóðir
þú varst hennar hundur þolinmóði
helstu kostir þínir býsna góðir
Trúi dyggi fylgissveinninn Fróði
færðir Helgu ró með návist þinni
núna vill hún þakka þér í ljóði
þessi góðu yndislegu kynni
----------------------
Jesús hjá þér nýjar vonir vekur
vinur þinn sem bíður gjöfum hlaðinn
hvert sinn er hann eitthvað frá þér tekur
ætlar hann að gefa nýtt í staðinn
Besta Helga brostu svo að nýju
bráðum kemur vor og nýjar stundir
falleg sólin faðmar þig með hlýju
og Fróði hleypur sæll um himins grundir
ort 20.02.11 Þórdís Klara
Ég mun skrifa minningargrein um hann sjálf þegar ég er tilbúin og setja hérna á bloggið.
Annars hef ég verið mikið að spá og spekúlera undanfarið og sýnist niðurstaða þess verða sú að ég flytji heim aftur í haust. Ég er að skoða alla þessa praktísku hluti, einsog hvernig er að halda áfram náminu mínu í HÍ og þessháttar. Svo er auðvitað líka einangrunin og sprautur og annað sem Emma þarf áður en við förum heim. Svo það er margt sem þarf að huga að.
Ég finn að þetta er það sem ég vil og mig hlakkar bara rosalega til að flytja heim aftur, þrátt fyrir að ég eigi auðvitað eftir að sakna minna góðu vina hér í Noregi.
Á morgun byrja ég í praksis í Oppsal Menighet í Osló, ég hlakka til um leið og ég er pínu stressuð, en ég held þetta verði rosalega dýrmæt og góð reynsla fyrir mig að hafa.
En ég læt gott heita í bili og set inn myndir fljótlega fyrir múttu gömlu sem kann ekki á fésið :p
2 comments:
ég hlakka til að lesa mynningargreinina :D.
Hey!!!!!
Vantar soldið mikið BLOGGG!!!!!!!!!
kv Fjóla ;D
Post a Comment