Í dag hef ég verið í Mosjöen í 5 sólarhringa. Það er skrýtið að hugsa til þess að það séu einungis 5 sólarhringar miðað við allt sem hefur gerst á þessum tíma. Og enn meira á síðustu 10 sólarhringum, eða frá því ég keyrði um borð í Norrænu austur á Seyðisfirði. Fyrstu dagarnir hér hafa verið erfiðir. Til að gera langa sögu stutta hafði orðið misskilningur við ráðningu mína og taldi samstarfsfólk mitt að ég væri reyndur afleysingaprestur sem gæti stokkið í hvaða verkefni sem er án nokkurar leiðsagnar. Í samráði við prófastinn ákváðum við að gera það besta úr stöðunni og ég fæ því 2ja vikna skyndinámskeið í því að halda jarðafarir, guðsþjónustur og skírnir í kirkjunum hér í Vefsn kommune áður en ég þarf að spjara mig á eigin spýtur. Það er mjög undarlegt að hugsa til þess og engin spurning að næstu vikur munu vera erfiðar en um leið lærdómsríkar.
Í gær fór ég til Hattfjelldal ásamt prófastinum og heilsaði uppá sóknarnefndina og tók svo þátt í fermingarmessu, sem fermingarbörnin í Hattfjelldal höfðu undirbúið. Í dag fór ég svo með Kari, kvenprestinum, til Elsfjord, einstaklega fallegur bær með gamla sjarmerandi kirkju þar sem ég og Kari héldum guðsþjónustu í dag. Ég kom sjálfri mér á óvart og tónaði! Það var virkilega gaman og ég fékk mjög jákvæð viðbrögð frá Kari, Marte, organistanum og kirkjuþjóninum.Þessa mynd fann ég á netinu af Elsfjord, en næst mun ég taka myndir sjálf, enda einstaklega fallegur lítill bær.
Í kvöld var ég svo á fínu hóteli ásamt samstarfsfólki og borgastjóranum hér í Mosjöen þar sem haldið var uppá að Dolstad kirkja væri enduropnuð eftir að vera enduruppgerð fyrir 400 milljónir. Á morgun verður svo hátíðarguðsþjónusta í Dolstad kirke þar sem ég mæti og verð kynnt fyrir söfnuðinum og fer með bæn. Þar sem ég er ekki komin með alba, eða prestakjól ennþá, mun ég vera í fermingarkyrtli yfir skyrtunni með kraganum.Á mánudag, sjálfan þjóðhátíðardaginn, kemur svo langþráður frídagur, en hann mun ég nota til þess að kanna bæinn og svæðið um kring aðeins betur og ef veðrið er gott verður myndavélin með í för.
Í kvöld var ég svo á fínu hóteli ásamt samstarfsfólki og borgastjóranum hér í Mosjöen þar sem haldið var uppá að Dolstad kirkja væri enduropnuð eftir að vera enduruppgerð fyrir 400 milljónir. Á morgun verður svo hátíðarguðsþjónusta í Dolstad kirke þar sem ég mæti og verð kynnt fyrir söfnuðinum og fer með bæn. Þar sem ég er ekki komin með alba, eða prestakjól ennþá, mun ég vera í fermingarkyrtli yfir skyrtunni með kraganum.Á mánudag, sjálfan þjóðhátíðardaginn, kemur svo langþráður frídagur, en hann mun ég nota til þess að kanna bæinn og svæðið um kring aðeins betur og ef veðrið er gott verður myndavélin með í för.
2 comments:
Gaman að geta fylgst með þér hér Helga :)
Knús Kristín
Glæsilegt :) Hlakka til að lesa fleiri blogg.
Bestu kveðjur,
Kári
Post a Comment