Monday, February 23, 2009

Afmælisveisla, kaffiboð og hundafimi

Heil og sæl öll! Ég er nú ekki nærri jafnmikill ofurbloggari og hún Fjóla vinkona, en ég ætla þó að reyna að taka mig aðeins á núna. Ég átti bara fína helgi og fór í einsárs afmæli til Sigrúnar dúllu á laugardaginn. Það var rosa fínt og Arna var auðvitað búin að baka þvílíkt góðar kökur. Á sunnudeginum var ég boðin heim til Miriam í bekknum mínum í bollur og kakó sem var rosalega notalegt. Miriam býr á næstu stoppistöðinni á eftir þeirri þar sem ég er að flytja og ég mun búa í herberginu hennar í einn mánuð í sumar meðan hún verður hjá foreldrum sínum í Trondelag og ég annars heimilislaus. Þetta var voða kósí íbúð, en hún leigir með tveim dýralæknanemum á síðasta ári. Önnur þeirra á þrjá stóra hunda og kennir hundafimi svo það verður gaman að hitta hana við tækifæri. Talandi um hundafimi þá skelltum við Fróði okkur á æfingu í kvöld. Ég þurfti að leggja af stað klukkan sex þó svo æfingin byrjaði klukkan 8 því það tekur mig tvo tíma og þrjá strætóa að koma mér á æfinguna. Það gekk bara sæmilega. Ég sá reyndar strax að Fróði var í prakkarastuði og braut ekki þá venju sína að stinga þrisvar af úr hringnum svo að hann var meira og minna í taum kallinn. Í annað sinn sem hann stakk af fór hann og heilsaði uppá stóru hundana og í síðasta sinn ákvað hann að rífa kjaft við Sheltie tík sem var að gera alla vitlausa með geltinu sínu. Fróði er svo klár og það eru strax þvílíkar framfarir frá því síðast hjá honum. Alveg hreint ótrúlegt hvað hann er fljótur að læra. Ég var allan tímann í hóp með Schnauzer vinkonu hans frá því síðast sem tætti í hann með reglulegu millibili, mér og eiganda hennar til mikillar mæðu. Þegar korter var eftir af þjálfuninni sagði ég þjálfaranum að ég þyrfti að fara svo ég næði strætó og spurði hana í leiðinni hvort það væri klúbbur inní Osló sem ég gæti frekar þjálfað með, því það væri svo langt fyrir mig að koma mér í þennan. Hún nefndi nokkra en á leiðinni út hrópaði á eftir mér danska konan, sem á Schnauzerinn, að ég gæti fengið far með henni. Ég var auðvitað himinlifandi og eftir æfinguna hoppaði ég í bílinn hjá henni. Við stoppuðum á stóru auðu bílastæði á leiðinni þar sem við leyfðum Fróða og Schnauzer tíkinni að hittast og greiða úr þessum ágreiningi sínum. Það gekk vonum framar og eftir örfáar mínútur voru þau farin að hlaupa um eins og brjálæðingar og leika saman. Bara alveg bestu vinir. Ég var svo ánægð og Fróði líka. Ég spjallaði svo við konuna á leiðinni heim, en hún heitir Tone og á reyndar norska foreldra þó hún hafi alist uppí Danmörku og talar því með dönskum hreim. Hún var rosa yndæl og sagði að ég gæti allatf verið samferða henni. Hún sækir mig hjá SPAR búðinni næsta mánudag klukkan 7 og svo stoppum við á leiðinni og leyfum Fróða og Schnauzer tíkinni að hlaupa og leika sér áður en æfingin byrjar. Sem er bara æðislegt og ég er svo ánægð og þakklát. Hefði bara aldrei trúað öðru eins. Guði sé lof og nú get ég haldið áfram að æfa hjá Stovner Hundeklubb, sem flestir segja að sé sá allra besti :D
En nú ætla ég bráðum í háttinn, enda langur dagur á morgun. Fer í forlagið að þvo eftir skóla og svo ætlum við Kata að elda okkur pizzu saman :þ
Guð blessi ykkur

Wednesday, February 18, 2009

Tvö myndbönd í viðbót :þ



Hér er Fróði að hoppa yfir hindrun og gera nokkur trix.



Hér er svo Fróði að vefa, semsagt ekki bara að vera sjálfstæður og gera ekki neitt eins og í fyrsta myndbandinu :þ



Eigið góðan dag :D

Tuesday, February 17, 2009

Fróða að vefa

Blogger vídjóið að neðan vill ekki spilast hjá mér endilega látið mig vita hvort það virkar hjá ykkur. Hendi hér inn einu í viðbót af YouTube af Fróða að vefa, svo eru fleiri á leiðinni...vondandi.

Loksins komið blogg og myndir og Vídjó!!!!

Það er víst fyrir löngu kominn tími á blogg!!! Síðasta vika var nú heldur ekkert svo viðburðarmikil, bara skóli og vinna og þetta venjulega. Fór reglulega í heimsóknir til Kötu og Höllu þar sem ég fékk að borða góðan mat og horfa á þætti á surfthechannel.com.
Helgin var fín, ég var löt á laugardag og á sunnudag fór ég í Nordberg kirkju þar sem ég sá um íslensku kennslu fyrir litlu krakkana. Það gekk bara ágætlega, en þetta verður svolítið challenge þar sem krakkarnir eru allir á misjöfnu stigi hvað varðar lestrarkunnáttu og íslenskukunnáttu.
Í gær fór ég að þrífa í forlaginu eftir skóla. Um kvöldið fór ég svo í fyrsta sinn í Nybeginners grúppuna í hundafiminni. Ég og Fróði mættum á svæðið stundvíslega klukkan átta. Fyrsta æfingin var að láta voffana ganga í kringum keilur og Fróði stóð sig voða vel, var alveg fullkominn í hæl og allt. Með okkur var dönsk kona og hvíta Schnauzer tíkin hennar. Tíkin réðst fjórum sinnum á Fróða meðan við vorum að æfa áður en konan loks setti hana í taum, en þá vorum við Fróði þegar búin að missa soldið fókusinn enda sló þetta okkur bæði soldið útaf laginu. Við náðum okkur þó nokkuð vel á strik aftur og þá gekk bara nokkuð vel - fyrir utan að Fróði gelti reglulega á Sheltie tíkina sem var með okkur og var hálfsmeykur við Schnauzer tíkina. Hann strauk bara tvisvar úr bananum (hundafimibrautinni) í fyrra skiptið til að gelta á stóran svartan hund (sem ég átti nú von á að myndi gerast). Í seinna skiptið hafði hann átt að hlaupa í gegnum göngin en hann sneri alltaf við og hljóp út aftur þrátt fyrir að kennarinn reyndi að hindra hann. Svo Fróði fékk bara nóg af þessari grevilsins vitleysu og þaut eins og eldibrandur um hundafimibraggann, í kringum göngin, uppá borð alveg eins og píla. Ég stóð bara hjálparlaus þar til hann loks ákvað að koma til mín aftur og þóttist ætla að vera prúður. Hann fór restina af bananum í taum og ég gat ekki annað en hlegið þegar þessari æfingu var lokið. Síðasta skiptið sem við fórum banann átti hann bara eftir að hoppa yfir tvö prik, ég lét hann setjast og og sagði svo gjössovel, koddu hæll... en minn bara haggast ekki. Það var alveg sama hvað ég og þjálfarinn reyndum en allt kom fyrir ekki. Fróði sat sem fastast. Það endaði á því að ég setti hann bara í taum og hoppaði með honum. Þjálfarinn sagði að Fróði væri bara orðinn þreyttur og nú ætti hann ekki að fara oftar í banann það kvöldið. Hún sagði mér einnig að ég hefði rosa gott kontakt með hann og ynni mög vel með honum svo ég var mjög ánægð.
Á leið heim stoppaði ein konan sem hafði verið á námskeiðinu og bauðst til að skutla mér að stoppistöð nær Osló. Ég var rosa þakklát enda tekur mig ca 2 tíma að komast heim til mín frá Hellerudsletta, með þrem strætóum.
Í dag fór ég til Höllu þar sem við héldum með pompi og prakt uppá 25 ára afmælið hennar (já ég veit það var 24. jan en betra er seint en aldrei). Kötu var boðið líka og Arna bakaði rosa góða köku og hún og Halla elduðu kjúklingabringur með camebert osti inní og rjómasósu.

Við skvísurnar
Fróði var nú ekki jafn hrifinn af þessum partýflautum og við

Halla blæs á kertið á kökunni (hefðu mátt vera MIKLU fleiri)

Ég og Sigrún, veisludýr

Ég, Halla, Rut og Sigrún og Kata

Kakan góða og glæsilega

Mæðgurnar Arna og Sigrún

Ég, Rut, Sigrún, Kata og Arna

Tókum svo nokkur vídjó af Fróða á vélina hennar Höllu þar sem hann er að vefa, hér kemur eitt og það koma fleiri fljótlega í fleiri póstum:



Endilega tjáið ykkur og hafið það gott.

Monday, February 09, 2009

Hundafiminni aflýst í kvöld vegna kulda!!!!

Í dag átti að vera hundafimi með Fróða mínum og ég var búin að hlakka mikið til. Fyrir slembilukku kíkti ég á póstinn minn áður en ég fór út og sá þá að kennarinn hafði sent meil það sem hann útskýrði að tímanum í dag væri frestað vegna kulda!!!! Það er að vísu skítkalt úti og langt fyrir neðan núllið, en veit ekki til þess að það sé mikið kaldara en um síðustu helgi. Æfingarnar eru haldnar í einskonar bragga, en þar inni er kaldara enn úti því sólin fær ekki að skína þar inn.
Ég var nottla grautfúl en í staðinn fórum við Fróði í smá labbitúr í skóginum fyrir utan hjá mér og aldrei þessu vant mundi ég eftir myndavélinni :D


Með snjóskegg





Fallegi minn

Brrrrr


Sætilíus


aaaarrrrg, ég er skrímsli og ætla að éta þig!!!


Þetta er skíðabrekkan, eða slalombakken, sem er í 3mín. göngufjarlægð frá mér, vanalega full af fólki, en opnar samt ekki fyrr en eftir 4 á daginn.


Smá landslag, eða öllu heldur tré!!!



Kveðjur frá mér og Fróða sem langaði svo í hundafimi í kvöld :(

Sunday, February 08, 2009

Annríki að vana

Eins og vanalega hefur verið nóg að gera síðustu daga. Á miðvikudaginn var ég þó í fríi og ég og Halla fórum til Ski þar sem hún þurfti að framkalla myndir fyrir skrappið. Við löbbuðum aðeins um í risastóra mollinu í Ski enda útsölurnar alveg í hámarki hérna. Um fimmleytið kvöddumst við og ég fór á lestarstöðina þar sem ég hitti Emilie og Elinu sem voru með mér á Biblíuskólanum. Við fórum svo saman til Emilie og áttum mjög huggulegt kvöld saman. Á fimmtudaginn var langur skóladagur hjá mér og eftirá þvoði ég í forlaginu. Föstudagurinn var ekki auðveldari þar sem ég þurfti að vakna hálfsjö til að fara til Klöru og þrífa hjá henni fyrir skólann. Eftir skóla hitti ég Höllu niðrí bæ og við fórum á smá búðarrölt þar sem Höllu vantaði nýtt meik og svo fann hún rosalega fína úlpu á 50% afslætti. Ég keypti diskamottur með froskum á fyrir 6 krónur í Nille og svo rændi Fróði smábarnalaeikfangi úr einni hillunni svo ég neyddist til að kaupa það líka. Ég fór svo heim til Höllu og var í mat þar og gisti svo sem var rosa fínt. Á laugardeginum skröppuðum við alveg helling og pössuðum Sigrúnu litlu sem æðir eins og trukkur um allt hús svo ekki má líta af henni. Fróði var orðinn soldið þreyttur á henni og vildi ekkert hafa hana nálægt sér þegar hann var að taka fegurðarblundinn.
Á laugardagskvöldinu kom Kata til okkar og við borðuðum saman og horfðum á Jane Austen mynd. Það var svakalega gaman. Í dag fer ég svo í forlagið að þvo og ætla svo að dusta rykið af skólabókunum. Hér snjóar og snjóar svoleiðis að ég hef sjaldan séð annað eins og ef ég ætti skíði færi ég eflaust á þeim útá strætóstoppistöð á eftir.
Í dag er morsdag, eða mæðradagurinn svo RISA knús á bestustu mömmu í heimi

Monday, February 02, 2009

Hundafimi er æði

Það er alltof langt liðið frá síðustu færslu, en það orsakast bæði af netleysi og annríki síðustu viku. Í síðustu viku fór ég í Elkjøp, sem er það sama og Elkó heima og keypti prentara og DVD tæki með usb tengi svo ég get spilað efni af tölvunni minni í sjónvarpinu sem er bara snilld. Prentarinn kostaði bara 499 krónur, enda sá ódýrasti og einfaldasti frá HP. Það kom svo á daginn að prentarinn sem ég var búin að kaupa var ekki til á lager og eftir svoldið vesen endaði þetta á því að ég fékk í staðinn mun flottari týpu af HP ljósmyndaprentara með skanna og öllum græjum á sama verði, en hann hafði verið á tilboði á 999 krónur!!!! Ég er nottla hæstánægð með þessi kaup og lengi þráð að hafa prentara og DVD tæki.
Um helgina fór ég á grunnnámskeið í hundafimi með Fróða og það var ÆÐI. Ég var búin að vera stressuð hvernig Fróði mundi bregðast við hinum hundunum á námskeiðinu, en það var óþarfi þar sem hann var einsog engill næstum allan tímann. Á námskeiðinu voru ca 15 hundar og eigendur þeirra, allir nema 2 voru smáhundar, sem var rosa fínt. Milli þess sem yfirþjálfarinn var með fyrirlestra vorum við að þjálfa í smágrúppum, en námskeiðið fór fram í svona einskonar bragga í Hellerudsletta, sem er ca hálftíma frá miðbæ Oslóar. Það var reyndar ÍSkalt inní þessum bragga, eflaust svona mínus 10 á selsíus svo það var eins gott að halda sér á hreyfingu til að frjósa ekki innað beini. Fróði var svo duglegur og góður næstum allan tímann. Hann var meira og minna laus í hæl innanum alla þessa hunda, sem ég hélt væri bara ekki mögulegt!!! Á sunnudeginum, þegar það var að líða að lokum vorum við bæði orðin úrvinda og Fróði ákvað að stinga af úr brautinni og hljóp með gelti og látum að hundi sem var nýkominn inní braggann. Ég var nottla eldrauð af skömm og hljóp á eftir honum, alveg miður mín. En þjálfarinn sagði ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu, ég mundi ná þessu úr honum með þjálfun. Í lokin þurftu svo allir að fara brautina og ég fór með Fróða í taum, útaf fyrrnefndri óþekkt, og hann kláraði sig rosa vel, nema hann fraus aðeins á toppnum á hæsta plankanum (sem er eins og A í laginu) en yfirþjálfarinn kom og hjálpaði mér að lokka hann niður. Svo við fengum skirteini og ég er svo stolt og ánægð með okkur bæði. Þjálfararnir voru allir alveg æðislegir, rosalega almennilegir og þolinmóðir. Jón, yfirþjálfarinn sá strax að Fróði væri þrjóskupúki og það kom stöku sinnum fyrir að Fróði ákvað að hann ætlaði sko ekki inní einhver göng, eða tæki og þá kom Jón mér til aðstoðar. Hann sagði að ég þyrfti að vera þrjóskari en Fróði, en ég efaðist þó um að geta orðið að ósk hans.
Það var svo einn af þjálfurunum sem var svo elskuleg að skutla mér á strætóstöð eftir tímann og við spjölluðum aðeins á leiðinni og hún sagði mér að það væru svaka fínir þjálfarar í Nybegynners grúppunni sem ég er að fara að byrja í. Svo ég og Fróði mætum galvösk í braggann næsta mánudag og ég hlakka rosa til.
Í dag fór ég að þrífa hjá forlaginu eftir skóla og á morgun fer ég að heimsækja hana Höllu mína sem er komin til Noregs aftur!!! Á miðvikudaginn er mér og Elinu svo boðið í mat til Emilie en við vorum allar þrjár saman á Capernwray biblíuskólanum svo það verður örugglega rosalega gaman.