Monday, June 22, 2009

Fróði fær að koma með í vinnuna!!!

Nú er ég flutt yfir í litla herbergið mitt hér í Berg þar sem ég mun vera næstu fjórar vikurnar. Ég deili eldhúsi og salerni með dýralæknunum tveim sem hér búa svo það ætti nú ekki að væsa um Fróða. Kata hjálpaði mér með flutningana í gær, sem betur fer! Þetta var rosa vinna en gekk vel enda lánaði Elsa okkur bílinn sinn til að fara með dótið á milli. Þetta er svoleiðis rétt hjá íbúðinni minni að það tekur innan við 5 mínútur að keyra á milli. Í gær og í dag hefur verið sól og geggjað sumarveður, næstum of heitt samt. Ég fór niður í vinnu í dag í töskubúðina til að athuga hvenær ég ætti að koma næst og hafði Fróða með. Linda, yfirmaðurinn, varð strax hrifin af Fróða og við fórum að spjalla. Ég var dauðfegin þegar hún sagði mér að ég fái einhverja aura frá búðinni um mánaðarmótin, enda vel þörf á því! Linda skrapp frá þegar Martine kom sem átti að vera með kvöldvaktina. Martine spurði mig hvort ég hefði spurt hvort Fróði mætti koma með og sagði ég ætti að spurja hana þegar hún kæmi til baka því þá gæti hún hjálpað mér að sannfæra hana. Þegar Linda kom aftur sagðist ég ætla að spurja hana að svolitlu. Ég byrjaði á að útskýra að Fróði ætti erfitt að vera einn heima og áður en ég náði að ljúka máli mínu sagði Linda: "Taktu hann með!" Ég átti ekki stakt orð. Fróði má bara vera með í búðinni og rölta þar um einsog kóngur í ríki sínu svo fremi sem hann merkir ekki inni! Ég er svo þakklát og ánægð að ég á bara ekki orð. Guð er svo stórkostlegur og hann hugsar fyrir öllu! Nú er ég komin í þá stöðu að ég hef úr svo mörgum vinnum að velja með skólanum þar sem ég mætti hafa Fróða að ég þarf að velja og hafna! Ég spjallaði svo aðeins við Örnu í dag þar sem hún var svona að kanna möguleikann hvort ég gæti eitthvað létt undir með þeim í söfnuðinum einn dag í viku með að svara í símann og svona. Ég sagðist vera til, en það á bara eftir að koma í ljós hvort af þessu verður.
Ég er núna á leið að sjóða mér pulsur hér á nýja staðnum enda löngu kominn tími á Middag!
Eigið góðan dag :)

6 comments:

Anonymous said...

Frábært ég er svo ánægð þvilíkur munur að fá að taka hann með :D Getur verið áhyggjulaus í vinunni :)
Knús Kristín

Fjóla Dögg said...

ohh frábært að þú færð að taka hann með. Já Guð svo sannarlega veit hvað þú þarft og hann veitir þér það ef þú bara treystir honum.

knús dúlla

Fjóla og co

Anonymous said...

hæ Helga mín

Mig vantar nauðsynlega uppskriftana af Nachos kjúklingaréttinum þ´nium fyrir bróssan minn. Er nefnilega ðagera fyrir hann matreiðslubók ;).

Knús Fjóla

Anonymous said...

Hæ Helga! María hérna, úr guðfræðinni! :) Fór alltíeinu svo rosalega að hugsa til þín, vona að þú hafir það rosa gott. Hvernig er lífið út í Norge? Ef þú kemur til Íslands langar mig endilega að hitta á þig.
Kv,
María G.

Anonymous said...

Hæ Hæ Helga mín. Gott að það kom lausn á þessu með hann Fróða. Og bara vinur út um alt :) Ég var að tala við Siggu í klukutíma í símanum áðan. Við erum ekki en búnar að ná að hittast þó. En hún verður í RVK í vetur svo það er gott. Það eru bara tveir flokkar eftir í sumar hjá mér. Hringi í þig um helgina. kv Halla Marie.

Helga said...

Æ, var að sjá þessi komment núna. Takk ykkur fyrir kommentin og sry Fjóla að ég lét þig ekki hafa uppskriftina :/
María, mig langar endilega að sjá þig, kem á klakann í desember, annars er ég með msn, helgakolbei@msn.com. Ég hef það bara fínt hér í Noregi, vonandi gengur allt vel hjá þér líka :)