Monday, June 15, 2009

Komin með sumarvinnu :)

Jæja, nú hef ég ekki bloggað almennilega í heila eilífð en betra er seint en aldrei. Ég fór í atvinnuviðtal í töskubúð í dag þar sem ég hafði áður skilið eftir ferilsrkánna mína. Eigandinn er sænsk og henni leist voða vel á mig og bauð mér strax vinnuna! Ég er rosalega ánægð og byrja á fimmtudaginn í opplæring. Ég kunni reyndar ekki við að spurja strax hvort Fróði mætti koma með í vinnuna, en þangað til verður hann í pössun hér og þar. Ég veit ekki hversu mikil vinna þetta verður, en ég ætti þó allavega að þéna nóg til að borga leiguna og eiga smá auka. Á morgun fer ég svo í annað atvinnuviðtal. Konan sem Kata er að vinna hjá sem svona einskonar félagslegur stuðningur (hún er fötluð) vantar einhvern til að leysa Kötu af þegar hún fer aftur til Íslands. Það er fín vinna og hún er hrifin af hundum svo Fróði fær að koma með. Ég ætla þess vegna að segja upp þrifa vinnunni minni í forlaginu á morgun og vinna þar bara fram að hausti. Í gær var ég svo að mála hundrað lítil andlit á þjóðhátíðarfögnuði Íslendinga í Noregi. Það var steikjandi hiti og ég fékk rosalegan sólsting, enda hafði ég ekki tíma til að fara inn og fá mér vatn.
Það er annars fátt fleira að frétta, nema ég og Elsa erum komnar með nýja þvottavél, enda var hin alveg hætt að þvo. Það verður svo nóg að gera þessa viku og næstu helgi flyt ég úr íbúðinni í herbergið hennar Miriam. Hún er farin heim til Trondelag en leigir annars herbergi í íbúð ekki langt undan með tveim ungum stelpum sem eru dýralæknar. Þær eru báðar mjög indælar og önnur þeirra á þrjá stóra hunda. Hún verður samt lítið heima svo það ætti ekki að vera vandamál með Fróða. Halla er farinheim og ég sakna þess að geta ekki hangsað með henni eða kjaftað við hana í símanum um allt og ekkert. En ég vona hún hafi það gott á Hólavatni. Hjalti bróðir útskrifaðist svo með BS í hugbúnaðarverkfræði á laugardaginn og ég er rosa stolt af honum. Ég lætþetta duga í bili en lofa að koma með frekari fréttir fljótlega!

3 comments:

Fjóla Dögg said...

oh til hamingju með að vera komin með vinnuna og vonandi er þetta bara hellings vinna og þú mátt taka fróða með og allt verði bara alveg frábært og þú svífur um í töskubúðinni á bleiku skýi :D

knúsar á þig og Fróða

Helga said...

Takk, haha, það vona ég líka :D
Knús til baka frá okkur :)

Anonymous said...

Til hamingju með vinnuna frábært að þú fékkst vinnu :D

Knús Kristín