Ég ákvað að byrja að blogga aftur, svoleiðis að ef einhverjar hræður þarna úti hafa ennþá áhuga á að fylgjast með hvað er að gerast hjá mér þessa dagana. Mamma kann ekki á fésið og kvartar undan myndaleysi svo ég mun láta það fylgja. Kannski það minnki líka aðeins fjarlægðina við hana Fjólu mína, sem ég fæ að fylgjast svo vel með á blogginu hennar.
Ég er á lokaönninni í Bachelor náminu svo það er mikil pressa og nóg að gera. Hebreskan er einstaklega áberandi og því miður er kennslan ekki góð og námsárangur eftir því.
Emma verður bráðum 14 mánaða og það er nokkuð útséð að hún verður ekki mikið meira en písl þar sem hún vegur ennþá bara 1.5 kíló.
Hún fékk nýtt rúm um daginn sem hæfir prinsessunni
Fróðinn minn er ekki nógu hress. Hann hefur verið slæmur í bakinu frá því ég kom heim í janúar og hefur farið reglulega til kírópraktors. Hann tekur hægum framförum, en ekki nógu miklum og þarf væntanlega að fara í röntgen eftir um 2-3 vikur til að ákveða hvað eigi að gera Kíró talaði jafnvel um að aðgerð væri inní myndinni og það olli mér áhuggjum, enda er það bæði stór og mjööög dýr aðgerð. Ég ætla að hringja í tryggingarfélagið mitt í vikunni og athuga hvort allt sé á hreinu þar.
Safiyya vinkona er búin að vera með hvolpana sína í 3 vikur núna og gengur bara ágætlega.
Lilly var sú feimnasta, hafði aldrei hitt hræddari hvolp sem var meira inní sér en hún, en eftir aðeins viku umturnaðist persónuleikinn hennar og hún er nú opin og ótrúlega hugrökk!
Molly var sú opnari af þeim systrum, rosalega aktív og hugrökk. Hún er hins vegar núna sú óöruggari af þeim tveim og leitar skjóls hjá systur sinni. En algjört kúrudýr og lúffari.
Smellti svo einni mynd af Saf með hann Fróða minn, en hún er í uppáhaldi hjá honum enda dugleg að troða hann út af ýmsu góðgæti.
Það verður svo nóg að gera hjá mér á morgun, þarf að vinna í hebresku verkefni, mæta í tíma og fara í hópinn minn. Já og koma Fróða fyrir í pössun einhverstaðar í millitíðinni.
Þetta var fyrsta bloggfærsla ársins 2011 og vonandi verða þær fleiri ;)
2 comments:
hæ Helga min :D Takk fyrir bloggið :D.
Ég frétti hjá Davíð að þú hefðir verið að reyna ða ná í mig ;D. Davíð er búinn að vera að nota tölvuna mína þannig að éghef ekki verið mikið á netinu.
Ég vil endilega reyna að ná á þig á morgun. Ég ætla að reyna að hringja strax og ég vakna :D.
hlakka til að heyra í þér dúllan mín :D og ég er ekkert smá ánægð með bloggið endilega haltu þessu árfam ;D.
Knúsar Fjóla og co
PHlakka til ad heyra i ter lika, og gaman ad tu ert anægd med bloggid :D Eg sit enn a bokasafninu, en klukkan hja ter en 07:22 svo vonandi sefurdu enn a tinu græna :p Ef eg er ekki komin a skæp tegar tu vaknar, endilega sendu mer skilabod a feisbuk eda kvittadu her, eg fer ad koma mer heim fljotlega en tetta hebreskuverkefni er ad verda timafrekara en eg helt.
Knusar!
Post a Comment