Það er léttir að þessi skólavika sé nú liðin undir lok, alltof mikið búið að ganga á síðustu daga og gott að vera komin í tveggja daga frí. Gærdagurinn var vægast sagt erfiður. Ég var á leið heim úr strætó með níðþunga poka, var að kaupa 10 kíló af fóðri fyrir Fróða. Ég var í mestu vandræðum og þá kemur einhver náungi sem þykist vera voða vinalegur og vill fá að halda á einum pokanum fyrir mig. Ég sá framá að ég yrði í erfiðleikum með að koma þessu öllu heim svo ég þáði hjálp smá spotta. Þegar ég vildi svo fá pokann aftur tók hann það ekki í mál. Hann ætlaði að fá að koma með mér inní íbúðina mína og þyggja kaffibolla. Til að gera langa sögu stutta varð hann æfur þegar ég sagði þvert og ákveðið NEI við þeirri bón. Svo ákveður hann að ástæða þess að ég hleypi honum ekki inn sé húðliturinn hans og byrjar að kalla mig rasista og ýmsum öðrum misfögrum nöfnum. Hann hækkar röddina og ég hélt á tímabili að hann ætlaði að ráðast á mig. Hann var komin hálfa leið upp tröppurnar að útidyrahurðinni og var mjög ógnandi. Ég sagði honum að fara og sem betur fer byrjaði hann að labba í burtu, blótandi og kallaði á mig að ég ætti að fara til helvítis, sem ég afþakkaði, og lét sig sem betur fer hverfa á endanum. En þessi brjálæðingur veit núna hvar ég á heima. Fyrir skemmstu var stúlka lamin hérna í hverfinu fyrir að segja nei við svona gaur. Þar fór styðsta leiðin heim, nú verð ég að taka annan strætó heim til að þurfa ekki að labba í gegnum blokkirnar þar sem þessi gaur býr.
Til að toppa daginn beið mín email frá skólanum að kalla mig á fund varðandi Fróða. Beyglan sem er yfir á bókasafninu vildi ekki að ég fengi að hafa hann þar, námsráðgjafinn sem á að sjá um þetta mál fyrir mig lét hana ekki vita að ég mætti vera með hann þar og allt fór í háaloft. Ég er þó með vottorð undirritað af námsráðgjafanum að ég megi vera með Fróða allstaðar nema í mötuneytinu, bara hvergi lausan. Námsráðgjafinn reyndi að halda fram að hún hefði skrifað að hann þyrfti alltaf að vera í tösku en ég gat sýnt henni þetta svart á hvítu. Hún sagði að nú þyrfti ég alltaf að vera með hann í tösku enda hefði hún meint það þegar hún skrifaði að hann mætti ekki vera laus????? Þvílíkur haugur af kjaftæði, ég átti ekki orð. Auk þess man ég greinilega að við ræddum einungis um að hann þyrfti að vera í taum.
Ég er alveg komin með nóg af þessu skipulags og samskiptaleysi í skólanum sem ég þarf að gjalda fyrir. En elsku bestasti Fróðinn minn gerir mér lífið erfitt þessa dagana. Dýralæknakostnaðurinn útaf bakinu hans er meira en ég ræð við akkúrat núna. Auk þess veit ég ekki hvað ég á að gera við hann þegar ég fer í praksís í næsta mánuði. Ég elska hann svo óendanlega mikið, en það er orðið ofsalega erfitt að láta þetta allt saman ganga upp. Ég verð að treysta Guði að hann sé með einhverja lausn, því þetta getur ekki haldið svona áfram ;(
Þetta varð alveg óvart rosalega neikvætt blogg, en því miður er lífið frekar erfitt þessa dagana. Á morgun stefni ég þó á að hitta Safiyyu og Halldóru á Majorstuen og um kvöldið kemur Miriam og kannski Camilla líka í heimsókn að horfa á Prince of Egypt í flotta sjónvarpinu mínu!
Vonandi fæ ég líka eitthvað að heyra í Fjólu minni sem fyrst, núna þegar netið er loksins komið í lag :)
3 comments:
Hæ elsku Helga mín, eigum við að reyna að spjalla á sunnudaginn einhverntíman milli 9 og 2 á mínum tíma. Verum bara í bandi, sendu mér línu hvenær það hentar þér best.
Ég bið fyrir þér í kvöld, knúsar, Fjóla
Stefnum endilega á það!
Takk fyrir velþegnar bænir :)
Knúsar
Eg verd komin heim ca 12 eda 1230 ad tinum tima, og slae ta a tradinn!
Helga
Post a Comment