Það er alltaf eitthvað að gera á skrifstofunni og áður en maður veit af er vinnudagurinn búinn og næsta vinnuvika handan við hornið.Sú næsta hefst með Guðsþjónustu í líttilli kirkju um hálftíma héðan, Drevja kirke, á sunnudag þar sem ég mun predika og skýra lítinn dreng! Ég er spennt og pínu stressuð, en er búin að æfa mig smá á hárprúðri dúkku, auk þess sem Nói hlýtur að teljast sannkristinn voffi núna.
Í dag missti ég af föstudagskaffinu á skrifstofunni þar sem við Magne vorum með jarðaför í Greve kirkju. Ég hafði bara lítið hlutverk í athöfninni, og var aðallega að fylgjast með og verða betur undirbúin undir jarðaförina sem ég mun taka að mér í næstu viku. Ein af áskorunum verður að leiða sönginn í kirkjugarðinum, þar sem það eru ekki margir norskir sálmar sem ég kann.
Í dag tók ég ákvörðun um að doka aðeins við hér í Mosjöen. Ég talaði við námsráðgjafa hjá gamla skólanum mínum, MF, og hef ákveðið að stunda nám samhliða vinnunni minni hér. Það þýðir að ég verð hér í Mosjöen framá haust 2014 og fer þá suðurávið til að ljúka námi og avsluttende praktikum, eða starfsnámi og mun útskrifast með gráðu þaðan í lok árs 2014. Þá hef ég öðlast mikla og dýrmæta reynslu hér, auk þess sem ég get lagt einhverja aura til hliðar fyrir heimförina.
Á morgun er ég búin að panta gott veður því þá ætla ég í góðan göngutúr með Nóa áður en ég fer í Biblíuleshóp heim til Magna og konunnar hans í Mo i Rana, sem er í um 1.5 klst fjarlægð frá Mosjöen. Á sama tíma á Íslandi munu samnemendur mínir í Guðfræðideildinni taka við prófskírteini. Það er skrýtið að hugsa til þess að vera ekki heima og fagna með þeim og Kristínu vinkonu sem útskrifast einnig á morgun. En mín útskriftarveisla verður að bíða betri tíma.
Það er þó bót í máli að eftir guðsþjónustuna á sunnudag, hefur Kari boðið mér í mat með fjölskyldu sinni, en líkt og aðrir Norðmenn halda þau uppá Sankthans, eða miðsumar núna um helgina. Sankthans er kirkjuleg hátíð til minningar um Jóhannes skírara. Í tilefni þess verður eitthvað um hátíðarhöld hér í bænum, en búið er að setja upp markað á torginu við Sjögata.
Á morgun er ég búin að panta gott veður því þá ætla ég í góðan göngutúr með Nóa áður en ég fer í Biblíuleshóp heim til Magna og konunnar hans í Mo i Rana, sem er í um 1.5 klst fjarlægð frá Mosjöen. Á sama tíma á Íslandi munu samnemendur mínir í Guðfræðideildinni taka við prófskírteini. Það er skrýtið að hugsa til þess að vera ekki heima og fagna með þeim og Kristínu vinkonu sem útskrifast einnig á morgun. En mín útskriftarveisla verður að bíða betri tíma.
Það er þó bót í máli að eftir guðsþjónustuna á sunnudag, hefur Kari boðið mér í mat með fjölskyldu sinni, en líkt og aðrir Norðmenn halda þau uppá Sankthans, eða miðsumar núna um helgina. Sankthans er kirkjuleg hátíð til minningar um Jóhannes skírara. Í tilefni þess verður eitthvað um hátíðarhöld hér í bænum, en búið er að setja upp markað á torginu við Sjögata.
5 comments:
Jejj gmana að fá blogg. Til hamingju með útskriftina dúllan mín. Hlakka til að heyra í þér gaman að spjalla í dag.
Knús Kristín
Til hamingju með útskriftina! :) Þetta plan hljómar vel, hlakka til að heimsækja þig þarna í sveitasælunni
Takk sömuleiðis Kristí mínn!
Og takk Kári, ég hlakka mikið til að fá þig í heimsókn hingað :)
Vá hvað þetta hljómar spennandi og öruglega endalaust fallegt þarna, enda í sveitinni :D. Emma eins og þú veist hefur það mjög gott og það er verið að taka á ákveðnum hegðunarvandamáælum sem ekki eru í boði hér ;9. Þá er ég nú aðalega bara að tala um að gelta á hjólreiðamenn og hjólabretti annars er hún rosalega góð þessi elska og mig hlakkar til að vinna með henni :D.
Æðislegt að það gangi svona vel með Emmu Fjóla mín, líður svo vel að vita af henni hjá þér, sendi fullt af knúsum á ykkur :)
Post a Comment