Jæja, gott fólk. Þetta hefur verið viðburðarrík helgi. Ég skilaði Krisnisöguverkefninu á fimmtudag, vel innan tímamarka og vona og bið að það verði godkjent. Á föstudeginum þvoði ég þvott og tók til hendinni í litlu íbúðinni minni. Í gær heyrði ég aðeins í Fjólu, sem var alveg æðislegt. Svo hitti ég Höllu og við fórum í Pet Shop Girls og ég keypti hina langþráðu tösku handa Fróða. Fróði var vægast sagt sáttur við þessi kaup og vildi helst ekki fara úr henni. Ég og Halla fórum útum allt með litla töskuvoffann. Við tókum trikken á Akerbrygge þar sem við fengum okkur hamborgara. Það var bleikur dagur, gegn brjóstakrabbameini.

Við fórum svo heim til Höllu. Hún ákvað að kenna mér nokkrar hárgreiðslur fyrir skólann.
Í dag hitti ég tvo tíbbaeigendur hjá Ekeberghallen.


Maico er 5 ára og er nú á sínu sjötta heimili. Hann er mjög tíbískur tíbbi, hlýðir engu nema þegar honum sýnist, en er afar rólegur og góður. Hann fer með eiganda sínum, Kari, sem er kennari í skólann. Mér líkaði afar vel við Maico og ég hjálpaði eiganda hans með að kenna honum og standa og labba fínt því hún ætlar að sýna hann.


Þetta var mjög skemmtilegur hittingur. Því miður var mætingin heldur dræm, en vonandi getum við haft svona hitting aftur fljótlega. Fróði var allavega mjög sáttur með þetta og þetta gerði honum afskaplega gott hugsa ég.
Ég er búin að hlaða fleiri myndum inná myndasíðuna mína svo endilega kíkið þangað, en ég set eitthvað af þeim hingað inn fljótlega.
1 comment:
Algj0r krúrr vá hvað Maico er flottur :D
Kristín og voffarnir
Post a Comment