Sunday, October 05, 2008

Akerbrygge og Tíbbahittingur

Jæja, gott fólk. Þetta hefur verið viðburðarrík helgi. Ég skilaði Krisnisöguverkefninu á fimmtudag, vel innan tímamarka og vona og bið að það verði godkjent. Á föstudeginum þvoði ég þvott og tók til hendinni í litlu íbúðinni minni. Í gær heyrði ég aðeins í Fjólu, sem var alveg æðislegt. Svo hitti ég Höllu og við fórum í Pet Shop Girls og ég keypti hina langþráðu tösku handa Fróða. Fróði var vægast sagt sáttur við þessi kaup og vildi helst ekki fara úr henni. Ég og Halla fórum útum allt með litla töskuvoffann. Við tókum trikken á Akerbrygge þar sem við fengum okkur hamborgara. Það var bleikur dagur, gegn brjóstakrabbameini.


Akerbrygge og bleikir borðar í tilefni bleika dagsins
Hundruðir brjóstarhaldara héngu á snúru.
Fyndin sjón
Ég
Ég og Fróði stilltum okkur upp með nýju töskuna
Ég og dýrið
Við stöllurnar

Við fórum svo heim til Höllu. Hún ákvað að kenna mér nokkrar hárgreiðslur fyrir skólann.
Það hljóp smá svefngalsi í okkur og þetta var útkoman!
Erum við ekki smart!!!
Það var engin miskunn, Fróði greyið var gripinn.
Blómarósin mín.


Í dag hitti ég tvo tíbbaeigendur hjá Ekeberghallen.

Fróði og Maico. Fróði varð fljótt foringinn, þrátt fyrir að vera 2 árum yngri en Maico og geldur, en þeim lenti nokkru sinnum saman, ekkert alvarlegt samt.


Maico er 5 ára og er nú á sínu sjötta heimili. Hann er mjög tíbískur tíbbi, hlýðir engu nema þegar honum sýnist, en er afar rólegur og góður. Hann fer með eiganda sínum, Kari, sem er kennari í skólann. Mér líkaði afar vel við Maico og ég hjálpaði eiganda hans með að kenna honum og standa og labba fínt því hún ætlar að sýna hann.

Við viljum nammi!!!

Gizmó litli er bara fjögurra mánaða. Hann er algjör rófa og bar nákvæmlega enga virðingu fyrir Fróða. Fróði var verulega pirraður útí hann fyrst og var alltaf að taka í hann. En litli stubburinn bara gafst ekki upp og á endanum voru þeir orðnir ágætis félagar. Þessi litli hvolpur er þvílíkt orkubúnt og þreyttist ekki á að reyna að fá Fróði í leik. Algjör töffari sem hræddist ekki neitt.

Sætur

Maico myndarlegur

Litli kallinn minn

Fróði og Gizmo

Eltingaleikur

Þetta var mjög skemmtilegur hittingur. Því miður var mætingin heldur dræm, en vonandi getum við haft svona hitting aftur fljótlega. Fróði var allavega mjög sáttur með þetta og þetta gerði honum afskaplega gott hugsa ég.

Ég er búin að hlaða fleiri myndum inná myndasíðuna mína svo endilega kíkið þangað, en ég set eitthvað af þeim hingað inn fljótlega.

1 comment:

Anonymous said...

Algj0r krúrr vá hvað Maico er flottur :D

Kristín og voffarnir