Friday, October 31, 2008

FRÓÐI 3 ÁRA!!!

Afsakið bloggleysi undanfarinna daga! Ég hef verið á haus í verkefnavinnu, enda varð ég að vera búin með mest allt áður en Fjóla kæmi. Á sunnudaginn fór ég með Höllu í Frederikstad og lærði á meðan hún kenndi börnunum tveim sem mættu í sunnudagaskólann. Við fórum svo á Pizza stað þar sem við biðum í einn tíma og enginn pizza kom!!! Við vorum nú ekki sáttar en yfirgáfum bara svæðið og fórum í bíó á Eagle Eyes, sem er bara ágætis mynd. Við áttum svo bara fínan tíma saman, einar með stóra húsið og dunduðum okkur við hitt og þetta. Á miðvikudaginn var allt hvítt af snjó þegar ég vaknaði og við máttum ekki við að bæta viði á arininn til að reyna kynda húsið. Ég fór svo í gær á lestarstöðina og náði í Fjólu!!!! Það er alveg geggjað að hafa hana í heimsókn og við erum á leiðinni niðrí bæ á eftir að gera eitthvað skemmtilegt. Fróði kallinn átti afmæli í gær og varð 3 ára!!! Fjóla kom með lifrapylsu handa honum og hann fékk poka fullan af gotteríi frá Kristínu! Ég fékk svo líka myndir og svaka fína gjöf frá henni! Takk Kristín ! :x Þetta var nú ekki allt búið enn heldur hafði mamma keypt handa mér svaka flotta úlpu sem ég vígði í skólanum í dag og fullt af dönskum krónum fyrir ferðalagið til Maríu næstu helgi. Takka mútta!!! Núna er ég komin með íslenskar flatkökur í frystinn og hangikjet í ísskápnum. Ég er alveg alsæl og afar þakklát.
Knús og þakkarkveðjur :)

2 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með Fróða knúsaðu hann frá mér :)
Hafið það æðislegt saman úti...

Kristín og voffarnir

ps. ég var að blogga líka :D

Helga said...

Takk fyrir það Kristín mín, ég geri það. Þúsind þakkir fyrir gjafirnar frá þér
Knús og klemm