Sunday, October 26, 2008

Helga and Halla's days of fun!!!!

Þetta hefur hingað til verið hin fínasta helgi. Ég og Halla erum búnar að horfa á The Hulk og Vantage Point í risa stóra fljatskjánum hérna, einnig gerðum við nokkrar heiðarlegar tilraunir til þess að skrappa, við vorum með helling af skrappdóti og til í slaginn, en vantaði bara myndirnar!!! Í gær fékk ég mér ristað brauð og það gekk ekki betur en svo að það kviknaði í ristavélinni!!! Ég vil brauðið mitt vel ristað en fyrr má nú vera! Ég kallaði í ofboði á Höllu og hún kom á harðaspretti og blés á eldinn, sem betur fer dugði það til. Við fórum svo til Ski í gær á bílnum og vorum eflaust rúman klukkutíma að keyra þessa 10 mínútna leið. Það er að segja ef við hefðum farið rétta leið. Við fórum í allskonar hringtorg, króka og beygjur og ég heimtaði að kíkja inní allar gæludýrabúðir sem yrðu á vegi okkar. Á endanum kom Klara á bílnum og lóðsaði okkur heim. Þar biðu okkar brownies sem Íris hafði bakað og það var mjög gaman að heilsa uppá hana og Helenu litlu. Hún er alltaf jafn hrifin af Fróða, það má nú deila um það hvort sú hrifning sé endurgoldin, en Fróði leyfir henni þó allt. Íris er svaka fín mamma og passar vel uppá að litla skottan fari varlega þegar hún klappar honum.
Í dag rétt drösluðumst við á fætur þegar klukkan mín hringdi klukkan 9. Ég var nottlega búin að gleyma því að við græddum einn tíma í dag þar sem klukkurnar voru færðar yfir á vetrartíma klukkan þrjú í nótt. Halla fer í Frederikstad á eftir og verður með sunnudagaskóla fyrir íslensku börnin í íslenska söfnuðinum. Það á eftir að koma í ljós hvort ég komi með eða hvorti ég verði að vera hér heima og læra. Verkefnavinnan gengur ekki alveg nógu hratt hjá mér, enda freistandi að gera ýmislegt annað :Þ
Fjóla bestasta kemur svo eftir minna en viku og ég bara trúi því ekki! Tíminn líður svo hratt og ég get ekki beðið eftir að fá hana hingað. Ég talaði svo við Maríu á Skype í gær, en við höfum mikið verið að spá hver væri besta og ódýrasta leiðin fyrir mig að fara til hennar. Við fundum flugmiða á 1100 krónur sem fer klukkan 18 á fimmtudag og til baka kl. 7 á mánudagsmorgni. Það verður líka gaman að heimsækja Maríu og hitta Hjalta í leiðinni. Það er semsagt nóg að gera framundan. Halla er mikið að spá hvað hún ætlar að gera í framtíðinni og við erum búnar að ræða fram og til baka möguleikann að vera hér áfram og hún getur vel hugsað sér það. Hver veit svo nem við gætum seinna meir leigt saman, sem væri líka æði. En þetta eru allt pælingar og líka fyrirbænarefni að Halla fái sannfæringu fyrir hvað hún á að gera.
En nú er kominn tími til að borða morgunmat, kæru vinir. Eigið góðan dag.
Knús og saknaðarkveðjur!

6 comments:

Anonymous said...

Vá það á eftir að vera gaman að fá Fjólu :)
Kristín og voff voff

Helga said...

Já, það verður æðislegt, hlakka rosalega til :)

Anonymous said...

Hvernig fór svo fyrir ristavéinni? Var hún jarðsungin eða var hægt að koma í veg fyrir frekari of ristuð brauð?
Ég kvitta; -Katrín Sigurbjörg.
(fann ekki gestabókina)

Kári said...

halló helga. nú vantar íslensku genius, vonandi ertu ekki búinnað gleyma henni alveg. Ég á að skila ritgerð sem gildir 20 % af lokaeinkunn á þriðjudaginn og ég var að pæla hvort ég mætti senda þér hana í emaili svo þú gætir lesið yfir stafsetninguna fyrir mig, eins og þú veist er ég algerlega óendanlega góður í íslenskri tungu svo þetta er meira svona formsatriði en væri samt mjög vel metið! :) Er það í lagi? ef svo er þá þarf ég email, ef svo er ekki þá er það bara allt í lagi ef ú ert bissí.

Helga said...

Hæ, Kata mín! Langt síðan síðast, ég þyrfti nú bara að slá á þráðinn hjá þér hið fyrsta :D En með ristavélina, það voru gerðar á henni endurlífgunartilraunir og hún liggur nú á gjörgæslu með rafmagn í æð!

Kári: Það er alveg sjálfsagt að kíkja á ritgerðina þína, ég er að vísu sjálf að skila verkefni í fyrramálið og svo kemur Fjóla líka á morgun. En þú mátt alveg senda mér hana og kannski vinnst mér tími til að kíkja á hana. Getur sent hana á helga.kolbeinsdottir@yahoo.com

Kári said...

ókei takk :D. þá þarf ég bara að skrifa hana, you know me, ég er búinn að skrifa akkurat 5 stafi núna, 6 ef þú telur punktinn með