Ég átti ágætis helgi, fór í mat til Elinar á laugardaginn og við fórum svo saman á samkomu í Missjonsalen. Eftir á fórum við, ca 15 manna hópur, heim til Elinar og spiluðum mjög skemmtilegan leik. Ég var svo keyrð heim að dyrum klukkan tvö um nóttina eftir skemmtilegt kvöld. Það hefur verið mikið að gera þessa vikuna í skólanum og ég er byrjuð að vinna í næsta stóra verkefni sem ég þarf að klára áður en Fjóla kemur, sem er btw eftir viku og einn dag!!! Ég gat tekið smá pening útúr hraðbanka í fyrradag svo ég gat fengið mér góða máltíð í skólanum í dag. Ég fékk óvænta símhringingu í dag frá Elin sem sagði mér að hún og fjölskylda og vinir hefðu safnað smá pening handa mér, ég vissi ekki alveg hvað ég átti að segja við þessu, en ég er mjög þakklát að þau hafi hugsað til mín.
Í kvöld þarf ég að pakka saman fötum, námsbókum og skrappdóti því ég er að fara að flytja til Höllu framyfir helgina, eða á meðan hún er ein í húsinu. Það verður geggjað stuð hjá okkur, vonandi samt ekki það mikið stuð að ég gleymi að glugga í bækurnar!
Í kvöld þarf ég að pakka saman fötum, námsbókum og skrappdóti því ég er að fara að flytja til Höllu framyfir helgina, eða á meðan hún er ein í húsinu. Það verður geggjað stuð hjá okkur, vonandi samt ekki það mikið stuð að ég gleymi að glugga í bækurnar!
4 comments:
Verður örgglega æðisleg helgi hjá þér :)
Kristín og voffarnir
Hei það vantar meira blogg ert ekki alveg að standa þig... ;) en ég skil að þú ert upptekin í að læra og svona þannig að ég fyrir gef þér.... en samt bara smá ;9
Kv Fjóla og Moli
Kristín: Já, takk fyrir það, þetta hefur verið frábær helgi hingað til :)
Fjóla: Heyrðu, ég verð nú að fá að klára verkefnið áður en þú kemur! :Þ En ég skal henda inn smá bloggi hérna fyrir mína dyggu lesendur :)
Hei gella ég þarf að eiga við þig símadeit svo ég viti hvað ég á að gera þegar ég lendi í Osló er svo óvön því að ferðast ein.
Egum við að segja að ég verði heima á þriðjudag kl 20:30 á íslenskum tíma?
Heyrði í þér Kv Fjóla og Moli
Post a Comment