Saturday, October 11, 2008

Krepputími

Sælt veri fólkið. Það má nú segja að ýmislegt hafi borist til tíðinda þessa vikuna, eins og allir Íslendingar vita. Á meðan þessar hörmungar dynja yfir litla landið okkar hef ég reynt að einbeita mér að náminu hér í Noregi. Það hefur verið nóg að gera í skólanum þessa viku og á þriðjudeginum fór ég í Moskvu með skólanum. Það var mjög áhugavert. Við stúlkurnar þurftum að hafa sjal á höfðinu til að fela hárið og allir þurftu að byrja á því að fara úr skónum áður en við fórum inní hið allra heilagasta. Það var semsagt stór teppalagður salur með altari fyrir miðju. Þar var útskorinn stóll sem var samkvæmt öðrum kyrtilklædda leiðsögumanninum eftirlíking af stól sem Múhammed á að hafa setið í, eftir því sem ég best skildi. Þetta var allt hálfkjánalegt fannst mér samt. Þetta voru semsagt tveir kyrtilklæddir menn sem áttu að kynna þetta fyrir okkur og annar sat á gólfinu og sagði eitthvað á arabísku sem hinn svo túlkaði. Á veggjunum voru spjöld sem á stóð að fólk ætti að slökkva á gemsanum sínum. Í miðri setningu hjá öðrum kynnanna hringdi svo síminn hans og hann gerði sér lítið fyrir og svaraði í hann. Stuttu seinna hringdi síminn hjá þeim sem sat á gólfinu líka og honum þótti það greinilega ekki óviðeigandi að svara í hann líka. Þá var manni eiginlega nóg boðið. Þarna áttum við að koma með einhverja klúta á hausnum því allt á þetta að vera svo háheilagt..... æ, ég segi ekki meir. Bara að mér þótti ekki mikið til þessa koma. Inní moskvunni var svo námsherbergi þar sem krakkar gátu komið og fengið námsaðstoð sem er samvinnuverkefni við Rauða Krossinn þar í landi. Mjög spes.
Ég skrifaði svo skýrslu um heimsóknina á norsku með hjálp Camillu vinkonu minnar sem er með mér í bekk. Við spjölluðum heilmikið saman í gær en mér líkar afar vel við hana. Hún er alveg vitlaus í öll dýr og að sjálfsögðu þvílíkt hrifin af Fróða. Ég sagði henni að ég væri að fara að heimsækja Maríu í nóvember og hún bað mig um að fá að passa hann! Ég er ekkert smá ánægð og veit að Fróði verður í þvílíku dekri hjá henni og kærastanum hennar.
Annars hef ég fylgst daglega með því sem er að gerast í efnahagsmálum heima og það var vægast sagt furðulegt að hringja í Kaupþing í fyrradag og fá þær upplýsingar að ég gæti ekki framkvæmt símgreiðslu á milli Íslands og Noregs. Ég fékk eiginlega hálfgert sjokk, en ég er vongóð um að ég fái aðgang að peningnum mínum eftir helgi.
Ég fékk reyndar sama dag mjög magnað vers í tölvupóstinn (fæ eitt á hverjum degi):
8Guð er þess megnugur að veita ykkur ríkulega allar góðar gjafir til þess að þið í öllu og ávallt hafið allt sem þið þarfnist og getið sjálf veitt ríkulega til allra góðra verka.
II Kor 9:8
Ég ætla að halda fast í þetta vers á þessum erfiðu tímum og vona að það verði ykkur einnig huggun og hughreysting.
Guð blessi ykkur öll og landið okkar góða

3 comments:

Fjóla Dögg said...

Já þetta er rosalegt ástand hérna heima. Danir hafa alveg lokað á viðskipti við íslenska banka og danskir ríkisborgarar sem eru búsettir á íslandi geta ekki einusinni millifært dínum pening hérna heima út eða öfugt.
Við Davíð getum bara tekið út dollara að verðmæti 50.000 kr á dag þannig að það er bara að mæta á hverjum degi og taka eitthvað út.
Annars þetta með Moskvuna ég er ekki viss að ég gæti farið eftir þessum reglum að hafa hausklút og allt þetta dót ég er bara svo innilega á móti því. Ég hefði bara tekið af mér slæðuna eftir að seinni gaurinn svaraði í símann og hana nú ;).
Ég veit um eina stelpu sem er reyndar í danmörku sem þurfti að fljúga heim til Íslands til að ná í námslánið sitt til að getað lifað í danmörku ef þú fattar vegna þess að hún mátti ekki millifæra.
En ég segi ekki meir í bili bið bara að heilsa þér dúlla, rosalega gott að heyra þetta með Fróða og pössun.
Knús knús frá kreppulandinu

Kári said...

Jahérna, hefurðu þá engan pening?
Þetta er allavega í fyrsta skipti sem að ég er feginn að eiga bara alls engan pening, annars hefði ég tapað honum öllum! Við lára eyddum öllum sparnaði okkar í ferðinni og ef við hefðum ekki gert það þá hefðum við bara tapað honum i ekkert líkt og sumir bekkjarfélagar mínir núna!
Haha, ég hélt fyrst ða þú værir að tala um að þú hefðir skroppið Rússlands, fannst það ansi grande fyrir svona námsmann í kreppu!
Jæja, fátt að gerast hér sem þú veist ekki, ísland bretland að fara í stríð, þorskastríðið 2, and this time for real!

Helga said...

Fjóla: Já, það var erfitt að gefa ekki bara skít í þetta allt saman og rífa af sér klútinn, en ég lét það vera.
Kári: Akkúrat núna hef ég bara það sem er í veskinu mínu og einhverja nokkra íslenska aura inná íslenskum bankareikning sem ég get vonandi tekið útaf í hraðbanka.
Já, þetta er nú ekkert smá lélég framkoma hjá þessum Brown vitleysing, skil ekki að maðurinn skuli leggjast svona lágt.