Eins og vanalega hefur verið nóg að gera síðustu daga. Á miðvikudaginn var ég þó í fríi og ég og Halla fórum til Ski þar sem hún þurfti að framkalla myndir fyrir skrappið. Við löbbuðum aðeins um í risastóra mollinu í Ski enda útsölurnar alveg í hámarki hérna. Um fimmleytið kvöddumst við og ég fór á lestarstöðina þar sem ég hitti Emilie og Elinu sem voru með mér á Biblíuskólanum. Við fórum svo saman til Emilie og áttum mjög huggulegt kvöld saman. Á fimmtudaginn var langur skóladagur hjá mér og eftirá þvoði ég í forlaginu. Föstudagurinn var ekki auðveldari þar sem ég þurfti að vakna hálfsjö til að fara til Klöru og þrífa hjá henni fyrir skólann. Eftir skóla hitti ég Höllu niðrí bæ og við fórum á smá búðarrölt þar sem Höllu vantaði nýtt meik og svo fann hún rosalega fína úlpu á 50% afslætti. Ég keypti diskamottur með froskum á fyrir 6 krónur í Nille og svo rændi Fróði smábarnalaeikfangi úr einni hillunni svo ég neyddist til að kaupa það líka. Ég fór svo heim til Höllu og var í mat þar og gisti svo sem var rosa fínt. Á laugardeginum skröppuðum við alveg helling og pössuðum Sigrúnu litlu sem æðir eins og trukkur um allt hús svo ekki má líta af henni. Fróði var orðinn soldið þreyttur á henni og vildi ekkert hafa hana nálægt sér þegar hann var að taka fegurðarblundinn.
Á laugardagskvöldinu kom Kata til okkar og við borðuðum saman og horfðum á Jane Austen mynd. Það var svakalega gaman. Í dag fer ég svo í forlagið að þvo og ætla svo að dusta rykið af skólabókunum. Hér snjóar og snjóar svoleiðis að ég hef sjaldan séð annað eins og ef ég ætti skíði færi ég eflaust á þeim útá strætóstoppistöð á eftir.
Í dag er morsdag, eða mæðradagurinn svo RISA knús á bestustu mömmu í heimi
Á laugardagskvöldinu kom Kata til okkar og við borðuðum saman og horfðum á Jane Austen mynd. Það var svakalega gaman. Í dag fer ég svo í forlagið að þvo og ætla svo að dusta rykið af skólabókunum. Hér snjóar og snjóar svoleiðis að ég hef sjaldan séð annað eins og ef ég ætti skíði færi ég eflaust á þeim útá strætóstoppistöð á eftir.
Í dag er morsdag, eða mæðradagurinn svo RISA knús á bestustu mömmu í heimi
2 comments:
hæ hæ og kvitt kvitt fyrir innlitið :) en er Fróði ekki bara að fíla sig soldið í snjónum?
Hæ, jú Fróði er alveg hæstánægður með þetta, fyrir utan þegar snjórinn er svo hár að hann bókstaflega hverfur ofan í hann.
Post a Comment