Tuesday, February 17, 2009

Loksins komið blogg og myndir og Vídjó!!!!

Það er víst fyrir löngu kominn tími á blogg!!! Síðasta vika var nú heldur ekkert svo viðburðarmikil, bara skóli og vinna og þetta venjulega. Fór reglulega í heimsóknir til Kötu og Höllu þar sem ég fékk að borða góðan mat og horfa á þætti á surfthechannel.com.
Helgin var fín, ég var löt á laugardag og á sunnudag fór ég í Nordberg kirkju þar sem ég sá um íslensku kennslu fyrir litlu krakkana. Það gekk bara ágætlega, en þetta verður svolítið challenge þar sem krakkarnir eru allir á misjöfnu stigi hvað varðar lestrarkunnáttu og íslenskukunnáttu.
Í gær fór ég að þrífa í forlaginu eftir skóla. Um kvöldið fór ég svo í fyrsta sinn í Nybeginners grúppuna í hundafiminni. Ég og Fróði mættum á svæðið stundvíslega klukkan átta. Fyrsta æfingin var að láta voffana ganga í kringum keilur og Fróði stóð sig voða vel, var alveg fullkominn í hæl og allt. Með okkur var dönsk kona og hvíta Schnauzer tíkin hennar. Tíkin réðst fjórum sinnum á Fróða meðan við vorum að æfa áður en konan loks setti hana í taum, en þá vorum við Fróði þegar búin að missa soldið fókusinn enda sló þetta okkur bæði soldið útaf laginu. Við náðum okkur þó nokkuð vel á strik aftur og þá gekk bara nokkuð vel - fyrir utan að Fróði gelti reglulega á Sheltie tíkina sem var með okkur og var hálfsmeykur við Schnauzer tíkina. Hann strauk bara tvisvar úr bananum (hundafimibrautinni) í fyrra skiptið til að gelta á stóran svartan hund (sem ég átti nú von á að myndi gerast). Í seinna skiptið hafði hann átt að hlaupa í gegnum göngin en hann sneri alltaf við og hljóp út aftur þrátt fyrir að kennarinn reyndi að hindra hann. Svo Fróði fékk bara nóg af þessari grevilsins vitleysu og þaut eins og eldibrandur um hundafimibraggann, í kringum göngin, uppá borð alveg eins og píla. Ég stóð bara hjálparlaus þar til hann loks ákvað að koma til mín aftur og þóttist ætla að vera prúður. Hann fór restina af bananum í taum og ég gat ekki annað en hlegið þegar þessari æfingu var lokið. Síðasta skiptið sem við fórum banann átti hann bara eftir að hoppa yfir tvö prik, ég lét hann setjast og og sagði svo gjössovel, koddu hæll... en minn bara haggast ekki. Það var alveg sama hvað ég og þjálfarinn reyndum en allt kom fyrir ekki. Fróði sat sem fastast. Það endaði á því að ég setti hann bara í taum og hoppaði með honum. Þjálfarinn sagði að Fróði væri bara orðinn þreyttur og nú ætti hann ekki að fara oftar í banann það kvöldið. Hún sagði mér einnig að ég hefði rosa gott kontakt með hann og ynni mög vel með honum svo ég var mjög ánægð.
Á leið heim stoppaði ein konan sem hafði verið á námskeiðinu og bauðst til að skutla mér að stoppistöð nær Osló. Ég var rosa þakklát enda tekur mig ca 2 tíma að komast heim til mín frá Hellerudsletta, með þrem strætóum.
Í dag fór ég til Höllu þar sem við héldum með pompi og prakt uppá 25 ára afmælið hennar (já ég veit það var 24. jan en betra er seint en aldrei). Kötu var boðið líka og Arna bakaði rosa góða köku og hún og Halla elduðu kjúklingabringur með camebert osti inní og rjómasósu.

Við skvísurnar
Fróði var nú ekki jafn hrifinn af þessum partýflautum og við

Halla blæs á kertið á kökunni (hefðu mátt vera MIKLU fleiri)

Ég og Sigrún, veisludýr

Ég, Halla, Rut og Sigrún og Kata

Kakan góða og glæsilega

Mæðgurnar Arna og Sigrún

Ég, Rut, Sigrún, Kata og Arna

Tókum svo nokkur vídjó af Fróða á vélina hennar Höllu þar sem hann er að vefa, hér kemur eitt og það koma fleiri fljótlega í fleiri póstum:



Endilega tjáið ykkur og hafið það gott.

4 comments:

Davíð Örn said...

Ofsalega gott að sjá aftur blogg frá þér :D gaman gaman!

Það er greinilegt að þú og Fróði eruð farin að finna verulega fyrir krísunni sem gengið hefur yfir Ísland. Þegar þið verðið fyrir svona aðkasti frá Dönum...í Noregi...þetta er náttúrulega skandall!

p.s. snilld að sjá myndband af ykkur Fróða. Halla þú ert svakadugleg á myndavélinni, ofsalega ánægður með þetta!

Helga said...

Já, þessir Danir, alveg rosalegir og fá svo þjóðverjana til að vinna skítverkin fyrir sig!

Fjóla Dögg said...

Til hamingju (fyrir l0ngu) með Afmælið Halla mín. Ég hefði alveg viðjað mæta í þetta flotta afmælispartý.
En það er einmitt málið sem ég hef verið að hafa smá áhyggjur af með hundafimina að vera í tvo tíma hundarnir verða öruglega svo rosalega þreyttir og þá er ekkert sniðugt ða gera meir en ég sé að kennararnir hugsa út í það sem er gott ;). Hann er samt alveg æðislegur

Kv Fjóla og Moli sinn

Helga said...

Já, kennarinn var rosa fínn og passaði líka uppá að hundarnir fengju góða hvíld inná milli. Líka lögð áhersla á að hita þá upp fyrir og eftir æfingu. Svo fáum við fræðslu seinna meir um teygjur og æfingar sem er gott að gera fyrir og eftir hundafimina.