Í dag átti að vera hundafimi með Fróða mínum og ég var búin að hlakka mikið til. Fyrir slembilukku kíkti ég á póstinn minn áður en ég fór út og sá þá að kennarinn hafði sent meil það sem hann útskýrði að tímanum í dag væri frestað vegna kulda!!!! Það er að vísu skítkalt úti og langt fyrir neðan núllið, en veit ekki til þess að það sé mikið kaldara en um síðustu helgi. Æfingarnar eru haldnar í einskonar bragga, en þar inni er kaldara enn úti því sólin fær ekki að skína þar inn.
Ég var nottla grautfúl en í staðinn fórum við Fróði í smá labbitúr í skóginum fyrir utan hjá mér og aldrei þessu vant mundi ég eftir myndavélinni :D
Ég var nottla grautfúl en í staðinn fórum við Fróði í smá labbitúr í skóginum fyrir utan hjá mér og aldrei þessu vant mundi ég eftir myndavélinni :D
Þetta er skíðabrekkan, eða slalombakken, sem er í 3mín. göngufjarlægð frá mér, vanalega full af fólki, en opnar samt ekki fyrr en eftir 4 á daginn.
6 comments:
O enn fúllt samt ekkert gaman að vera að krókna úr kulda, en reyndar hitnar manni á því að hlaupa brautina :D
Kristín
Já, ég hefði alveg meikað kuldann sko. Bara klæða sig vel líka. En það verður vonandi hlýrra næst svo þeir aflýsi ekki aftur.
Gegjaðar myndir. Mér finst ekkert smá fyndið hvað þemað á síðunum okkar er öðruvísi ég með pálmatré og strönd og þú með snjóuan Fróða :D
Kv Fjóla og Moli ný snyrti
Takk :D Haha já, það er nú eiginlega soldið kómískt :þ Væri reyndar alveg til í að skipta við þig í smá stund er alveg komin með nóg af að vaða þennan snjó! :D
Ég skil það vel myndi ekki nenna að fara í kuldagallan og múnbúddsið núna alveg á hreinu. Við Moli fórum meira ða segja í sólbað í dag ;)
kv Fjóla og Moli
Gaman að sjá myndirnar af Fróða. kv Halla Marie
Post a Comment