Monday, March 02, 2009

Verkefna vinna og götótt budda

Jæja, þá er kominn tími á blogg. Þessi vika hefur verið annasöm, ég hef verið að vinna í verkefni og þrífa svona til skiptis. Á laugardeginum var ég bara heima að læra en í gær fór ég í sunnudagaskólann þar sem ég átti að sjá um íslensku kennsluna. Ég eyddi þvílíkum tíma í að undirbúa mig, en svo mætti bara einn lítill strákur. Eftir að ég og Sakarías höfðum haldið einn sá fámennasta sunnudagaskóla sem sögur fara af var boðið uppá kaffi og kökur í kirkjunn. Halla hafði verið í messunni og við settumst saman við borð og Kata kom svo stuttu síðar með Fróða sem hafði verið í pössun hjá henni. Ég hitti Elsu í messunni, sem ég er að fara að leigja hjá. Hún er rosalega yndæl og sagðist hlakka til að fá mig. Ég get nottla ekki beðið eftir að flytja, en ég geri ráð fyrir að það verði helgina 20 og 21 mars, eða eftir tæpar 3 vikur :D

Verkefnavinnan gengur sæmilega hjá mér og í dag mætti ég í skólann, eftir tíma fór ég á bókasafnið og fann þar bók um Augustinus, sem verkefnið er um. Ég ætla að glugga í henni í dag og vonandi get ég sett eitthvað meira niður á blað. Ég var svo að enda við að borga leiguna mína og það sem ég skuldaði MF og það er ekki mikið sem eftir stendur á bankareikningnum. Ég gat þó afhent vottorðið fyrir Fróða með norsku þýðingunni og stimplað og undirskrifað af Örnu svo það er léttir að vera buin að því. Ég fékk svo leiðinlegt sms frá þeirri sem er yfir skúringunum í forlaginu. Einhver á 3 hæð sagðist vera með ofnæmi svo nú verður Fróði að vera lokaður inni á skrifstofu eða á ganginum meðan ég skúra. Ég veit ekki alveg hvernig ég fer að því, en þetta er vægast sagt frekar fúlt. Ég fer væntanlega að skúra á morgun en þá ekki fyrr en allir eru farnir svo ég og Fróði getum verið í friði (svona ef við skyldum ekki fylgja reglunum alveg 100%).
Annars er hundafimin í kvöld og danska konan og Schnauzer vinkona Fróða sækja okkur hjá SPAR í kvöld og ég hlakka til.

3 comments:

Anonymous said...

Góða skemmtun í hundafimi :)

Kristín

Fjóla Dögg said...

æi fúlt með þetta endalausa ofnæmis fólk. Alltaf þarf það að vera einhver svoleiðis en þannig er þetta bara því miður Þú mátt þó samt enþá taka hann með þér bara ekki inn á allar skrifstofurnar það er þó algjör léttir í staðin fyrir bara þvert nei (maður á alltaf að horfa á björtu liðarnar er það ekki?)
En við Moli erum lika ða fara í fimina í kvöld og hlakkar okkur mikið til þess. Ég var annars að koma úr hörku bj´s verslunarferð og er ískápurinn minn troðfullur þannig að þér er bara boðið í mat á morgun og það sem eftir er vikunnar :D.
Knús frá Fjólu og Mola.

Helga said...

Já, það er alveg satt, mjög fegin að ég fékk ekki þvert nei. En vonandi var stuð hjá ykkur Mola í fiminni, það var sko hörkustuð hjá okkur Fróða.
Já og þú mátt reikna með mér í mat alla þessa viku :þ