Saturday, March 21, 2009

Innflutningspartý

Það hefur aldeilis mikið gengið á síðustu daga en helst er þó í fréttum að í gær var innflutningspartýið mitt. Ég var með þrjá dygga aðstoðarmenn til undirbúnings veislunni, en Halla og Kata löguðu súpu og bökuðu bollur á meðan ég og Camilla gerðum franskar súkkulaðikökur.
Camilla fór þó fyrst í tveggja tíma gönguferð með Fróða kallinn, sem var ekkert sérlega hreinn þegar þau komu heim:

Það var nottla ekkert annað í stöðunni ena ð henda kallinum í bað, enda gat hann ekki verið svona útlýtandi í innflutningspartýinu.
Hann var baðaður með dýrindis sápum og útmakaður í silkiolíu, burstaður og pússaður og þetta var útkoman:
Það var soldið stress að klára að gera allt áður tími væri kominn á gestina og hefði aldrei hafist án hjálpar, það er á hreinu. Ég henti mér í ískalda sturtu (allt heita vatnið fór í baða Fróða) og fór svo út á T banastöðina að sækja stelpurnar. Þegar við komum til baka voru snilldar aðstoðarmennirnir mínir búnar að kveikja á kertum, leggja á borð og gera allt kósi. Það vildi þó ekki betur til en svo að hellan réði ekki við að hita risa stóra potinn sem ég fékk lánaðan hjá Elsu til að gera íslensku grænmetissúpuna. Það var því ekkert annað í stöðunni en að banka hjá Elsu og fá að hita súpuna í eldhúsinu hennar. Það var alveg sjálfsagt og Kata stóð yfir súpunni meðan ég sinnti gestunum.
Súpan kom svo rjúkandi heit og fín upp tröppurnar og allir settust við borðið.
Það var nottla ekki hægt annað en að gretta sig smá framan í myndavélina:
Einasta myndin af okkur öllum:
Á myndinni að ofan er frá vinstri: Ég, Camilla, Halla, Kata, Miriam og Henriette. Marte situr svo fremst.

Henriette var í svaka stuði og reif af sér brantarana. Hún las svo fyrir okkur nokkrar norskar þjóðsögur


Eftir matinn voru kökurnar settar í ofninn. Camilla og Kata setja bökunarpappír í formið:

Halla sker jarðaber sem ég raða svo á kökuna

Fróða flúði undir stól á meðan til að vera ekki troðinn niður.

Ég stórefa að það hafi verið jafnmargir í eldhúsinu áður (BTW Fróði liggur við fæturnar á Camillu)

Kata og Camilla einbeittar

Miriam vinkona

Ég sýni glæsilegu girnilega kökuna

Namminamminamm :þ

Miriam fær fyrstu sneiðina

Það var sko nóg pláss fyrir alla í sófanum.
Frá vinstri: Camilla, Henriette, Marte, Miriam, Halla, Kata og Fróði

Svo nottla ein með mér líka :D

Þetta var æðislegt kvöld og ég hef ekki skemmt mér svona vel lengi. Ég fékk svo auðvitað pakka líka, Marte gaf mér rosa sætt hjarta sem hún saumaði og krukku með kerti í sem hún föndraði líka. Camilla gaf mér brauðhníf og box með gúmmíbjörnum sem á "að opnast í neyð". Kata og Halla gáfu mér svo geggjað flotta uppþvottahanska og bursta með blómamunstri.

5 comments:

Davíð Örn said...

ohh vá hvað það hlýtur að hafa verið gaman hjá ykkur ég sé að þú hefur skemmt þér konunglega. En það er eitthvað við þig Helga sem gerir það að verkum að allir eru til í að hlaupa til handa og fóta til að hjálpa þér. Þú ert bara svo rosalega mikið worth it ;).

Love

Fjóla, Moli og Davíð

Helga said...

Já, þetta var rosalega skemmtilegt kvöld. En ég er nottla bara svo rosalega blessuð að eiga svona marga frábæra vini sem eru tilbúnir að hjálpa mér :D

Love og knús
frá mér og Fróða

Anonymous said...

Vá sérst vel á myndunum að það hefur verið gaman :)
Fyndið að sjá svona marga í litlu eldhúsi, kakan svaka flott svona hjarta :)

Knús
Kristín

Anonymous said...

já ég er vottur um að það var gaman og rosalega notalegt að vera heima hjá Helgu.

Anonymous said...

Þetta var Halla Mallari.