Wednesday, April 01, 2009

Búin að skila lyklunum og próf á föstudaginn

Ég hef ekki bloggað í heila eilífð, en sannleikurinn er að það hefur hreinlega verið brjálað að gera hjá mér undanfarna daga. Ég þurfti að fara þrisvar og þrífa gömlu íbúðina áður en leigusalinn var ánægður og þurfti svo í IKEA á mánudaginn til að kaupa nýja fíltera í næstum ónotaða viftuna fyrir ofan helluborðið í míní eldhúsinu í gömlu íbúðinni. Þetta tók allt saman vægast sagt á og ég er afar þakklát Kötu og Höllu fyrir að koma með mér að þrífa í tíma og ótíma. Þetta kostaði mig allt saman afar dýrmætan tíma og ég hef því ekki haft þann tíma sem ég hefði þurft til að læra undir examen filosofikus prófið á föstudag. Ég þakka ykkur samt sem báðuð fyrir þessu og er svo þakklát að vera búin að skila lyklunum og fá depositum.
Í gær sótti ég Arnrúnu á lestarstöðina og beið með henni eftir að Kata væri búin í skólanum. Ég fór svo og þvoði í forlaginu. Við borðuðum svo þrjár saman mat heima hjá mér og Halla kíkti svo í heimsókn og við gæddum okkur á ís saman.
#Myndir koma í kvöld#
Í dag sól og blíða og alger hryllingur að vera föst í prófalestri á svona dögum. Ég er núna í seminartíma sem er skyldumæting í en á eftir ætlar Miriam að koma í heimsókn til mín og við lærum fyrir prófið saman.
Ég væri þakklát ef þið vilduð biðja fyrir því að ég nái þessu prófi.

Fjóla og Davíð hafa ákveðið að flytja til Washington því Davíð ætlar í Georgetown Law. Ég er himinlifandi yfir þessari ákvörðun og hef sterka sannfæringu fyrir því að hún sé sú rétta. Ég get ekki beðið eftir að geta heimsótt þau :D

En ég þarf að fara að fylgjast með seminartímanum núna og bið ykkur bara vel að lifa. Ég bæti við nokkrum myndum í kvöld ef tími vinnst til eftir próflesturinn.

4 comments:

Fjóla Dögg said...

oh svo gott að vera bara búin með allt þetta íbúðar vesen ogvera komin í alveg hreint frábæra íbuð á lægra verði.
Við hlökkum ekkert smá til að fá þið í heimsókn til okkar og vonum að það verði fyrr en sinna

kv Fjóla og Moli

Davíð Örn said...

Við biðjum fyrir þér og prófinu!

kv. Davíð

Anonymous said...

Vá hlítur að vera léttir að vera búin að skila lyklunum :)
Gangi þér rosalega vel í prófinu ég viet þú nærð því ;)
Kristín

Helga said...

Fjóla: já ég er rosa ánægð og þakklát. Og ég get ekki beðið eftir að geta komið í heimsókn til ykkar. Verðum að biðja að Guð opni leið til þess.

Davíð: Takk fyrir það, ekki veitir af!

Kristín: Já, ég er svo fegin. Takk fyrir hughreystinguna, ég vona ég klári mig á þessu.

Knús á línuna, Helga og Fróð sinn