Jæja. Ég vaknaði í morgun og var þá árinu eldri.
Ég er semsagt orðin 25 ára!
Ég er semsagt orðin 25 ára!
Ég hef nú lifað fjórðung úr öld og get því ekki talist neitt unglamb lengur! Ég fann grátt hár um daginn og ætlaði að halda uppá það en nú finn ég það ekki aftur. Sólin skín og það virðist ætla að verða góður dagur í dag og ég ætla að reyna að njóta hans þrátt fyrir allan lærdóminn. Ég hef nú þegar fengið fjölmargar afmæliskveðjur í símann minn sem ég er þakklát fyrir. Ég reikna svo fastlega með því að pökkum rigni yfir mig í kvöld þegar Kata og Halla koma í mat. Það eina sem vantar eruð þið sem lesið bloggið mitt og ég hugsa til ykkar með söknuði í dag. En nú ætla ég að opna pakkann frá Fjólu.
Eigið góðan dag!
2 comments:
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SÆTASTA!!!!!!!!!!
Við Moli, Davíð og Narta sendum þér alveg yndilsegar afmæliskveðjur og vonum að þú hafir verið ánægð með gjöfina frá okkur :D.
Eigðu góðan dag og megi Guð blessa og varðveita þig alltaf
kveðja Fjóla, Davíð, Moli og Narta
Takk Fjóla og Davíð og allt liðið. Takk æðislega fyrir gjöfina. Ég er búin að úða í mig sugababes og byrjuð að lesa Joyce Meyer. Snilld líka kokkabókin :D Og plattinn er kominn uppá vegg :D
Innilegustu þakkarkveðjur og knús elsku bestasta Fjóla og fjölskylda.
Post a Comment