Wednesday, April 15, 2009

Páskamyndir

Þetta voru fyrstu páskarnir mínir fjarri fjölskyldu og mörgum góðum vinum. Þeir voru þó bara nokkuð ánægjulegir og ekki spillti fyrir að ég og Kata elduðum alveg ótrúlega góða páskaskinku með brúnuðum kartöflum og ávaxtasallati á páskasunnudag, eftir að við komum heim úr páskamessu úr morguninn.
Hér er Kata að bragða á sósunni og athuga skinkuna

Namminamm :þ

Eftir matinn var svo myndataka og auðvitað var Fróði aðalviðfangsefnið.

Ha, norskt pappapáskaegg, hvað er nú það???

Sætastur

Páskabaðið

Ég er sko BARA saklaus mamma

Fróði og Kata að knúsast

Við fórum svo í smá labbitúr og ég tók myndir af húsinu mínu.
Það er fremst til vinstri á myndinni:

Kata hinum megin við götuna


Þegar við komum inn bökuðum við franska súkkulaðköku úr Nóa Siríus suðusúkkulaði, nammnamm....:p

Nú svo hélt myndatakan auðvitað áfram:

Haha, smá dýranýðsla í gangi

Svo ein svona alvarleg í lokin.


Seinbúnar páskakveðjur frá mér og Fróða :D

No comments: