Ætlaði bara að láta vita að það er svo sannarlega komið sumar hérna í Osló. Ég fór út með námsbókina í gærmorgun til að lesa og fór svo í labbitúr með Fróða og hitinn var kominn upp undir þrjátíu gráður þar sem sólin skein beint á mig í sólstólnum úti í garði. Ég þoldi ekki lengur við heldur flúði inn aftur. Í gærkvöldi fór ég með Elsu í grill til Örnu og mér var boðið með til að leiðbeina Elsu hvaða leið hún á að keyra til Örnu. Það var rosalega fínt, æðislegt veður og ég og Halla sátum úti á palli og borðuðum grillað lambakjöt og kjúklingabringur. Ég keyrði svo okkur Elsu heim ásamt konu sem heitir Arna sem var með okkur í grillinu og kemur frá Bergen. Hún var rosa hrifin af Fróða auðvitað og sagði að svona hund vildi hún eignast. Mér tókst svo að koma okkur Örnu gegnum allar einstefnurnar og krúsídullurnar í miðbæ Oslóar og heim á Jutulveien. Í dag þarf ég svo að fara og þrífa í Forlaginu og vinna í sunnudagaskólanum. Þess á milli er ég að vinna í verkefni sem ég á að skila á miðvikudaginn um nyreligiøsitet. Mér mun samt ekki leiðast þegar ég hef skilað því af mér því þá kemur mamma! Ég hlakka rosa til að fá hana í heimsókn og kannski held ég bara upp á afmælið mitt líka þegar hún kemur, en ég verð alveg hrikalega gömul á morgun, 25 ára! Í dag virðist ætla að vera heitur dagur og spurning að kíkja aftur með bókina útí garð.
Eigið góðan dag!
Eigið góðan dag!
1 comment:
hei velkomin í suarið og sæluna enis og ég hef verið að upplifa hana :D. en núna fer allt að verða óðarflega heitt hérna þannig að vertu bara löð að þú sért að hanga í 25-30 gráðunum :S
Post a Comment