Friday, April 24, 2009

Umhverfissinnarnir

Mig langaði bara að setja inn þessa auglýsingu sem er oft spiluð í sjónvarpinu hérna úti.




Miljøagentene eða umhverfissinnarnir er hugmynd sem gengur útá að börnin eigi að passa uppá að foreldrarnir fari ekki illa með náttúruna, flokki rusl og minnki mengun því að um ræðir þeirra framtíð. Í vídjóinu stendur litli strákurinn pabba vinar síns og félaga hans að því að menga umhverfið. Hann skipar þeim að drepa á bílnum, þetta sé ekki töff og hótar að segja syni eins þeirra frá. Hann skammast sín og þeir drepa á vélinni. Strákurinn segist svo áður en hann hjólar í burtu: Jeg er ekki reiður, bara rosalega vonsvikinn.

1 comment:

Fjóla Dögg said...

oh þetta er náttúrulega bara krúttlegt :D