Sunday, March 15, 2009

Við Fróði erum flutt á Jutulveien

Ég hef ekki verið nógu dugleg við að blogga síðustu daga, en nú ætla ég að bæta úr því. Hér hefur mikið gengið á. Ég er alflutt á Jutulveien 22 og er hæstánægð hérna. Íbúðin er bara æðisleg, nóg pláss en samt svaka kósí. Ég á nú eftir að koma mér alveg fyrir, ennþá eftir að pakka uppúr tveim kössum og setja myndir á veggina og svona. Ég stefni að því að hafa innflutningspartý hérna á föstudaginn. Þá verð ég búin að skila af mér KLT verkefninu (vonandi) og hef smá tíma til að taka til. Helgin hefur verið annasöm, ég fór á frjálsan tíma í hundafiminni í gær og það gekk sæmilega. Átti erfitt með að ná sambandi við Fróða því fólk og hundar voru alltaf að koma og fara, en ég náði samt að fá hann til að fara á vegasaltið og hoppa gegnum björgunarhringinn svo ég var sátt. Eftirá fórum við nokkur af æfingunni og á stórt bílastæði þar sem hundarnir fengu að hlaupa og leika sér. Þetta voru ca 10 hundar og helmingurinn stórir. Fróði var í essinu sínu og lék við alla, jafnvel Corgi karlhund sem er vanalega vill ekki blanda geði við aðra karlhunda.
Í dag hringdi Hrefna í mig klukkan hálftvö því ég átti að mæta í sunnudagaskólann. Það var fast í hausnum á mér að ég ætti ekki að mæta fyrr en í næstu viku svo ég hljóp út, en villtist á leið á T bana stöðina því ég reyndi að stytta mér leið og þegar ég loks fann T banastöð, 2 stoppum frá minni, rétt missti ég af bananum. Ég var ekkert smá fúl og varð að sleppa því að mæta í sunnudagaskólann, en fór í staðinn niðrí bókaforlag og þvoði.
Ég ætla svo að reyna að pæla eitthvað í KLT (kristen livstolkning) verkefninu í kvöld og vonandi setja eitthvað niður á blað. Efnið sem ég valdi er: "Kristen etikk er bare for kristne" drøft og ta stilling til denne påstanden. Á íslensku : "Kristin siðfræði er bara fyrir kristna" ræddu og taktu afstöðu til þessarar staðhæfingar.
Ég ætla að skrifa á norsku og vonandi tekst mér að koma einhverju niður á blað þegar ég verð búin að lesa smá, en þetta er áhugavert efni sem býður uppá marga möguleika.
Guð blessi ykkur og hafið það gott

5 comments:

Anonymous said...

Langaði bara að segja TIL HAMINGJU með nýju íbúðina og að við Fjóla og Moli hlökkum mikið til að tala við þig í gegnum Skype á nýjum stað ;)

Helga said...

Takk fyrir það :D Já, get ekki beðið eftir að skæpast :D Ég er bara með takmarkað netsamband núna svo skæpið dettur inn og út hjá mér, en það verður væntanlega komið í lag í næstu viku :)

Fjóla Dögg said...

Hei til hamingju með að vera endanlega flut. Ég hlakka til (eins og davíð dagði) að fá skyp útsýnis ferð um íbúðina ;).
Annars vildi ég að ég kæmist í innflutningspartíið vantar svo að hitta þig elsku bestasta Helga mín. En þú verður með þeið fyrstu sem fá svo að vita hvert við flytjum í Haust svo þú getir byrjað að skipuleggja þig ;).

knús Fjóla og Moli

Helga said...

Takk :D Já þið Moli eruð svo sannarlega boðin í innflutningspartíið, bara dónó ef þið mætið ekki, sko :þ
En þetta er hrikalegt að geta ekki hist, verðum að ákveða skæp deit, þegar netið er komið í lag hjá mér :D
Ég hlakka til að vita hvaða ákvörðun verður tekin, þá get ég farið að skoða flug út með góðum fyrirvara og svona :D
Risaknús frá mér og sætalíusnum

Anonymous said...

Til hamingju með að vera flutt :D

Kristín