Fyrsti vinnudagurinn er nú yfirstaðinn og brátt tekur annar við. Ég þurfti því miður að skilja Fróða eftir í búrinu áður en ég hélt í vinnuna þar sem engin pössun fékkst. Þetta gekk bara nokkuð vel þó ég ætti oft erfitt með að skilja yfirmanninn minn en hún kemur frá Gautaborg og talar þess vegna blöndu af sænsku og norsku með sænskum hreim. Ég fékk allsherjar kynningu á Samsonite ferðatöskum og Fericci handtöskum og Bjorn Borg bakpokum meðal annars. Ég var svoldið óörugg í fyrstu enda vissi ég ekki mikið meira en kúnninn um vöruna og Linda, yfirmaðurinn, var mjög ýtin að ég þyrfti að fara og selja strax. Um fjögurleytið fór hún þó og 18 ára stelpa tók við. Hún útskýrði allt betur fyrir mér og þannig að ég skyldi það og setti enga pressu á mig. Það fannst mér miklu betra og ég gat loks farið að slaka á og verða öruggari að tala við kúnnann. Við töluðum svo helling um Chihuahua þegar búðin var tóm, þar sem hana langar í einn svoleiðis. Við tókum svo sama strætó heim og ég hraðaði mér eins og ég gat heim til Fróða míns. Hann hafði auðvitað verið ofurstressaður og ég fór í labbitúr með hann. Í dag vaknaði ég snemma og er að þvo tonn af þvotti sem ég þarf að hengja út á snúru áður en ég fer í vinnuna. Ég er byrjuð að pakka fötunum mínum og öllu brothættu enda er ég að flytja úr íbúðinni um helgina þar sem dóttir Elsu og börnin hennar flytja inní hana í næstu viku. Það verður því nóg að gera um helgina þar sem ég þarf líka að þrífa í forlaginu. Ég var að senda uppsagnarmail rétt í þessu enda hef ég úr nóg af vinnum að velja með skólanum næsta haust.
Ég ætla að fara í labbitúr með Fróða aftur áður en ég fer, en ég hreinlega hata að þurfa að skilja hann eftir einan í íbúðinni, en það vill svo óheppilega til að enginn getur passað hann fyrir mig. Ég ætla að spurja yfirmanninn í dag hvort það sé möguleiki fyrir mig að hafa hann í bakherberginu þegar ég er á vakt. Þið megið endilega biðja fyrir að hún taki vel í það.
Hafið það gott i dag!
Ég ætla að fara í labbitúr með Fróða aftur áður en ég fer, en ég hreinlega hata að þurfa að skilja hann eftir einan í íbúðinni, en það vill svo óheppilega til að enginn getur passað hann fyrir mig. Ég ætla að spurja yfirmanninn í dag hvort það sé möguleiki fyrir mig að hafa hann í bakherberginu þegar ég er á vakt. Þið megið endilega biðja fyrir að hún taki vel í það.
Hafið það gott i dag!
4 comments:
oh ég skal biðja fyrir því Helga mín og ég hef verið að biðja fyrir því þannig að vonandi hjálpar Guð þér í þessum aðstæðum.
Þú stendur þig annars svo vel og ég er svo stolt af þér. Mundu bara ð reyna eins og þú getur að leifa Fróða ekki að finna ða þú sért með samviskubit og að þér líði illa ða skilja hann eftir þá líður honum bara verr.
Elska þig dúlla
Knús Fjóla og Moli
Hi Helga mín. Ég sit hér í Sunnuhlíð sem er KFUK og KFUM húsið hér á Akureyri. Er að nýtta mér það á fullu að vera með internetið. Er með lista til að klára í kvöld. Eitt sem var á listanum var að hirngja í þig, sem og ég gerði og skiða bloggið þitt. Gaman að heyra í þér. Gangi þér vel að flita yfir. Ég náði ekki að fara til mömmu þinar sjálf með ostin en Brayn gerði það fyri mig. Ég skal biðja reddaran um að ressa þessu með Fróða. Hann er oft með svo góðar lausinr. Hann er líka mjög góður vinur minn. Knús Knús
Vona svo innilega að Fróði fái að vera með þér í vinunni hvað er þetta langar vaktir hjá þér?
Kristín
Þakka ykkur fyrir bænirnar! Fróði fær að koma með mér í vinnuna
:) ;)
Post a Comment