Síðustu dagar hafa liðið hratt! Ég fór í síðasta prófið á þriðjudag, en það gekk vægast sagt ekki vel :( Vona bara að ég nái svo það verði ekki vesen með námslánin, en ég verð bara að leggja þetta í Guðs hendur og reyna að njóta þess að vera komin í frí frá skólanum í bili!
Ég verð að vinna á hverjum einasta deg út júní eða þangað til ég kem heim 2. júlí (og já, ég er að vinna 2. júlí :p). Kannski mögulega einn sunnudagur þar sem ég á frí! En það þýðir líka að ég vinn mér inn peninga :D :D :D
Um helgina fer ég svo á kvennadagana í Norefjell og hlakka mikið til. Emma og Fróði fara í pössun til ungs pars í Nordstrand sem ég fann gegnum auglýsingu á netinu. Ég er pínu stressuð að þau séu að fara til ókunnugra en vonandi gengur það bara vel. Emma er auðvitað ennþá ofurgelgja, en hún hefur róast helling síðustu daga og mér finnst ég aftur vera búin að fá góðan kontakt við hana. Ekkert urr eða vesen nýlega heldur, enda er það svo algerlega útúr karakter fyrir hana því hún er svo ljúf og góð. Algert yndi og mér þykir alveg ofsalega vænt litlu kúrimúsina mín.
Safiyya fer heim til Texas á laugardag, en þar sem ég er í burtu yfir helgina tek ég við Lilo af vinkonu hennar á mánudeginum. Það verður stuð hér á bæ með þrjá voffa, en ég held ég láti Emmu og Lilo vera í hvolpagrindinni meðan ég fer í vinnuna með Fróða kallinn. Er að heiman í max 7 tíma og vona það sé allt í lagi ef ég fer með þær í góðan labbitúr fyrir og eftir vinnu.
Í dag eru bara 23 dagar þangað til ég kem heim!!! Ótrúlegt hvað tíminn líður! Ég er að vinna í að redda pössun fyrir voffaskrípin, en reikna með að þurfa borga eitthvað fyrir það, þar sem þeir sem ég þekki sem kæmu til greina eru uppteknir þennan tíma í júlí. En ég ætla að setja inn auglýsingu á tjúaspjallið og sjá hvað gerist. En þið megið endilega hafa þetta í bænum ykkar ;)
Hér koma svo örfáar myndir frá heimsókn Kristínu og Fjólu minni þegar þær voru í heimsókn, sakna ykkar nú þegar!
Fjóla vakin af voffunum :D
Fróði minn í klippingu hjá Fjólu:
Ég ætla að ræna eitthvað af myndunum sem þær tóku og setja á síðuna mína, fattaði að ég tók eiginlega engar myndir sjálf! :p
Svo var pínu myndataka hérna í gær :p
Emma sæta 7 mánaða og 1350 gr.
Svo ein í lokin af sætustu kúrimúsunum mínum :D
Ég læt þetta duga í bili, en næsta blogg verður væntanlega ekki fyrr en eftir helgi þar sem ég fer til Örnu eldsnemma á laugardagsmorgninum og er að vinna til 5 á morgun áður en ég heimsæki Safiyyu til að kveðja hana og Robert áður en þau fara til Texas.