Saturday, June 05, 2010

Próflestur

Ég ætla að koma með stutt blogg hérna í prófatörninni, sökum annríkis verða engar myndir í dag. En ég er á haus í lærdómnum enda skila ég heimaprófi á mánudaginn og fer í mjög erfitt grískupróf daginn eftir. Það var rosalega gaman að hafa Kristínu og Fjólu í heimsókn í síðustu viku, þó að heimsóknin hafi litast soldið af því að ég er í prófastressinu. Lilo litla "is living the good life" hjá Safiyyu, þrátt fyrir að vera alger dramadrottning! Hún öskrar svo hátt þegar Saffiya er að klippa neglur eða setja krem í augað hennar að nágranninn bankaði uppá hjá henni til að athuga hvort hún væri að misþyrma hundinum sínum! Ég hef því víst ekki yfir miklu að kvarta með hana Emmu mína, en hún er reyndar orðin mjög góð að leyfa að kíkja á tennur aftur. Hún er samt ennþá á ofurgelgju og urraði í fyrsta sinn þegar hún var í búrinu og Safiyya ætlaði að stinga hendinni inn. Þar hafði hún farið inn með spennandi bein og vildi hafa það fyrir sig. Ég varð reið og reif hana útúr búrinu og lagði hana á bakið. Hún hætti þessu um leið, en ég er orðin frekar leið á svona atvikum.
Hérna er búið að vera steikjandi hiti og sól alla dagana frá því stelpurnar fóru. Ég hef verið töluvert úti í góða veðrinu að læra, og sit núna í garðinum heima á meðan ég vinn í verkefninu, sem gengur ágætlega. Annars er það í fréttum að Arna, íslendingapresturinn hérna úti, hringdi í mig og sagði mér frá kyrrðardögum fyrir konur sem verða í Norefjell næstu helgi. Sálfræðingurinn sem átti að sjá um prógrammið með henni forfallaðist og hún bað mig að koma í staðinn! Ég er rosalega spennt og glöð að fá þetta tækifæri. Ég fæ einnig meiri vinnu í töskubúðinni í sumar, sem er mikill léttir.
Ég er svo búin að ákveða að skrá mig inní líkamsræktarstöð og æfa þrisvar í viku í sumar, með Safiyyu. Ég er mjög spennt fyrir þessu og vona það gangi vel.
En ég þarf að snúa með aftur að lærdómnum hérna í sólinni!

3 comments:

Fjóla Dögg said...

Flott að heyra að allt gangi vel þrátt fyrir stress og smá Emmu urr ;D.
Ég er rosa ánægð með þig að fara í leikfimi en það á eftir að flíta árangrinum :D.
frábært að þú sért að fá meiri vinnu í sumar og að þú fáir þetta tækifæri hjá Örnu sem þú færð líka borgað fyrir ;D.
Annars er fátt að frétta héðan samt er ég búin að blogga ;D.

Ég sendi bara knúsa héðan

Fjóla

Helga said...

Takk fyrir það Fjóla mín :) Ég kíkti á bloggið þitt, er í verstu törninni núna en skila heimaprófi á eftir og fer í grískupróf á morgun. En það verður gott að vera búin að þessu!
Ég er líka rosalega ánægð að fá að vinna með Örnu um helgina, verður gott að fá smá aur til að borga skattaskuldina og vonandi leiguna næstu mánaðarmót.
Ég sendi knúsa til baka :)

Anonymous said...

Alltaf nóg að gera það á sko eftir að verða léttir þegar prófin verða búin :)
Æðislegt að þú fáir meiri vinnu og lýst vel á ræktina ;)

Knús Kristín